Leggur til að atvinnulausar konur skrifi upp á hlutabréfakaup með tíðablóði Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2020 23:04 Ætla má að færsla Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um hlutafjárútboð Icelandair hafi verið skrifuð í kaldhæðni. Vísir/Vilhelm Atvinnulausar konur ættu að skrifa upp á það með tíðablóði að þær kaupi hlutabréf í Icelandair gegn því að fá hærri atvinnuleysisbætur. Þetta skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í færslu sem virðist ætlað að vera kaldhæðin gagnrýni á hlutafjárútboð Icelandair í kvöld. Ummælin lét Sólveig Anna falla í færslu á Facebook í kvöld um frétt af því að almenningi standi til boða að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir hundrað þúsund krónur í hlutafjárútboði félagsins sem haldið verður síðar í þessum mánuði. Þar fer verkalýðsleiðtoginn fögrum orðum um fréttirnar, að því er virðist í kaldhæðni. Leggur Sólveig til hugmynd sem hún hafi fengið við fréttirnar. „Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn. En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín,“ skrifar Sólveig Anna. Icelandair sagði upp um 2.000 starfsmönnum í vor. Þá áttu Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair í harðri kjaradeilu í sumar í tengslum við tilraunir til að bjarga flugfélaginu. Freistaði fyrirtækið þess að semja við starfsstéttir um kjaraskerðingu í því skyni. Deilunni lauk með því að flugfreyjur samþykktu kjarasamning í lok júlí eftir að Icelandair hafði sagt öllum flugfreyjum upp en síðar dregið uppsagnirnar til baka. Virðist Sólveig Anna vísa til uppsagnanna þegar hún skrifar í kvöld að mögulegt plagg með loforði atvinnulausra kvenna um að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir atvinnuleysisbætur gæti heitið „Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga“. Segist Sólveig Anna ætla að senda hagfræðingahópi stjórnvalda hugmynd sína. Hér fyrir neðan má lesa færslu Sólveigar Önnu í heild sinni. Icelandair Kjaramál Markaðir Tengdar fréttir Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Atvinnulausar konur ættu að skrifa upp á það með tíðablóði að þær kaupi hlutabréf í Icelandair gegn því að fá hærri atvinnuleysisbætur. Þetta skrifaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar, í færslu sem virðist ætlað að vera kaldhæðin gagnrýni á hlutafjárútboð Icelandair í kvöld. Ummælin lét Sólveig Anna falla í færslu á Facebook í kvöld um frétt af því að almenningi standi til boða að kaupa hluti í Icelandair Group fyrir hundrað þúsund krónur í hlutafjárútboði félagsins sem haldið verður síðar í þessum mánuði. Þar fer verkalýðsleiðtoginn fögrum orðum um fréttirnar, að því er virðist í kaldhæðni. Leggur Sólveig til hugmynd sem hún hafi fengið við fréttirnar. „Kannski fást Samtök atvinnulífsins og ríka fólkið til að samþykkja hærri atvinnuleysisbætur handa öllum atvinnulausu konunum ef þær lofa að byrja á því að kaupa hlutabréf í Icelandair um leið og þær fá peninginn. En kannski þyrfti mögulega að láta þær skrifa undir eitthvað svona loforða-plagg (kannski með tíðablóði? vistvænt og sjálfbært?) um að þær myndu kaupa hlutabréfin, til að tryggja að þær færu ekki bara beint í Bónus að kaupa dömubindi, mjólk og brauð fyrir börnin sín,“ skrifar Sólveig Anna. Icelandair sagði upp um 2.000 starfsmönnum í vor. Þá áttu Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair í harðri kjaradeilu í sumar í tengslum við tilraunir til að bjarga flugfélaginu. Freistaði fyrirtækið þess að semja við starfsstéttir um kjaraskerðingu í því skyni. Deilunni lauk með því að flugfreyjur samþykktu kjarasamning í lok júlí eftir að Icelandair hafði sagt öllum flugfreyjum upp en síðar dregið uppsagnirnar til baka. Virðist Sólveig Anna vísa til uppsagnanna þegar hún skrifar í kvöld að mögulegt plagg með loforði atvinnulausra kvenna um að kaupa hlutabréf í Icelandair fyrir atvinnuleysisbætur gæti heitið „Samfélagssáttmáli Icelandair og atvinnulausra kellinga“. Segist Sólveig Anna ætla að senda hagfræðingahópi stjórnvalda hugmynd sína. Hér fyrir neðan má lesa færslu Sólveigar Önnu í heild sinni.
Icelandair Kjaramál Markaðir Tengdar fréttir Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52 Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07 Mest lesið Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Samþykktu ríkisábyrgð Icelandair og luku þingstubbi Alþingi samþykkti frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair áður en stuttu síðsumarsþingi var slitið í kvöld. Áður samþykkti þingheimur fjáraukalög. 4. september 2020 20:52
Flugfreyjur í skert starfshlutfall Flugfreyjur og flugþjónar Icelandair verða í 75% starfshlutfalli næstu átta mánuði. 2. september 2020 17:07
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent