Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar Sindri Sverrisson skrifar 7. september 2020 20:11 Phil Foden og Birkir Bjarnason í baráttunni á Laugardalsvelli á laugardag. VÍSIR/GETTY Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. „Vegna frétta sem hafa borist í dag um hegðun mína á Íslandi þá vil ég biðjast auðmjúklega afsökunar. Ég bið Gareth Southgate, liðsfélaga mína í enska landsliðinu, starfsliðið, stuðningsmennina, félagslið mitt og fjölskyldu afsökunar,“ skrifaði Foden á Twitter. Þeir Foden og Mason Greenwood, sem báðir hittu íslensku konurnar, þurfa að greiða íslenska ríkinu 250 þúsund króna sekt vegna brota sinna á sóttkvíarreglum hérlendis. Foden minntist þó ekki sérstaklega á Ísland eða Íslendinga þegar hann þuldi upp þá sem hann vildi biðja afsökunar. Foden og Greenwood fengu ekki að fara með enska landsliðinu áfram til Kaupmannahafnar til að spila við Danmörku á morgun heldur fara þeir heim til Manchester. „Þegar ég var valinn af Gareth í þessa leiki þá voru mín fyrstu viðbrögð alveg ofboðslegt stolt. Það voru forréttindi að fá að klæðast treyjunni og spila minn fyrsta landsleik,“ skrifaði Foden. „Ég er ungur leikmaður sem á margt ólært en ég geri mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir að spila fyrir Manchester City og England. Í þetta sinn tók ég slæma ákvörðun og hegðun mín var ekki eins og til er ætlast af mér. Ég braut Covid-19 reglurnar sem ætlaðar eru til að vernda mig og liðsfélaga mína. Þar af leiðandi missi ég nú af tækifærinu til að ferðast til Danmerkur með hópnum og það er sárt,“ skrifaði Foden, kvaðst ætla að læra af atvikinu og óskaði félögum sínum góðs gengis. pic.twitter.com/2ECUcTYnaK— Phil Foden (@PhilFoden) September 7, 2020 Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins. „Vegna frétta sem hafa borist í dag um hegðun mína á Íslandi þá vil ég biðjast auðmjúklega afsökunar. Ég bið Gareth Southgate, liðsfélaga mína í enska landsliðinu, starfsliðið, stuðningsmennina, félagslið mitt og fjölskyldu afsökunar,“ skrifaði Foden á Twitter. Þeir Foden og Mason Greenwood, sem báðir hittu íslensku konurnar, þurfa að greiða íslenska ríkinu 250 þúsund króna sekt vegna brota sinna á sóttkvíarreglum hérlendis. Foden minntist þó ekki sérstaklega á Ísland eða Íslendinga þegar hann þuldi upp þá sem hann vildi biðja afsökunar. Foden og Greenwood fengu ekki að fara með enska landsliðinu áfram til Kaupmannahafnar til að spila við Danmörku á morgun heldur fara þeir heim til Manchester. „Þegar ég var valinn af Gareth í þessa leiki þá voru mín fyrstu viðbrögð alveg ofboðslegt stolt. Það voru forréttindi að fá að klæðast treyjunni og spila minn fyrsta landsleik,“ skrifaði Foden. „Ég er ungur leikmaður sem á margt ólært en ég geri mér grein fyrir þeirri ábyrgð sem því fylgir að spila fyrir Manchester City og England. Í þetta sinn tók ég slæma ákvörðun og hegðun mín var ekki eins og til er ætlast af mér. Ég braut Covid-19 reglurnar sem ætlaðar eru til að vernda mig og liðsfélaga mína. Þar af leiðandi missi ég nú af tækifærinu til að ferðast til Danmerkur með hópnum og það er sárt,“ skrifaði Foden, kvaðst ætla að læra af atvikinu og óskaði félögum sínum góðs gengis. pic.twitter.com/2ECUcTYnaK— Phil Foden (@PhilFoden) September 7, 2020
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Tengdar fréttir Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22 Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01 Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56 Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45 Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15 Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Nadía Sif tjáir sig: „Ég lak engu til fjölmiðla“ Nadía Sif Líndal, önnur kvennanna sem heimsótti ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood á Hótel Sögu í gær segist ekki hafa lekið myndefni frá samskiptum sínum við þá til fjölmiðla. 7. september 2020 19:22
Segjast ekki hafa vitað að Foden og Greenwood hafi verið í sóttkví Tvær íslenskar konur sem hittu ensku landsliðsmennina Mason Greenwood og Phil Foden á Hóteli Sögu í gær segjast ekki hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafi verið í sóttkví. 7. september 2020 18:01
Greenwood og Foden greiða 250 þúsund krónur í sekt Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, hafa lítinn áhuga á að dvelja á Íslandi stundinni lengur og má reikna með því að innan klukkustundar hafi þeir greitt 250 þúsund króna sekt fyrir brot á sóttkví. 7. september 2020 15:56
Greenwood og Foden báðust afsökunar Ungstirni enska landsliðsins báðust afsökunar á að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að fá heimsókn upp á hótel. 7. september 2020 13:45
Southgate segir að Greenwood og Foden hafi verið barnalegir: „Mjög alvarlegt“ Landsliðsþjálfari Englands fór yfir brot Masons Greenwood og Phils Foden á sóttvarnarreglum þegar þær buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel enska landsliðsins. 7. september 2020 13:15
Ungstirni Englands fengu íslenskar stelpur upp á herbergi Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn enska landsliðsins, brutu sóttvarnarreglur þegar þeir fengu íslenskar stelpur upp á hótel til sín. 7. september 2020 10:59