Tókst nokkuð sem engum hefur áður tekist Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2020 14:00 Lewandowski fagnaði vel og innilega er sigurinn var í höfn enda hans fyrsti Meistaradeildartitill. Julian Finney/Getty Image Bayern München vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með varð Bayern fyrsta liðið til að fara í gegnum keppnina með fullt hús stiga, það er liðið vann alla leiki sína. Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil í röðum Bayern. Þó svo hann hafi ekki skorað í úrslitaleiknum gegn PSG þá setti hann met með sigrinum í gær sem verður seint slegið. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna þrennuna – það er deild, bikar og Meistaradeild – ásamt því að vera markahæstur í öllum þremur keppnum. Gælunafnið „Lewan-goal-ski“ er ekkert svo galið eftir allt saman. Tímabilið í ár hefur verið skrýtið vegna kórónufaraldursins. Það sannaðist þegar Kjartan Atli Kjartansson benti þeim sem horfðu á úrslitaleik gærdagsins á Stöð 2 Sport 2 á þá staðreynd að þegar tímabilið hófst var Lewandowski aðeins þrítugur en hann er orðinn 32 ára í dag. Framherjinn magnaði skoraði fleiri mörk en hann lék leiki í hverri keppni á nýafstöðnu tímabili. Hann spilaði 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni er Bayern landaði enn einum meistaratitli. Í þeim skoraði hann 34 mörk, ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Hann gerði gott betur í Meistaradeild Evrópu þar sem hann skoraði 15 mörk í aðeins tíu leikjum ásamt því að leggja upp sex. Að lokum skoraði hann sex mörk í fimm bikarleikjum. Alls gera þetta 55 mörk og tíu stoðsendingar í 47 leikjum. Never stop dreaming. Never give up when you fail. Work hard to achieve your goal @fcbayern #MiaSanMia pic.twitter.com/iYTD8ROYoK— Robert Lewandowski (@lewy_official) August 23, 2020 Það virðist sem Lewandowski verði aðeins betri með aldrinum. Hann hefur nú skorað alls 236 mörk í 321 leik í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern og Borussia Dortmund ásamt því að leggja upp 65. Í Meistaradeildinni eru mörkin orðin 68 talsins í 90 leikjum og þá hefur hann lagt upp 22 mörk á samherja sína. Lewandowski ákvað að athuga hversu sterk gullmedalía sín væri.Michael Regan/Getty Images Það er svo sannarlega synd að Gullknötturinn [Ballon d'Or] verði ekki veittur í ár en það er erfitt að mótmæla því að Lewandowski eigi hann skilið að þessu sinni. Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira
Bayern München vann Paris Saint-Germain 1-0 í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Þar með varð Bayern fyrsta liðið til að fara í gegnum keppnina með fullt hús stiga, það er liðið vann alla leiki sína. Pólski framherjinn Robert Lewandowski hefur átt magnað tímabil í röðum Bayern. Þó svo hann hafi ekki skorað í úrslitaleiknum gegn PSG þá setti hann met með sigrinum í gær sem verður seint slegið. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögunni til að vinna þrennuna – það er deild, bikar og Meistaradeild – ásamt því að vera markahæstur í öllum þremur keppnum. Gælunafnið „Lewan-goal-ski“ er ekkert svo galið eftir allt saman. Tímabilið í ár hefur verið skrýtið vegna kórónufaraldursins. Það sannaðist þegar Kjartan Atli Kjartansson benti þeim sem horfðu á úrslitaleik gærdagsins á Stöð 2 Sport 2 á þá staðreynd að þegar tímabilið hófst var Lewandowski aðeins þrítugur en hann er orðinn 32 ára í dag. Framherjinn magnaði skoraði fleiri mörk en hann lék leiki í hverri keppni á nýafstöðnu tímabili. Hann spilaði 31 leik í þýsku úrvalsdeildinni er Bayern landaði enn einum meistaratitli. Í þeim skoraði hann 34 mörk, ásamt því að leggja upp fjögur til viðbótar. Hann gerði gott betur í Meistaradeild Evrópu þar sem hann skoraði 15 mörk í aðeins tíu leikjum ásamt því að leggja upp sex. Að lokum skoraði hann sex mörk í fimm bikarleikjum. Alls gera þetta 55 mörk og tíu stoðsendingar í 47 leikjum. Never stop dreaming. Never give up when you fail. Work hard to achieve your goal @fcbayern #MiaSanMia pic.twitter.com/iYTD8ROYoK— Robert Lewandowski (@lewy_official) August 23, 2020 Það virðist sem Lewandowski verði aðeins betri með aldrinum. Hann hefur nú skorað alls 236 mörk í 321 leik í þýsku úrvalsdeildinni fyrir Bayern og Borussia Dortmund ásamt því að leggja upp 65. Í Meistaradeildinni eru mörkin orðin 68 talsins í 90 leikjum og þá hefur hann lagt upp 22 mörk á samherja sína. Lewandowski ákvað að athuga hversu sterk gullmedalía sín væri.Michael Regan/Getty Images Það er svo sannarlega synd að Gullknötturinn [Ballon d'Or] verði ekki veittur í ár en það er erfitt að mótmæla því að Lewandowski eigi hann skilið að þessu sinni.
Fótbolti Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Sjá meira