Ísland án margra lykilmanna í leiknum við England: Aron Einar og Gylfi ekki með Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 13:15 Landliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðinn Gylfi Þór Sigurðsson verða ekki með íslenska landsliðinu á móti Englandi og Belgíu. EPA/MIGUEL A. LOPES Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu valdi í dag leikmannahópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki íslenska liðsins í Þjóðadeildinni 2020-21. Þessi leikir við England og Belgíu eru um leið fyrstu leikir Erik Hamrén með aðallið landsliðsins síðan í nóvember á síðasta ári. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september og spilar síðan við Belgíu í Brussel þremur dögum síðar. Það eru mikil forföll í íslenska hópnum en auk þess að það vantar bæði landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðann Gylfa Þór Sigurðsson þá eru þeir Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason einnig fjarverandi í þessu verkefni. Ragnar, Jóhann Berg og Alfreð hafa verið að glíma við meiðsli en Gylfi er aftur á móti að gera góða hluti með Everton á undirbúningstímabilinu. Á fundinum kom í ljós að Ragnar og Rúnar Már Sigurjónsson séu meiddir en að þeir Gylfi, Alfreð og Jóhann Berg hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefn. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er að fara að eignast sitt þriðja barn og verður því ekki með í þessu verkefni en hann hefur áður fórnað fæðingu barns síns fyrir landsleik í Kasakstan. Það var þó ekki barnið sem stoppaði hann því Al Arabi, félagið hans Arons, nýtti sér nýja reglu FIFA til að neita Aroni um að taka þátt í leikjunum. Erik Hamrén gefur ungum leikmanni tækifæri í þessu verkefni því Andri Fannar Baldursson er í hópnum en Ísak Bergmann Jóhannesson er það ekki. Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson eru báðir með sem og Patrik Sigurður Gunnarsson og Alfons Sampsted. Albert Guðnundsson og Hólmbert Aron Friðjónsson koma líka báðir inn í landsliðshópinn. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson eru báðir í hópnum þótt að þeir séu án félags. Það verkur líka athygli að Hamrén velur fjóra markmenn í hópinn að þessu sinn en það er vegna þess að Hannes Þór Halldórsson fer ekki út til Belgíu. Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar Þjóðadeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu valdi í dag leikmannahópinn sinn fyrir fyrstu tvo leiki íslenska liðsins í Þjóðadeildinni 2020-21. Þessi leikir við England og Belgíu eru um leið fyrstu leikir Erik Hamrén með aðallið landsliðsins síðan í nóvember á síðasta ári. Ísland mætir Englandi á Laugardalsvelli 5. september og spilar síðan við Belgíu í Brussel þremur dögum síðar. Það eru mikil forföll í íslenska hópnum en auk þess að það vantar bæði landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson og varafyrirliðann Gylfa Þór Sigurðsson þá eru þeir Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason einnig fjarverandi í þessu verkefni. Ragnar, Jóhann Berg og Alfreð hafa verið að glíma við meiðsli en Gylfi er aftur á móti að gera góða hluti með Everton á undirbúningstímabilinu. Á fundinum kom í ljós að Ragnar og Rúnar Már Sigurjónsson séu meiddir en að þeir Gylfi, Alfreð og Jóhann Berg hafi ekki gefið kost á sér í þetta verkefn. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Englandi og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against England and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/6PxJfoZUcg— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 28, 2020 Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er að fara að eignast sitt þriðja barn og verður því ekki með í þessu verkefni en hann hefur áður fórnað fæðingu barns síns fyrir landsleik í Kasakstan. Það var þó ekki barnið sem stoppaði hann því Al Arabi, félagið hans Arons, nýtti sér nýja reglu FIFA til að neita Aroni um að taka þátt í leikjunum. Erik Hamrén gefur ungum leikmanni tækifæri í þessu verkefni því Andri Fannar Baldursson er í hópnum en Ísak Bergmann Jóhannesson er það ekki. Jón Dagur Þorsteinsson og Mikael Neville Anderson eru báðir með sem og Patrik Sigurður Gunnarsson og Alfons Sampsted. Albert Guðnundsson og Hólmbert Aron Friðjónsson koma líka báðir inn í landsliðshópinn. Emil Hallfreðsson og Jón Guðni Fjóluson eru báðir í hópnum þótt að þeir séu án félags. Það verkur líka athygli að Hamrén velur fjóra markmenn í hópinn að þessu sinn en það er vegna þess að Hannes Þór Halldórsson fer ekki út til Belgíu. Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
Landsliðshópur Íslands í leikjunum á móti Englandi og Belgíu: Hannes Þór Halldórsson | Valur Ögmundur Kristinsson | Olympiacos Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon FCO Patrik Sigurður Gunnarsson | Brentford Ari Freyr Skúlason | KV Oostende Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva Kári Árnason | Víkingur R. Guðlaugur Victor Pálsson | SV Darmstadt 98 Sverrir Ingi Ingason | PAOK Hólmar Örn Eyjólfsson | Levski Sofia Jón Guðni Fjóluson Alfons Sampsted | Bodø/Glimt Hjörtur Hermannsson | Bröndby Samúel Kári Friðjónsson | Paderborn Birkir Bjarnason | Brescia Emil Hallfreðsson Andri Fannar Baldursson | Bologna Arnór Ingvi Traustason | Malmö FF Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva Jón Dagur Þorsteinsson | AGF Mikael Neville Anderson | Midtjylland Jón Daði Böðvarsson | Millwall Kolbeinn Sigþórsson | AIK Hólmbert Aron Friðjónsson | Aalesund Albert Guðmundsson | AZ Alkmaar
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Sjá meira