Emil Hallfreðsson áfram hjá Padova Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. september 2020 18:45 Emil Hallfreðsson mun leika áfram með Padova á Ítalíu. Hann er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem mætir Englandi á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska C-deildarliðsins Padova á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Emil í viðtali við íþróttadeild RÚV í dag. Þrátt fyrir að vera 36 ára gamall þá höfðu þó nokkur lið áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Á endanum ákvað hann þó að vera áfram hjá Padova. Einhver umræða myndaðist í kringum það að Emil væri í landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann segir þá umræðu hafa verið á villigötum. „Ég var með samning til 31.ágúst við Padova, tímabilið lengdist vegna kórónufaraldursins og eðli málsins samkvæmt var samningurinn framlengdur þar sem við vorum í úrslitakeppni. Ég er búinn að vera undanfarna tíu daga bara í undirbúningstímabili með þeim og kem því í góðu standi í þessa landsleiki“ sagði Emil við íþróttadeild RÚV. Padova ætlar sér upp um deild og á Emil að hjálpa liðinu innanvallar sem utan. „Padova er með spennandi verkefni í gangi og vilja fara beint upp. Ég þekki þjálfarann [Andrea Mandorlini] vel og hann lagði mikið kapp á að fá mig þannig það ríkir gríðarlegt traust á milli okkar. Ég á bara eftir að skrifa undir, þeir ætluðu að senda mér samninginn í tölvupósti eða faxi í dag eða á morgun.“ Emil og fjölskyldu líður vel á Ítalíu, enda verið þar í tæp fimmtán ár. Landsliðsmaðurinn skrifar undir áframhaldandi samning við Padova á næstu dögum.https://t.co/kLbUiwBdY5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2020 „Ég fór í smá sumarfrí og það kom áhugi frá tveimur eða þremur öðrum liðum utan Ítalíu en á endanum tók ég ákvörðun fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína að vera áfram hjá Padova. Við erum að fara út á okkar 14 ár á Ítalíu og þetta er bara orðið okkar annað heimili,“ sagði Emil að lokum. Emil verður að öllum líkindum í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Þremur dögum síðar mætir það Belgíu ytra. Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020 Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson verður áfram í herbúðum ítalska C-deildarliðsins Padova á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Emil í viðtali við íþróttadeild RÚV í dag. Þrátt fyrir að vera 36 ára gamall þá höfðu þó nokkur lið áhuga á því að fá hann í sínar raðir. Á endanum ákvað hann þó að vera áfram hjá Padova. Einhver umræða myndaðist í kringum það að Emil væri í landsliðshópnum sem mætir Englandi og Belgíu í Þjóðadeildinni. Hann segir þá umræðu hafa verið á villigötum. „Ég var með samning til 31.ágúst við Padova, tímabilið lengdist vegna kórónufaraldursins og eðli málsins samkvæmt var samningurinn framlengdur þar sem við vorum í úrslitakeppni. Ég er búinn að vera undanfarna tíu daga bara í undirbúningstímabili með þeim og kem því í góðu standi í þessa landsleiki“ sagði Emil við íþróttadeild RÚV. Padova ætlar sér upp um deild og á Emil að hjálpa liðinu innanvallar sem utan. „Padova er með spennandi verkefni í gangi og vilja fara beint upp. Ég þekki þjálfarann [Andrea Mandorlini] vel og hann lagði mikið kapp á að fá mig þannig það ríkir gríðarlegt traust á milli okkar. Ég á bara eftir að skrifa undir, þeir ætluðu að senda mér samninginn í tölvupósti eða faxi í dag eða á morgun.“ Emil og fjölskyldu líður vel á Ítalíu, enda verið þar í tæp fimmtán ár. Landsliðsmaðurinn skrifar undir áframhaldandi samning við Padova á næstu dögum.https://t.co/kLbUiwBdY5— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2020 „Ég fór í smá sumarfrí og það kom áhugi frá tveimur eða þremur öðrum liðum utan Ítalíu en á endanum tók ég ákvörðun fyrir sjálfan mig og fjölskylduna mína að vera áfram hjá Padova. Við erum að fara út á okkar 14 ár á Ítalíu og þetta er bara orðið okkar annað heimili,“ sagði Emil að lokum. Emil verður að öllum líkindum í eldlínunni með íslenska liðinu sem mætir Englandi á Laugardalsvelli á laugardaginn kemur. Þremur dögum síðar mætir það Belgíu ytra. Allt í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Sýnt verður beint frá öllum leikjum Íslands í Þjóðadeildinni á Stöð 2 Sport. Riðlakeppnin hefst 5. september og lýkur 18. nóvember á þessu ári. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ísland - England (Laugardalsvöllur) - 5.9.2020 Belgía - Ísland (Óvíst) - 8.9.2020 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur) - 11.10.2020 Ísland - Belgía (Laugardalsvölur) - 14.10.2020 Danmörk - Ísland (Parken) - 14.11.2020 England - Ísland (Wembley) - 18.11.2020
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira