Samstaða innan ríkisstjórnar um lokun landsins Jakob Bjarnar skrifar 28. ágúst 2020 15:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi ríkt og ríki samstaða innan ríkisstjórnar um það sem margir vilja kalla lokun landsins; hertar aðgerðir við skimun á landamærum og auknar kröfur um sóttkví. Ýmsir aðilar innan ferðaþjónustunnar telja þetta banabita greinarinnar. Þetta sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi nú fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði þá ítrekað spurningu sína þess efnis til forsætisráðherra. Hún kvartaði sáran undan því að engin svör fengjumst frá ríkisstjórninni. Engar áætlanir lægju fyrir, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins óskaði einnig eftir svörum í þeim efnum. Hann sagði það mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að það lægi fyrir einhver sviðsmynd; með hvaða hætti verði tekið á því ef þróun verður með einum hætti eða öðrum. Óvissan væri óbærileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskaði eftir svörum við stefnu ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Sigmundur sagði að fyrst hafi verið miðað við það að heilbrigðiskerfið stæðist álagið en hvað svo og hvað nú? Katrín sagðist eiga erfitt með að átta sig á afstöðu Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í þessum efnum. Landinu lokað og engin svör fást Víst var að Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau svör sem Katrín bauð upp á og Þorgerður Katrín hjó í sömu knérunn seinna í fyrirspurnartímanum. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að um væri að ræða erfiðar og snúnar ákvarðanir sem taka þyrfti vegna heimsfaraldursins. En hún óttaðist enn dýpri kreppu vegna ávarðana ríkisstjórnarinnar. Afleiðingar hinna hörðu aðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki væru gríðarlegar. Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórnin hafi lagt upp með að liðkað yrði til fyrir komu fólks til landsins í upphafi, en svo hafi orðið kúvending þegar veiran lét á sér kræla að nýju. „Landinu lokað fyrirvaralaust,“ sagði Þorgerður Katrín. Og að engin svör fengjust. „Veiran er sjálfri sér samkvæm en ríkisstjórnin er það ekki,“ sagði Þorgerður Katrín og kvartaði undan því að engar áætlanir lægju fyrir og engin svör fengjust. Hafnar því að um kúvendingu sé að ræða „Herra forseti. Það varð kúvending. Af hverju var kúvent? Það er það sem við erum að biðja um svör við. Enn og aftur svarar forsætisráðherra ekki spurningunni. Var samstaða innan ríkisstjórnarinnar um að fara þessa leið?“ spurði Þorgerður og taldi það mikilvægt að fólk skyldi hvað byggi að baki, þó það þyrfti ekki endilega að vera þeim leiðum sammála og það þyrfti að rökstyðja vandlega ákvarðanir sem skerða frelsi fólks. Katrín Jakobsdóttir hafnaði því að um væri að ræða kúvendingu, sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tækju mið af gögnum sem fyrir lægju og nýjum aðstæðum hverju sinni. Greining smita á landamærum bendi eindregið til þess að til að faraldurinn væri í vexti á heimsvísu. Og forgangur ríkisstjórnarinnar væri fyrst heilsa almennings og öryggi og svo væri litið til efnahagslegra stærða og félagslegra aðstæðna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi ríkt og ríki samstaða innan ríkisstjórnar um það sem margir vilja kalla lokun landsins; hertar aðgerðir við skimun á landamærum og auknar kröfur um sóttkví. Ýmsir aðilar innan ferðaþjónustunnar telja þetta banabita greinarinnar. Þetta sagði Katrín í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi nú fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafði þá ítrekað spurningu sína þess efnis til forsætisráðherra. Hún kvartaði sáran undan því að engin svör fengjumst frá ríkisstjórninni. Engar áætlanir lægju fyrir, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins óskaði einnig eftir svörum í þeim efnum. Hann sagði það mikilvægt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að það lægi fyrir einhver sviðsmynd; með hvaða hætti verði tekið á því ef þróun verður með einum hætti eða öðrum. Óvissan væri óbærileg. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, óskaði eftir svörum við stefnu ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldursins í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi fyrr í dag.Vísir/Vilhelm Sigmundur sagði að fyrst hafi verið miðað við það að heilbrigðiskerfið stæðist álagið en hvað svo og hvað nú? Katrín sagðist eiga erfitt með að átta sig á afstöðu Sigmundar Davíðs og Miðflokksins í þessum efnum. Landinu lokað og engin svör fást Víst var að Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrir þau svör sem Katrín bauð upp á og Þorgerður Katrín hjó í sömu knérunn seinna í fyrirspurnartímanum. Hún sagðist gera sér grein fyrir því að um væri að ræða erfiðar og snúnar ákvarðanir sem taka þyrfti vegna heimsfaraldursins. En hún óttaðist enn dýpri kreppu vegna ávarðana ríkisstjórnarinnar. Afleiðingar hinna hörðu aðgerða fyrir einstaklinga og fyrirtæki væru gríðarlegar. Þorgerður Katrín sagði að ríkisstjórnin hafi lagt upp með að liðkað yrði til fyrir komu fólks til landsins í upphafi, en svo hafi orðið kúvending þegar veiran lét á sér kræla að nýju. „Landinu lokað fyrirvaralaust,“ sagði Þorgerður Katrín. Og að engin svör fengjust. „Veiran er sjálfri sér samkvæm en ríkisstjórnin er það ekki,“ sagði Þorgerður Katrín og kvartaði undan því að engar áætlanir lægju fyrir og engin svör fengjust. Hafnar því að um kúvendingu sé að ræða „Herra forseti. Það varð kúvending. Af hverju var kúvent? Það er það sem við erum að biðja um svör við. Enn og aftur svarar forsætisráðherra ekki spurningunni. Var samstaða innan ríkisstjórnarinnar um að fara þessa leið?“ spurði Þorgerður og taldi það mikilvægt að fólk skyldi hvað byggi að baki, þó það þyrfti ekki endilega að vera þeim leiðum sammála og það þyrfti að rökstyðja vandlega ákvarðanir sem skerða frelsi fólks. Katrín Jakobsdóttir hafnaði því að um væri að ræða kúvendingu, sagði að aðgerðir ríkisstjórnarinnar tækju mið af gögnum sem fyrir lægju og nýjum aðstæðum hverju sinni. Greining smita á landamærum bendi eindregið til þess að til að faraldurinn væri í vexti á heimsvísu. Og forgangur ríkisstjórnarinnar væri fyrst heilsa almennings og öryggi og svo væri litið til efnahagslegra stærða og félagslegra aðstæðna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira