Erlent

Fundu þúsund ára gamlan fjár­sjóð í Ísrael

Atli Ísleifsson skrifar
Fjársjóðurinn fannst við uppgröft í Yavn Tel Aviv í Ísrael.
Fjársjóðurinn fannst við uppgröft í Yavn Tel Aviv í Ísrael. AP

Krús með um 1.100 ára gömlum gullmyntum hefur fundist við uppgröft í Ísrael.

Það var hópur ungra sjálfboðaliða sem fann fjársjóðinn. Er unnið að uppgreftrinum í Yavn Tel Aviv, en til stendur að reisa íbúðabyggingar á svæðinu.

Myntirnar eru alls 425 talsins og úr skíragulli frá tímum kalífati Abbasída, sem var stórveldi í Miðausturlöndum frá 700 til 1200.

„Manneskjan sem gróf þennan fjársjóð fyrir um 1.100 árum hlýtur að hafa ætlað sér að sækja hann aftur síðar og lokaði krúsinni með nagla. Við getum bara látið okkur geta hvað hafi orðið til þess að hann sótti ekki fjársjóðinn aftur,“ segir Liat Nadav-Ziv sem stýrir uppgreftrinum.

Robert Kool, sérfræðingur í ráðuneyti fornminja í Ísrael, segir að um merkilegan fund sé að ræða, enda sé ljóst að um mikla fjárhæð að ræða. „Með þessa summu hefði maður til dæmis getað keypt glæsihús í einu af bestu hverfunum í Fustat, höfuðborg Egyptalands á þessum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×