Formaður KSÍ segir gagnrýni Rúnars ósanngjarna Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2020 14:45 Guðni Bergsson og hans fólk hjá KSÍ hefur haft í nógu að snúast undanfarið vegna kórónuveirufaraldursins. mynd/skjáskot Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur sent frá sér pistil þar sem hann svarar gagnrýni Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Rúnar sagði í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason að svo virtist sem að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni hefði skipt KSÍ meira máli en leikir íslensku félagsliðanna eins og KR í Evrópukeppnum. KR þurfti að fara í sóttkví við komuna til Íslands eftir tap gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en fékk svo að breyta yfir í vinnusóttkví frá og með síðasta laugardegi og gat þá byrjað að æfa að nýju. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands. Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin,“ sagði Rúnar. Guðni segir þessa gagnrýni ósanngjarna og að hann geti engan veginn tekið undir það að starfsfólk KSÍ hafi ekki sinnt sínum aðildarfélögum sem skyldu. Mun meiri tími hafi farið í að sinna þeim heldur en að undirbúa landsleiki. Á endanum beri KSÍ eins og öðrum í samfélaginu skylda til að fylgja settum reglum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnalæknis. Pistilinn má lesa hér að neðan. Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir. KSÍ KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira
Guðni Bergsson formaður KSÍ hefur sent frá sér pistil þar sem hann svarar gagnrýni Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Rúnar sagði í viðtali við Ríkharð Óskar Guðnason að svo virtist sem að landsleikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni hefði skipt KSÍ meira máli en leikir íslensku félagsliðanna eins og KR í Evrópukeppnum. KR þurfti að fara í sóttkví við komuna til Íslands eftir tap gegn Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en fékk svo að breyta yfir í vinnusóttkví frá og með síðasta laugardegi og gat þá byrjað að æfa að nýju. „Þetta er bara staðan. Við verðum að sætta okkur við þetta og keyra á þetta áfram. Við erum ekkert öðruvísi en aðrir og maður hefði viljað sjá KSÍ beita sér meira fyrir félögin í landinu, frekar en, eins og þetta virðist vera, að það sé meira verið að hugsa um leik Englands og Íslands. Það virðist vera hugsað meira um þann leik en félögin,“ sagði Rúnar. Guðni segir þessa gagnrýni ósanngjarna og að hann geti engan veginn tekið undir það að starfsfólk KSÍ hafi ekki sinnt sínum aðildarfélögum sem skyldu. Mun meiri tími hafi farið í að sinna þeim heldur en að undirbúa landsleiki. Á endanum beri KSÍ eins og öðrum í samfélaginu skylda til að fylgja settum reglum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnalæknis. Pistilinn má lesa hér að neðan. Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir.
Pistill formanns KSÍ: Ósanngjörn gagnrýni Frá því að seinni bylgja Covid-veirunnar hóf göngu sína hefur starfsfólk KSÍ unnið hörðum höndum við að greina og skýra stöðuna, vernda hagsmuni og passa upp á framgang æfinga og leikja. Sú vinna hefur snúið að stjórnvöldum, UEFA og félögunum á Íslandi og felur í sér fleiri tugi funda í síma, yfir netið og í raunheimum auk þess sem hundruðir tölvupósta og símtala hafa gengið milli aðila. Undanfarnar vikur hefur UEFA, með stuðningi aðildarsambandanna, þurft að greina allar sviðsmyndir í þeim tilgangi að samræma aðgerðir og undanþágur á reglum í 55 þjóðlöndum til þess að alþjóðlegir leikir fari fram bæði hjá félagsliðum og landsliðum. Það er ábyrgð fólgin í því að segja að fólk sé ekki að vinna vinnuna sína. Ég sem formaður KSÍ get engan veginn tekið undir þá ósanngjörnu gagnrýni sem kom fram af hálfu þjálfara KR að starfsfólk sambandsins sé ekki að sinna aðildarfélögum okkar sem skyldi. Við getum fullyrt að það hefur farið mun meiri tími hjá okkur hér í KSÍ að sinna aðildarfélögunum okkar í þessu ástandi heldur en til undirbúnings landsleikja. Mótum var endurraðað með frestunum í bikarnum og á Íslandsmótum meistaraflokka og yngri flokka og nýir leikdagar fundnir á um 200 leiki. Ítarleg gögn voru unnin til þess að fá mótin okkar í gang aftur og undanþágu frá 2 metra reglunni þannig að fótboltinn og æfingar gætu aftur hafist. Okkar vinna var notuð sem fyrirmynd fyrir aðrar iþróttagreinar í sambærilegri stöðu. Á endanum ber okkur, rétt eins og öðrum í samfélaginu, skylda til að fylgja reglum jafnt sem leiðbeiningum og tilmælum stjórnvalda og sóttvarnarlæknis. Við verðum að hlíta því og standa saman þegar mest á reynir.
KSÍ KR Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Sjá meira