Ísland fyrir neðan Færeyjar og Gíbraltar á lista UEFA Sindri Sverrisson skrifar 28. ágúst 2020 12:22 FH tapaði gegn Dunajská Streda í gær. VÍSIR/DANÍEL Aðeins örfá lönd eru neðar en Ísland á stigalista UEFA, þar sem árangur félagsliða í knattspyrnu karla er notaður til að raða löndum niður. Færeyjar og Gíbraltar eru ofar. Íslensku félagsliðin fjögur sem leika í Evrópukeppnum í ár hafa öll tapað sínum leikjum. FH, Víkingur R. og Breiðablik féllu úr leik í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í gær, og áður hafði KR tapað gegn Celtic í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. KR leikur því í 2. umferð Evrópudeildarinnar og getur með sigri þar lagað stöðu Íslands. Árið 2018 var Ísland í 35. sæti stigalista UEFA og hafði haldið því sæti í þrjár leiktíðir. Stigalistinn tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og í ljósi slaks árangurs síðustu tvö ár hefur Ísland hrunið niður listann. Ísland var í 46. sæti listans eftir síðasta keppnistímabil, en er í 50. sæti eftir úrslitin í fyrstu umferðunum í ár. Sú staða getur aðeins batnað ef að KR nær góðum úrslitum í september. Núverandi staða á lista UEFA. Hér má sjá stig hvers lands á hverju ári, síðustu fimm ár, og samanlögð stig. Eins og sjá má er Ísland með 0,5 stig síðasta árið, en það gæti hækkað ef KR vinnur í september.skjáskot/kassiesa.net Færeyingar græða á gefins sigri Gíbraltar og Færeyjar komast upp fyrir Ísland, en þar vegur þungt að færeyska liðinu KÍ var úrskurðaður sigur gegn Slovan Bratislava í undankeppni Meistaradeildarinnar, eftir að smit kom upp hjá slóvakíska liðinu. Ísland er einnig fyrir neðan Kósóvó sem þó hefur aðeins átt fulltrúa í Evrópukeppnunum síðustu þrjú ár, og hefur því ekki haft fimm ár til að safna stigum eins og önnur lið. Aðeins Svartfjallaland, Wales, Eistland, Andorra og San Marínó eru fyrir neðan Ísland á listanum eins og hann er í dag. Spánn, England, Ítalía og Þýskaland eru efst og eiga þessi lönd sjö fulltrúa hvert í Evrópukeppnunum. UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Aðeins örfá lönd eru neðar en Ísland á stigalista UEFA, þar sem árangur félagsliða í knattspyrnu karla er notaður til að raða löndum niður. Færeyjar og Gíbraltar eru ofar. Íslensku félagsliðin fjögur sem leika í Evrópukeppnum í ár hafa öll tapað sínum leikjum. FH, Víkingur R. og Breiðablik féllu úr leik í 1. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í gær, og áður hafði KR tapað gegn Celtic í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. KR leikur því í 2. umferð Evrópudeildarinnar og getur með sigri þar lagað stöðu Íslands. Árið 2018 var Ísland í 35. sæti stigalista UEFA og hafði haldið því sæti í þrjár leiktíðir. Stigalistinn tekur mið af árangri síðustu fimm ára, og í ljósi slaks árangurs síðustu tvö ár hefur Ísland hrunið niður listann. Ísland var í 46. sæti listans eftir síðasta keppnistímabil, en er í 50. sæti eftir úrslitin í fyrstu umferðunum í ár. Sú staða getur aðeins batnað ef að KR nær góðum úrslitum í september. Núverandi staða á lista UEFA. Hér má sjá stig hvers lands á hverju ári, síðustu fimm ár, og samanlögð stig. Eins og sjá má er Ísland með 0,5 stig síðasta árið, en það gæti hækkað ef KR vinnur í september.skjáskot/kassiesa.net Færeyingar græða á gefins sigri Gíbraltar og Færeyjar komast upp fyrir Ísland, en þar vegur þungt að færeyska liðinu KÍ var úrskurðaður sigur gegn Slovan Bratislava í undankeppni Meistaradeildarinnar, eftir að smit kom upp hjá slóvakíska liðinu. Ísland er einnig fyrir neðan Kósóvó sem þó hefur aðeins átt fulltrúa í Evrópukeppnunum síðustu þrjú ár, og hefur því ekki haft fimm ár til að safna stigum eins og önnur lið. Aðeins Svartfjallaland, Wales, Eistland, Andorra og San Marínó eru fyrir neðan Ísland á listanum eins og hann er í dag. Spánn, England, Ítalía og Þýskaland eru efst og eiga þessi lönd sjö fulltrúa hvert í Evrópukeppnunum.
UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira