Fótbolti

Engir áhorfendur í spænsku deildinni fram að landsleikjahléi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það fá engir áhorfendur að mæta á leiki Barcelona og Real Madrid á næstunni.
Það fá engir áhorfendur að mæta á leiki Barcelona og Real Madrid á næstunni. Getty/Brian Ach
Spánn hefur bæst í hópinn með þeim þjóðum sem hafa bannað áhorfendur á íþróttaviðburðum á næstunni vegna COVID-19.  

Spánn hefur þannig tekið þá ákvörðun að næstu tvær umferðir í La Liga verða spilaðir fyrir luktum dyrum en þetta kemur til svo stjórnvöld geti betur barist gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.

Ákvörðun snýr að tveimur efstu deildunum á Spáni og tekur gildi strax í dag. Engir áhorfendur verða leyfðir fyrr en í fyrsta lagi 22. mars næstkomandi.





Spænska deildin mun síðan halda áfram að vinna náið með spænskum heilbrigðisyfirvöldum.

Í yfirlýsingu frá spænsku deildinni kemur fram að hún hafi líka unnið með UEFA að varaleið fari svo að spænsk yfirvöld aflýsi íþróttaviðburðum í einhvern tíma.

Knattspyrnusamband Evrópu og La Liga eru því byrjuð að skipuleggja hvað taki við fari allt á versta veg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×