Hringurinn komin aftur á fingurinn eftir sautján ára fjarveru Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. mars 2020 19:15 Sigrún Elva Reynisdóttir í Hveragerði stökk hæð sína þegar hún frétti að hringurinn sinn hafi fundist en hann hafði verið týndur í sautján ár. Hringurinn fannst á Árbæjarsafninu. Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu, sem býr í Hveragerði en vinnur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi eftir að týndi hringurinn fannst og er nú komin aftur á höndina á henni eftir 17 ára aðskilnað. Eiginmaður hennar er Ingólfur Guðnason, garðyrkjumaður. En hver er saga hringsins? „Þegar ég varð þrítugt þá fékk ég þennan hring í þrítugs afmælisgjöf frá manninum mínum, hann er mjög sérstakur, ég held að það sé ekki til neinn svona hringur. Svo tíu árum seinna, ég hafði ekki notað hann mikið því hann hafði ekki passað á mig, ég var nýbúin að láta stækka hann og þá varð það ekki nóg, þannig að ég tek hann af mér og set á litla putta og ætla að nota hann þannig en þá var hann of víður“, segir Sigrún Elfa. Svo fer Sigrún Elfa með dóttur sinni og bekknum hennar á Árbæjarafnið í Reykjavík í skoðunarferð og þá hefur hringurinn dottið af. Hún hafði mörgum sinnum samband við safnið til að spyrja um hringinn en hann hafði aldrei fundist. „Ég sagði ekki manninum mínum frá þessu því ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa týnt þessum fína hring. Svo er ég bara á föstudagskvöldi nýlega að skoða Facebook og skrolla niður og þá kemur allt í einu hringurinn í ljós, mér hitnaði bara allri, þetta var mjög sérstök tilfinning því ég hefði aldrei búist við að sjá hann aftur“, bætir Sigrún við.Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu enda eru hún svo ánægð með að vera búin að fá hringinn sinn aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Starfsfólk Árbæjarsafnsins hafði sem sagt fundið hringinn í einni geymslu safnsins, setti mynd af honum inn á Brask og brall. Sigrún Elfa fór í kjölfarið á safnið alsæl og sótti hringinn eftir 17 ára fjarveru. Saga hringsins er ótrúleg. „Já, allavega er hún gleðileg fyrir mig, mér finnst ofsalega gott að vera komin með hringinn, þá er maður ekki að pirra sig á því að hafa týnt honum“, segir Sigrún Elfa og hlær. Ástin og lífið Grímsnes- og Grafningshreppur Grín og gaman Hveragerði Reykjavík Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Sigrún Elva Reynisdóttir í Hveragerði stökk hæð sína þegar hún frétti að hringurinn sinn hafi fundist en hann hafði verið týndur í sautján ár. Hringurinn fannst á Árbæjarsafninu. Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu, sem býr í Hveragerði en vinnur á Sólheimum í Grímsnes og Grafningshreppi eftir að týndi hringurinn fannst og er nú komin aftur á höndina á henni eftir 17 ára aðskilnað. Eiginmaður hennar er Ingólfur Guðnason, garðyrkjumaður. En hver er saga hringsins? „Þegar ég varð þrítugt þá fékk ég þennan hring í þrítugs afmælisgjöf frá manninum mínum, hann er mjög sérstakur, ég held að það sé ekki til neinn svona hringur. Svo tíu árum seinna, ég hafði ekki notað hann mikið því hann hafði ekki passað á mig, ég var nýbúin að láta stækka hann og þá varð það ekki nóg, þannig að ég tek hann af mér og set á litla putta og ætla að nota hann þannig en þá var hann of víður“, segir Sigrún Elfa. Svo fer Sigrún Elfa með dóttur sinni og bekknum hennar á Árbæjarafnið í Reykjavík í skoðunarferð og þá hefur hringurinn dottið af. Hún hafði mörgum sinnum samband við safnið til að spyrja um hringinn en hann hafði aldrei fundist. „Ég sagði ekki manninum mínum frá þessu því ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa týnt þessum fína hring. Svo er ég bara á föstudagskvöldi nýlega að skoða Facebook og skrolla niður og þá kemur allt í einu hringurinn í ljós, mér hitnaði bara allri, þetta var mjög sérstök tilfinning því ég hefði aldrei búist við að sjá hann aftur“, bætir Sigrún við.Brosið fer ekki af Sigrúnu Elfu enda eru hún svo ánægð með að vera búin að fá hringinn sinn aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Starfsfólk Árbæjarsafnsins hafði sem sagt fundið hringinn í einni geymslu safnsins, setti mynd af honum inn á Brask og brall. Sigrún Elfa fór í kjölfarið á safnið alsæl og sótti hringinn eftir 17 ára fjarveru. Saga hringsins er ótrúleg. „Já, allavega er hún gleðileg fyrir mig, mér finnst ofsalega gott að vera komin með hringinn, þá er maður ekki að pirra sig á því að hafa týnt honum“, segir Sigrún Elfa og hlær.
Ástin og lífið Grímsnes- og Grafningshreppur Grín og gaman Hveragerði Reykjavík Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira