Innlent

Ekkert smit í fyrri skimun ráðherra

Andri Eysteinsson skrifar
Ríkisstjórn Íslands haust 2019
Ríkisstjórn Íslands haust 2019

Niðurstöður hafa fengist úr fyrri skimun ráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og reyndist sýni tekin neikvæð í öllum tilfellum. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Allir ráðherrarnir nema Heilbrigðisráðherra og Félags- og Barnamálaráðherra þurftu að fara í skimun eftir að smit greindust á Hótel Rangá þar sem hluti ríkisstjórnarinnar hafði fundað.

Ráðherrarnir munu fara í síðari skimun á mánudaginn næsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×