Fótbolti

Kári Árnason verður fyrirliði í fyrsta sinn í keppnisleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Árnason verður með fyrirliðabandið á morgun.
Kári Árnason verður með fyrirliðabandið á morgun. VÍSIR/GETTY

Kári Árnason verður fyrirliði íslenska landsliðsins í leiknum á móti Englandi á Laugardalsvellinum á morgun.

Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kári verður fyrirliði landsliðsins en hann hefur þó aldrei áður verið fyrirliði liðsins í keppnisleik.

Hingað til hafa Aron Einar Gunnarsson eða Gylfi Þór Sigurðsson verið með fyrirliðabandið þegar Ísland hefur spilað í undankeppnum HM eða EM sem og í Þjóðadeildinni.

Kári hefur leitt íslenska landsliðið út sem fyrirliði í sjö landsleikjum þar af eru báðir leikir liðsins í janúar á þessu ári. Hann var líka fyrirliði í tveimur vináttulandsleikjum árið 2018 og þremur vináttuleikjum árið 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×