Segir Hvíta húsið vera í afneitun Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 18:31 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. AP/John Minchillo Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. Yfirvöld hafi ekki komið fram með ákveðna stefnu fyrir landið frá því að faraldurinn hófst og þjóðin líði fyrir það. „Hvíta húsið hefur ekkert lært af COVID,“ skrifar Cuomo í færslu sem hann birti í dag. Hann telur nauðsynlegt að einhver taki að sér leiðtogahlutverk þegar slík ógn steðjar að heilsu þjóðarinnar en það hafi ekki verið raunin. The White House has learned nothing from COVID. National threats require national leadership. It's been 6 months without a national strategy on testing or mask mandate.Only the federal government has the power to go to war with COVID.They are failing and the nation suffers.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 They are still in denial mode. Don't test and if we can't find the cases — they don’t exist.Great, then let's cure cancer by stopping screenings.Absurd!— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 Hann segir enga línu hafa legið fyrir varðandi grímunotkun eða skimanir á landsvísu undanfarna sex mánuði. Þvert á móti hafi ráðamenn verið í afneitun varðandi alvarleika faraldursins. „Ekki skima og ef við finnum ekki tilfellin – þá eru þau ekki til,“ skrifaði Cuomo og vísaði þar til orða Trump þar sem hann sagði umfangsmikla skimun greina of mörg tilfelli. Bandaríkin kæmu illa út þar sem smitum fjölgaði. Cuomo segir ríkisstjórnina eina hafa kraftinn og völdin til þess að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum í landinu. Henni sé að mistakast það. Tæplega sex milljónir hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 í Bandaríkjunum og hátt í 200 þúsund hafa látist. Staðan var einna verst í New York-ríki á tímabili, en alls hafa 438 þúsund greinst með veiruna þar og rúmlega 32 þúsund látist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fólk frá ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna sæti tveggja vikna sóttkví Yfirvöld í New York, New Jersey og Connecticut hafa ákveðið að fólk sem kemur frá ríkjum þar sem kórónuveiran er enn í miklum vexti skuli sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. 25. júní 2020 10:06 Bindur enda á útgöngubann í New York Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. 7. júní 2020 17:07 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. Yfirvöld hafi ekki komið fram með ákveðna stefnu fyrir landið frá því að faraldurinn hófst og þjóðin líði fyrir það. „Hvíta húsið hefur ekkert lært af COVID,“ skrifar Cuomo í færslu sem hann birti í dag. Hann telur nauðsynlegt að einhver taki að sér leiðtogahlutverk þegar slík ógn steðjar að heilsu þjóðarinnar en það hafi ekki verið raunin. The White House has learned nothing from COVID. National threats require national leadership. It's been 6 months without a national strategy on testing or mask mandate.Only the federal government has the power to go to war with COVID.They are failing and the nation suffers.— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 They are still in denial mode. Don't test and if we can't find the cases — they don’t exist.Great, then let's cure cancer by stopping screenings.Absurd!— Andrew Cuomo (@NYGovCuomo) August 30, 2020 Hann segir enga línu hafa legið fyrir varðandi grímunotkun eða skimanir á landsvísu undanfarna sex mánuði. Þvert á móti hafi ráðamenn verið í afneitun varðandi alvarleika faraldursins. „Ekki skima og ef við finnum ekki tilfellin – þá eru þau ekki til,“ skrifaði Cuomo og vísaði þar til orða Trump þar sem hann sagði umfangsmikla skimun greina of mörg tilfelli. Bandaríkin kæmu illa út þar sem smitum fjölgaði. Cuomo segir ríkisstjórnina eina hafa kraftinn og völdin til þess að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum í landinu. Henni sé að mistakast það. Tæplega sex milljónir hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 í Bandaríkjunum og hátt í 200 þúsund hafa látist. Staðan var einna verst í New York-ríki á tímabili, en alls hafa 438 þúsund greinst með veiruna þar og rúmlega 32 þúsund látist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fólk frá ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna sæti tveggja vikna sóttkví Yfirvöld í New York, New Jersey og Connecticut hafa ákveðið að fólk sem kemur frá ríkjum þar sem kórónuveiran er enn í miklum vexti skuli sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. 25. júní 2020 10:06 Bindur enda á útgöngubann í New York Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. 7. júní 2020 17:07 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Fólk frá ákveðnum ríkjum Bandaríkjanna sæti tveggja vikna sóttkví Yfirvöld í New York, New Jersey og Connecticut hafa ákveðið að fólk sem kemur frá ríkjum þar sem kórónuveiran er enn í miklum vexti skuli sæta tveggja vikna sóttkví við komuna til ríkjanna. 25. júní 2020 10:06
Bindur enda á útgöngubann í New York Borgarstjóri New York-borgar, Bill de Blasio, hefur ákveðið að afnema útgöngubann í borginni, einum degi á undan áætlun. 7. júní 2020 17:07