Költhetja Lakers gæti reynst lykillinn að velgengni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2020 22:45 Eitt af skemmtilegri atvikum tímabilsins var þegar allt Lakers-liðið stökk upp með Caruso þegar hann tróð í leik gegn New York Knicks. Jayne Kamin-Oncea/USA Today Sports LeBron James, Anthony Davis, Kyle Kuzma, Dwight Howard, JaVale McGee, Danny Green og meira að segja Rajon Rondo eru allt nöfn sem flestir aðdáendur NBA-deildarinnar í körfubolta kannast við. Alex Caruso er ekki eitt af þeim nöfnum, eða hann var það allavega ekki. Eftir frábærar frammistöður á tímabilinu hefur það breyst og nú er hann meðal vinsælustu leikmanna Lakers-liðsins. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsfólks liðsins og því ákvað enski miðillinn The Guardian að fjalla um þessa költhetju Los Angeles. Caruso er ekki eins og hinn hefðbundni NBA-leikmaður. Við fyrstu sýn virðist hann frekar eiga heima bakvið skrifborð á skrifstofu liðsins eða sem endurskoðandi. Þessi 26 ára leikmaður hefur hins vegar komið öllum á óvart undanfarna mánuði. Playoff mode activated Link in bio to stock up on your playoff gear with an extra 10% off of The Carushow for the next 24 hours. #Lakeshow pic.twitter.com/nsVkryXHev— Alex Caruso (@ACFresh21) August 18, 2020 Eftir fínan feril sem háskólaleikmaður fyrir Texas A&U háskólann. Hann æfði með nokkrum liðum fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2016 en var á endanum ekki valinn. Honum var á endanum boðið að æfa með Oklahoma City Blue í G-deildinni. Er sú deild hálfgerð varaliðsdeild NBA-liðanna og Oklahoma City Blue er B-lið Oklahoma City Thunder. Þrátt fyrir að allir samherjar hans væru handvissir um að hann væri klár í NBA-deildina þá fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá OKB. Sumarið 2017 var hann hins vegar valinn af Los Angeles Lakers til að vera varamaður Lonzo Ball í sumardeild NBA. Á endanum samdi hann við Lakers þannig að hann myndi spila með South Bay, G-deildarliði Lakers, en gæti einnig verið kallaður upp í aðalliðið. Rúmum tveimur árum síðar er Caruso – sem er oft kallaður „Carushow“ – einn vinsælasti leikmaður stórliðs Los Angeles Lakers sem inniheldur tvær af skærustu stjörnum deildarinnar í LeBron James og Anthony Davis. https://t.co/HXtb5sR0aE— Alex Caruso (@ACFresh21) August 4, 2020 Caruso tengir lítið við glamúrlífstíl margra NBA-leikmanna og nýtir hann frítíma sinn í að horfa á The Office, spila tölvuleiki og fylgjast með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Caruso hefur spilað stóra rullu hjá Lakers í vetur og telja margir að hann eigi að fá allar þær mínútur sem Frank Vogel – þjálfari liðsins – er að gefa Rajon Rondo. Rondo hefur verið meiddur í upphafi úrslitakeppninnar en spilaði alls 25 mínútur í 15 stiga tapinu gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Á þessum 25 mínútum skoraði Rondo átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Meðvirknin kringum þennan mann er hrikaleg. https://t.co/JzHGT0oWJ0— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) September 5, 2020 Caruso spilaði aðeins 16 mínútur í leiknum. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Það er því ljóst að ef Vogel vill ekki lenda 2-0 undir gegn Houston í nótt þá þarf hann að spila renglulega stráknum frá Texas meira en hann gerði í síðasta leik. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
LeBron James, Anthony Davis, Kyle Kuzma, Dwight Howard, JaVale McGee, Danny Green og meira að segja Rajon Rondo eru allt nöfn sem flestir aðdáendur NBA-deildarinnar í körfubolta kannast við. Alex Caruso er ekki eitt af þeim nöfnum, eða hann var það allavega ekki. Eftir frábærar frammistöður á tímabilinu hefur það breyst og nú er hann meðal vinsælustu leikmanna Lakers-liðsins. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsfólks liðsins og því ákvað enski miðillinn The Guardian að fjalla um þessa költhetju Los Angeles. Caruso er ekki eins og hinn hefðbundni NBA-leikmaður. Við fyrstu sýn virðist hann frekar eiga heima bakvið skrifborð á skrifstofu liðsins eða sem endurskoðandi. Þessi 26 ára leikmaður hefur hins vegar komið öllum á óvart undanfarna mánuði. Playoff mode activated Link in bio to stock up on your playoff gear with an extra 10% off of The Carushow for the next 24 hours. #Lakeshow pic.twitter.com/nsVkryXHev— Alex Caruso (@ACFresh21) August 18, 2020 Eftir fínan feril sem háskólaleikmaður fyrir Texas A&U háskólann. Hann æfði með nokkrum liðum fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2016 en var á endanum ekki valinn. Honum var á endanum boðið að æfa með Oklahoma City Blue í G-deildinni. Er sú deild hálfgerð varaliðsdeild NBA-liðanna og Oklahoma City Blue er B-lið Oklahoma City Thunder. Þrátt fyrir að allir samherjar hans væru handvissir um að hann væri klár í NBA-deildina þá fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá OKB. Sumarið 2017 var hann hins vegar valinn af Los Angeles Lakers til að vera varamaður Lonzo Ball í sumardeild NBA. Á endanum samdi hann við Lakers þannig að hann myndi spila með South Bay, G-deildarliði Lakers, en gæti einnig verið kallaður upp í aðalliðið. Rúmum tveimur árum síðar er Caruso – sem er oft kallaður „Carushow“ – einn vinsælasti leikmaður stórliðs Los Angeles Lakers sem inniheldur tvær af skærustu stjörnum deildarinnar í LeBron James og Anthony Davis. https://t.co/HXtb5sR0aE— Alex Caruso (@ACFresh21) August 4, 2020 Caruso tengir lítið við glamúrlífstíl margra NBA-leikmanna og nýtir hann frítíma sinn í að horfa á The Office, spila tölvuleiki og fylgjast með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Caruso hefur spilað stóra rullu hjá Lakers í vetur og telja margir að hann eigi að fá allar þær mínútur sem Frank Vogel – þjálfari liðsins – er að gefa Rajon Rondo. Rondo hefur verið meiddur í upphafi úrslitakeppninnar en spilaði alls 25 mínútur í 15 stiga tapinu gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Á þessum 25 mínútum skoraði Rondo átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Meðvirknin kringum þennan mann er hrikaleg. https://t.co/JzHGT0oWJ0— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) September 5, 2020 Caruso spilaði aðeins 16 mínútur í leiknum. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Það er því ljóst að ef Vogel vill ekki lenda 2-0 undir gegn Houston í nótt þá þarf hann að spila renglulega stráknum frá Texas meira en hann gerði í síðasta leik.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Leik lokið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti