Fótbolti

Ramos vill ekki að Messi fari frá Spáni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sergio Ramos og Lionel Messi hafa margoft mæst á undanförnum árum. Ramos vill að það haldi áfram.
Sergio Ramos og Lionel Messi hafa margoft mæst á undanförnum árum. Ramos vill að það haldi áfram. getty/Diego Souto

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, vill ekki að Lionel Messi fari frá Barcelona en segir að hann hafi fullan rétt á að ákveða sína framtíð sjálfur.

Messi hefur óskað eftir því að yfirgefa Barcelona, félagið sem hann hefur leikið með allan sinn feril. Hann hefur m.a. verið orðaður við Manchester City.

Ramos og Messi hafa marga hildina háð í gegnum tíðina og sá fyrrnefndi vill ekki missa Argentínumanninn úr spænsku úrvalsdeildinni.

„Messi hefur unnið sér inn rétt til að ákveða sína framtíð en ég veit ekki hvort hann er að fara bestu leiðina að því,“ sagði Ramos á blaðamannafundi fyrir leik Spánar og Þýskalands í Þjóðadeildinni í gær.

„Við viljum halda honum. Hann gerir spænsku deildina betri og liðið sitt betra. Svo gerir hann El Clasíco-leikina meira heillandi. Við viljum vinna þá bestu og hann er einn af þeim bestu í heimi.“

Faðir Messi og umboðsmaður, Jorge, átti fund með forseta Barcelona, Josep Bartomeu, í gær þar sem hann freistaði þess að leysa deilu sonar síns og félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×