Fótbolti

Tuttugu þjóðir spila í Þjóðadeildinni í dag og hér er hægt að sjá alla leiki dagsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leroy Sane í leik með þýska landsliðinu í Þjóðadeildinni.
Leroy Sane í leik með þýska landsliðinu í Þjóðadeildinni. Getty/Matthias Hangst

Það er stór dagur í Þjóðadeildinni í dag enda er komið að öðrum leiknum í þessum landsleikjaglugga hjá mörgum þjóðum.

Spánverjar og Þjóðverjar töpuðu stigum í fyrsta leik þegar þjóðirnar gerðu 1-1 jafntefli fyrir helgi og mega því ekki tapa stigum í öðrum leik sínum í dag.

Færeyingar unnu dramatískan sigur á fimmtudagskvöldið og geta unnið annan leikinn í röð í Andorra í dag.

Tyrkir töpuðu á móti Ungverjum á heimavelli og eru núna komnir í heimsókn til Serbíu og frændur okkar Finnar töpuðu líka heimaleik á fimmtudaginn var.

Alls verða tíu leikir sýndir beint í Þjóðadeild UEFA í fótbolta hér á Vísi í dag en fyrstu tveir leikir dagsins hefjast klukkan 13.00. Það verða þrír leikir klukkan 16.00 og síðustu fimm leikirnir eru síðan klukkan 18.45.

Hægt er að horfa á útsendingar frá leikjunum með því að smella á viðeigandi hlekk hér að neðan. Útsendingarnar birtast neðst í textalýsingu hvers leiks, svo að lesendur gætu þurft að skruna niður í gegnum textalýsinguna til að finna beina útsendingu.

Leikir í beinni á Vísi í dag:

A-deild

Spánn - Úkraína (Hefst klukkan 18.45)

Sviss - Þýskaland (Kl. 18.45)

B-deild

Wales - Búlgaría 1-0

Ungverjaland - Rússland (Kl. 16.00)

Írland - Finnland (Kl. 16.00)

Serbía - Tyrkland (Kl. 18.45)

C-deild

Slóvenía - Moldóva (Kl. 16.00)

Kósóvó - Grikkland (Kl. 18.45)

D-deild

Andorra - Færeyjar 0-1

Malta - Lettland (Kl. 18.45)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×