Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-0 | Mikil dramatík er bikarmeistararnir komust í undanúrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2020 18:55 Hólmfríður Magnúsdóttir skaut Selfyssingum áfram. Vísir/HAG Selfoss vann í dag góðan 1-0 sigur á Val í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði eina mark leiksins á 75.mínútu eftir stoðsendingu frá Dagný Brynjarsdóttir. Það var þó Kaylan Marckese, marvörðu Selfyssinga sem stal senunni með nokkrum frábærum vörslum, þar á meðal varði hún víti frá Elínu Mettu Jensen. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur fyrsta hálftíman en það dró svo úr því eftir það. Bæði lið fengu nokkur hálffæri, en það reyndi ekki mikið á markmenn liðanna fyrir utan það. Á 12.mínútu vildu Valskonur fá vítaspyrnu þegar Elín Metta virtist vera felld innan vítateigs en dómari leiksins sá ekkert athugavert við varnarleik Selfyssinga. Besta færi fyrr hálfleiksins kom á 20.mínútu þegar að Tiffany MC Carty átti mjög flotta fyrirgjöf sem fann ennið á Dagný Brynjarsdóttir, en skallinn fór fram hjá. Aftur skapaðist hætta við mark Vals þegar að boltinn barst til baka á Söndru í markinu sem ætlaði að hreinsa frá en þrumaði boltanum í Hólmfríði. Sem betur fer fyrir Söndru var hún fyrst í lausa boltann, en annars hefði Hólmfríður verið komin í algjört dauðafæri. Seinni hálfleikur var mun fjörugri en sá fyrri og bæði lið fengu tækifæri til að skora. Valskonur hljóta að vera ósáttar með það að hafa ekki komið boltanum yfir marklínuna því þær fengu mun betri færi en Selfoss. Á 47.mínútu hafnaði góð aukaspyrna Hallberu Gísladóttir í þverslánni og Selfyssingar sluppu þar með skrekkinn. Valur átti svo nokkur fín færi eftir það, en á 72.mínútu fengu þær tvo algjör dauðafæri en þá kom góð fyrirgjöf af hægri kantinum og Hlín Eiríksdóttir var fyrst í boltann, en Kaylan varði glæsilega. Sóknin var þó ekki búin því Ásdís Karen Halldórsdóttir tók frákastið og var þá nánast ein fyrir opnu marki en Kaylan náði aftur að stökkva fyrir boltann og moka honum frá. Aðeins tveim mínútum síðar komst Selfoss í ákjósanlega sókn þar sem Dagný Brynjarsdóttir fékk boltann á vítateigsboganum og lagði hann til hliðar á Hólmfríði sem þakkaði pent fyrir sig og boltinn söng í samskeytunum. Á 86.mínútu fengu Valur vítaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á Clöru Sigurðardóttur innan teigs. Elín Metta Jensen fór á punktinn og spyrnan hennar var alveg út við stöng. Kaylan Marckese hafði þó engan áhuga á framlengingu og varði spyrnuna. Valskonur reyndu hvað þær gátu eftir þetta, en náðu ekki að skapa sér mikið og Selfoss er því á leið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann Selfoss? Selfoss stelpur geta þakkað Kaylan Marckese fyrir sigurinn í dag en hún bjargaði því að leikurinn færi ekki í framlengingu. Selfyssingar fengu ekki jafn mikið af góðum færum og Valur en þetta snýst um að koma boltanum í netið og það er nákvæmlega það sem Selfyssingar gerðu. Hverjir stóðu upp úr? Lengi vel var ég viss um að Hólmfríður Magnúsdóttir væri maður leiksins. Hún var oft mjög hættuleg fram á við, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, og mikið af sóknarspili Selfyssinga fór í gegnum hana. Einnig skoraði hún þetta stórglæsilega sigurmark. Það er þó Kaylan Marckese sem fær titilinn maður leiksins í dag eftir stórkostlega framistöðu. Hvað gekk illa? Valskonum gekk illa að nýta færin sín og fara líklega mjög ósáttar yfir heiðina. Mikill vindur var á Jáverk-vellinum og gerði það liðunum oft erfitt fyrir. Hvað gerist næst? Valskonur fara nú að einbeita sér alfarið að deildinni þar sem að þær eru í miðri titilvörn. Þær fá ÍBV í heimsókn á sunnudaginn og þurfa að vinna þann leik til að halda toppbaráttunni áfram. Næsti leikur Selfoss er einnig á sunnudaginn þegar að þær fá Stjörnuna í heimsókn. Alfreð Elías Jóhannsson stefnir á að vinna bikarinn annað árið í röð.vísir Alfreð: Baráttulega séð vorum við algjörir sykurpúðar „Ég er bara ótrúlega ánægður að hafa unnið þennan leik gegn mjög sterku liði Vals,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir leikinn í dag. „Þetta var frábær frammistaða, kannski ekki fótboltalega séð, en baráttulega séð vorum við algjörir sykurpúðar.“ Alfreð hrósaði Kaylan, sem og liðinu öllu. „Kaylan bara frábær í markinu, Áslaug og Anna og bara varnarlínan frábær og bara allt liðið að vinna vel. Valur hefði klárlega getað skorað mark og við hefðum getað gert betur í fyrri hálfleik. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik en þær tóku svolítið völdin í þeim seinni og það kom kafli frá 60. til 75.mínútu þar sem við áttum undir högg að sækja en við stóðum það af okkur og skoruðum frábært mark.“ Valskonur vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Alfreð gaf ekki mikið fyrir það. „Þær vildu fá mikið, þær voru mikið að vilja en dómarinn var með ágætislínu á leiknum en þetta er bara fótboltinn.“ Pétur var óánægður með að komast ekki áfram í bikarnum.Vísir/Vilhelm Pétur: Ef þú skorar ekki mark þá þarftu að gera betur „Mér fannst við hafa algjöra yfirburði, sérstaklega í seinni hálfleik en það þarf að sækja þetta mark. Hólmfríður skorar náttúrulega stórglæsilegt mark en ég held að það hafi ekki verið margar sóknirnar hjá þeim í seinni hálfleik en svona er þetta stundum,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals eftir tapið í dag. Pétur var ekki nógu sáttur með færanýtingu liðsins. „Ef þú skorar ekki mark þá þarftu að gera betur, en hún er bara góður markmaður og þessi leikur hjá okkur var í sjálfu sér í góðu lagi en svona er þetta.“ Pétur gaf svo ekki mikið upp um hvort að sínar konur hefðu átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Þú verður að spyrja einhvern annan að því, ég hef ekkert vit á þessu,“ sagði Pétur nokkuð léttur. Liðið fer nú að einbeita sér að deildinni og það er þétt prógramm fram undan. „Nú bara fókuserum við á Íslandsmótið og næsti leikur á sunnudaginn og svo bara koll af kolli.“ Mjólkurbikarinn UMF Selfoss Valur
Selfoss vann í dag góðan 1-0 sigur á Val í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði eina mark leiksins á 75.mínútu eftir stoðsendingu frá Dagný Brynjarsdóttir. Það var þó Kaylan Marckese, marvörðu Selfyssinga sem stal senunni með nokkrum frábærum vörslum, þar á meðal varði hún víti frá Elínu Mettu Jensen. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð fjörugur fyrsta hálftíman en það dró svo úr því eftir það. Bæði lið fengu nokkur hálffæri, en það reyndi ekki mikið á markmenn liðanna fyrir utan það. Á 12.mínútu vildu Valskonur fá vítaspyrnu þegar Elín Metta virtist vera felld innan vítateigs en dómari leiksins sá ekkert athugavert við varnarleik Selfyssinga. Besta færi fyrr hálfleiksins kom á 20.mínútu þegar að Tiffany MC Carty átti mjög flotta fyrirgjöf sem fann ennið á Dagný Brynjarsdóttir, en skallinn fór fram hjá. Aftur skapaðist hætta við mark Vals þegar að boltinn barst til baka á Söndru í markinu sem ætlaði að hreinsa frá en þrumaði boltanum í Hólmfríði. Sem betur fer fyrir Söndru var hún fyrst í lausa boltann, en annars hefði Hólmfríður verið komin í algjört dauðafæri. Seinni hálfleikur var mun fjörugri en sá fyrri og bæði lið fengu tækifæri til að skora. Valskonur hljóta að vera ósáttar með það að hafa ekki komið boltanum yfir marklínuna því þær fengu mun betri færi en Selfoss. Á 47.mínútu hafnaði góð aukaspyrna Hallberu Gísladóttir í þverslánni og Selfyssingar sluppu þar með skrekkinn. Valur átti svo nokkur fín færi eftir það, en á 72.mínútu fengu þær tvo algjör dauðafæri en þá kom góð fyrirgjöf af hægri kantinum og Hlín Eiríksdóttir var fyrst í boltann, en Kaylan varði glæsilega. Sóknin var þó ekki búin því Ásdís Karen Halldórsdóttir tók frákastið og var þá nánast ein fyrir opnu marki en Kaylan náði aftur að stökkva fyrir boltann og moka honum frá. Aðeins tveim mínútum síðar komst Selfoss í ákjósanlega sókn þar sem Dagný Brynjarsdóttir fékk boltann á vítateigsboganum og lagði hann til hliðar á Hólmfríði sem þakkaði pent fyrir sig og boltinn söng í samskeytunum. Á 86.mínútu fengu Valur vítaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á Clöru Sigurðardóttur innan teigs. Elín Metta Jensen fór á punktinn og spyrnan hennar var alveg út við stöng. Kaylan Marckese hafði þó engan áhuga á framlengingu og varði spyrnuna. Valskonur reyndu hvað þær gátu eftir þetta, en náðu ekki að skapa sér mikið og Selfoss er því á leið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Af hverju vann Selfoss? Selfoss stelpur geta þakkað Kaylan Marckese fyrir sigurinn í dag en hún bjargaði því að leikurinn færi ekki í framlengingu. Selfyssingar fengu ekki jafn mikið af góðum færum og Valur en þetta snýst um að koma boltanum í netið og það er nákvæmlega það sem Selfyssingar gerðu. Hverjir stóðu upp úr? Lengi vel var ég viss um að Hólmfríður Magnúsdóttir væri maður leiksins. Hún var oft mjög hættuleg fram á við, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik, og mikið af sóknarspili Selfyssinga fór í gegnum hana. Einnig skoraði hún þetta stórglæsilega sigurmark. Það er þó Kaylan Marckese sem fær titilinn maður leiksins í dag eftir stórkostlega framistöðu. Hvað gekk illa? Valskonum gekk illa að nýta færin sín og fara líklega mjög ósáttar yfir heiðina. Mikill vindur var á Jáverk-vellinum og gerði það liðunum oft erfitt fyrir. Hvað gerist næst? Valskonur fara nú að einbeita sér alfarið að deildinni þar sem að þær eru í miðri titilvörn. Þær fá ÍBV í heimsókn á sunnudaginn og þurfa að vinna þann leik til að halda toppbaráttunni áfram. Næsti leikur Selfoss er einnig á sunnudaginn þegar að þær fá Stjörnuna í heimsókn. Alfreð Elías Jóhannsson stefnir á að vinna bikarinn annað árið í röð.vísir Alfreð: Baráttulega séð vorum við algjörir sykurpúðar „Ég er bara ótrúlega ánægður að hafa unnið þennan leik gegn mjög sterku liði Vals,“ sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss eftir leikinn í dag. „Þetta var frábær frammistaða, kannski ekki fótboltalega séð, en baráttulega séð vorum við algjörir sykurpúðar.“ Alfreð hrósaði Kaylan, sem og liðinu öllu. „Kaylan bara frábær í markinu, Áslaug og Anna og bara varnarlínan frábær og bara allt liðið að vinna vel. Valur hefði klárlega getað skorað mark og við hefðum getað gert betur í fyrri hálfleik. Mér fannst við vera betri í fyrri hálfleik en þær tóku svolítið völdin í þeim seinni og það kom kafli frá 60. til 75.mínútu þar sem við áttum undir högg að sækja en við stóðum það af okkur og skoruðum frábært mark.“ Valskonur vildu fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en Alfreð gaf ekki mikið fyrir það. „Þær vildu fá mikið, þær voru mikið að vilja en dómarinn var með ágætislínu á leiknum en þetta er bara fótboltinn.“ Pétur var óánægður með að komast ekki áfram í bikarnum.Vísir/Vilhelm Pétur: Ef þú skorar ekki mark þá þarftu að gera betur „Mér fannst við hafa algjöra yfirburði, sérstaklega í seinni hálfleik en það þarf að sækja þetta mark. Hólmfríður skorar náttúrulega stórglæsilegt mark en ég held að það hafi ekki verið margar sóknirnar hjá þeim í seinni hálfleik en svona er þetta stundum,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals eftir tapið í dag. Pétur var ekki nógu sáttur með færanýtingu liðsins. „Ef þú skorar ekki mark þá þarftu að gera betur, en hún er bara góður markmaður og þessi leikur hjá okkur var í sjálfu sér í góðu lagi en svona er þetta.“ Pétur gaf svo ekki mikið upp um hvort að sínar konur hefðu átt að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Þú verður að spyrja einhvern annan að því, ég hef ekkert vit á þessu,“ sagði Pétur nokkuð léttur. Liðið fer nú að einbeita sér að deildinni og það er þétt prógramm fram undan. „Nú bara fókuserum við á Íslandsmótið og næsti leikur á sunnudaginn og svo bara koll af kolli.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti