Erlent

Fyrsta dauðs­fallið af völdum Co­vid-19 síðan í maí

Atli Ísleifsson skrifar
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur nú framlengt samkomutakmarkanir í landinu fram í miðjan september.
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur nú framlengt samkomutakmarkanir í landinu fram í miðjan september. Getty

Heilbrigðisyfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa staðfest að maður hafi látist af völdum Covid-19. Um að er ræða fyrsta dauðsfallið vegna sjúkdómsins í landinu síðan í maí.

Maðurinn greindist í seinni bylgju kórónuveirusmita í borginni Auckland í síðasta mánuði.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur nú framlengt samkomutakmarkanir í landinu fram í miðjan september..

Greint var frá andlátinu í morgun, en um var að ræða karlmann á sextugsaldri. Alls hafa nú 23 látist af völdum Covid-19 í landinu frá upphafi faraldursins.

Viðbrögð nýsjálenskra yfirvalda við faraldrinum hafa vakið mikla athygli, en tilfelli í landinu hafa verið hlutfallslega fá.

Heilbrigðisráðuneyti Nýja-Sjálands greindi frá því í morgun að fimm ný smit hafi greinst í landinu í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×