Költhetja Lakers gæti reynst lykillinn að velgengni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2020 22:45 Eitt af skemmtilegri atvikum tímabilsins var þegar allt Lakers-liðið stökk upp með Caruso þegar hann tróð í leik gegn New York Knicks. Jayne Kamin-Oncea/USA Today Sports LeBron James, Anthony Davis, Kyle Kuzma, Dwight Howard, JaVale McGee, Danny Green og meira að segja Rajon Rondo eru allt nöfn sem flestir aðdáendur NBA-deildarinnar í körfubolta kannast við. Alex Caruso er ekki eitt af þeim nöfnum, eða hann var það allavega ekki. Eftir frábærar frammistöður á tímabilinu hefur það breyst og nú er hann meðal vinsælustu leikmanna Lakers-liðsins. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsfólks liðsins og því ákvað enski miðillinn The Guardian að fjalla um þessa költhetju Los Angeles. Caruso er ekki eins og hinn hefðbundni NBA-leikmaður. Við fyrstu sýn virðist hann frekar eiga heima bakvið skrifborð á skrifstofu liðsins eða sem endurskoðandi. Þessi 26 ára leikmaður hefur hins vegar komið öllum á óvart undanfarna mánuði. Playoff mode activated Link in bio to stock up on your playoff gear with an extra 10% off of The Carushow for the next 24 hours. #Lakeshow pic.twitter.com/nsVkryXHev— Alex Caruso (@ACFresh21) August 18, 2020 Eftir fínan feril sem háskólaleikmaður fyrir Texas A&U háskólann. Hann æfði með nokkrum liðum fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2016 en var á endanum ekki valinn. Honum var á endanum boðið að æfa með Oklahoma City Blue í G-deildinni. Er sú deild hálfgerð varaliðsdeild NBA-liðanna og Oklahoma City Blue er B-lið Oklahoma City Thunder. Þrátt fyrir að allir samherjar hans væru handvissir um að hann væri klár í NBA-deildina þá fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá OKB. Sumarið 2017 var hann hins vegar valinn af Los Angeles Lakers til að vera varamaður Lonzo Ball í sumardeild NBA. Á endanum samdi hann við Lakers þannig að hann myndi spila með South Bay, G-deildarliði Lakers, en gæti einnig verið kallaður upp í aðalliðið. Rúmum tveimur árum síðar er Caruso – sem er oft kallaður „Carushow“ – einn vinsælasti leikmaður stórliðs Los Angeles Lakers sem inniheldur tvær af skærustu stjörnum deildarinnar í LeBron James og Anthony Davis. https://t.co/HXtb5sR0aE— Alex Caruso (@ACFresh21) August 4, 2020 Caruso tengir lítið við glamúrlífstíl margra NBA-leikmanna og nýtir hann frítíma sinn í að horfa á The Office, spila tölvuleiki og fylgjast með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Caruso hefur spilað stóra rullu hjá Lakers í vetur og telja margir að hann eigi að fá allar þær mínútur sem Frank Vogel – þjálfari liðsins – er að gefa Rajon Rondo. Rondo hefur verið meiddur í upphafi úrslitakeppninnar en spilaði alls 25 mínútur í 15 stiga tapinu gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Á þessum 25 mínútum skoraði Rondo átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Meðvirknin kringum þennan mann er hrikaleg. https://t.co/JzHGT0oWJ0— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) September 5, 2020 Caruso spilaði aðeins 16 mínútur í leiknum. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Það er því ljóst að ef Vogel vill ekki lenda 2-0 undir gegn Houston í nótt þá þarf hann að spila renglulega stráknum frá Texas meira en hann gerði í síðasta leik. Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
LeBron James, Anthony Davis, Kyle Kuzma, Dwight Howard, JaVale McGee, Danny Green og meira að segja Rajon Rondo eru allt nöfn sem flestir aðdáendur NBA-deildarinnar í körfubolta kannast við. Alex Caruso er ekki eitt af þeim nöfnum, eða hann var það allavega ekki. Eftir frábærar frammistöður á tímabilinu hefur það breyst og nú er hann meðal vinsælustu leikmanna Lakers-liðsins. Hann hefur unnið hug og hjörtu stuðningsfólks liðsins og því ákvað enski miðillinn The Guardian að fjalla um þessa költhetju Los Angeles. Caruso er ekki eins og hinn hefðbundni NBA-leikmaður. Við fyrstu sýn virðist hann frekar eiga heima bakvið skrifborð á skrifstofu liðsins eða sem endurskoðandi. Þessi 26 ára leikmaður hefur hins vegar komið öllum á óvart undanfarna mánuði. Playoff mode activated Link in bio to stock up on your playoff gear with an extra 10% off of The Carushow for the next 24 hours. #Lakeshow pic.twitter.com/nsVkryXHev— Alex Caruso (@ACFresh21) August 18, 2020 Eftir fínan feril sem háskólaleikmaður fyrir Texas A&U háskólann. Hann æfði með nokkrum liðum fyrir nýliðavalið í NBA-deildinni sumarið 2016 en var á endanum ekki valinn. Honum var á endanum boðið að æfa með Oklahoma City Blue í G-deildinni. Er sú deild hálfgerð varaliðsdeild NBA-liðanna og Oklahoma City Blue er B-lið Oklahoma City Thunder. Þrátt fyrir að allir samherjar hans væru handvissir um að hann væri klár í NBA-deildina þá fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá OKB. Sumarið 2017 var hann hins vegar valinn af Los Angeles Lakers til að vera varamaður Lonzo Ball í sumardeild NBA. Á endanum samdi hann við Lakers þannig að hann myndi spila með South Bay, G-deildarliði Lakers, en gæti einnig verið kallaður upp í aðalliðið. Rúmum tveimur árum síðar er Caruso – sem er oft kallaður „Carushow“ – einn vinsælasti leikmaður stórliðs Los Angeles Lakers sem inniheldur tvær af skærustu stjörnum deildarinnar í LeBron James og Anthony Davis. https://t.co/HXtb5sR0aE— Alex Caruso (@ACFresh21) August 4, 2020 Caruso tengir lítið við glamúrlífstíl margra NBA-leikmanna og nýtir hann frítíma sinn í að horfa á The Office, spila tölvuleiki og fylgjast með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester City. Caruso hefur spilað stóra rullu hjá Lakers í vetur og telja margir að hann eigi að fá allar þær mínútur sem Frank Vogel – þjálfari liðsins – er að gefa Rajon Rondo. Rondo hefur verið meiddur í upphafi úrslitakeppninnar en spilaði alls 25 mínútur í 15 stiga tapinu gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Á þessum 25 mínútum skoraði Rondo átta stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Meðvirknin kringum þennan mann er hrikaleg. https://t.co/JzHGT0oWJ0— Hrafn Kristjánsson* (@ravenk72) September 5, 2020 Caruso spilaði aðeins 16 mínútur í leiknum. Á þeim tíma skoraði hann 14 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Það er því ljóst að ef Vogel vill ekki lenda 2-0 undir gegn Houston í nótt þá þarf hann að spila renglulega stráknum frá Texas meira en hann gerði í síðasta leik.
Körfubolti NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Körfubolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira