Erlent

Þrír látnir eftir bruna á Grænlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Paamiut á suðvesturhluta Grænlands. Myndin er úr safni.
Paamiut á suðvesturhluta Grænlands. Myndin er úr safni. Getty

Þrír eru látnir eftir eldur kom upp í íbúðahúsi í Paamiut á vesturströnd Grænlands í nótt.

Sermitsiaq.AG greinir frá þessu og segir eldinn hafa komið upp í tveggja hæða húsi. Lögreglu barst tilkynning um eldinn klukkan 2:26 að staðartíma.

Talsmaður lögreglu segir að til viðbótar hafi nokkrir slasast í eldsvoðanum þó að enn sé óvíst um fjölda og alvarleika sára þeirra.

Grænlenski fjölmiðillinn segir að eldsvoðinn hafi verið svo mikill að einhverjir íbúanna hafi þurft að stökkva út um glugga af annarri hæð hússins og við það slasast.

Lögregla á Grænlandi hefur óskað eftir aðstoð danskra brunamálayfirvalda og réttarlækna til að hjálpa til við rannsókn brunans.

Ekki liggur fyrir að svo stöddi hvað olli brunanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×