Munu horfa til þess að styðja viðskiptavini Landsbankans í erfiðu árferði Birgir Olgeirsson skrifar 12. mars 2020 17:28 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Vísir/Einar Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa í huga að ástandið eins og það er núna eftir nóttina, við lítum á það sem tímabundið ástand. Að sjálfsögðu munum við horfa til þess að styðja við okkar viðskiptavini, bæði fyrirtæki og einstaklinga, muni til þess koma,“ segir Lilja. Hún segir stöðu bankans gríðarlega sterka. „Við erum nýbúin að gefa út okkar ársuppgjör. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk, lausafjárstaða bankans er mjög sterk og við höfum getu til að taka á móti áföllum ef þau verða. En ég legg áherslu á að þetta er tímabundið ástand sem við erum að horfa á og við munum takast á við þetta dag frá degi og styðja okkar viðskiptavini eins og hægt er. “ Hún segir bankann í góðu samstarfi við yfirvöld og Seðlabanka Íslands. „Seðlabankinn er þegar búinn að setja fram aðgerðir sem hjálpa bönkum að takast á við tímabundið minna innflæði vegna afborgana lána. Þannig að við værum í stöðu til dæmis til að fresta greiðslum þegar viðskiptavinur er í erfiðleikum. Slíka úrræði eigum við til og erum tilbúin að nota.“ Það er þó nánast ógjörningur að teikna upp sviðsmyndir eins og staðan er í dag. „Við vorum að horfa á sviðsmyndir varðandi Covid-veiruna í gær. Í nótt breyttist staðan mikið þegar fréttir bárust frá Bandaríkjunum. Þannig að í dag er ekki dagurinn til að teikna upp áreiðanlega sviðsmynd. En það er gott að staða bankans er þetta sterk til þess að við getum mætt viðskiptavinum okkar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir bankann í stakk búinn að mæta áföllum viðskiptavina vegna þess ástands sem hefur skapast vegna kórónuveirunnar. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa í huga að ástandið eins og það er núna eftir nóttina, við lítum á það sem tímabundið ástand. Að sjálfsögðu munum við horfa til þess að styðja við okkar viðskiptavini, bæði fyrirtæki og einstaklinga, muni til þess koma,“ segir Lilja. Hún segir stöðu bankans gríðarlega sterka. „Við erum nýbúin að gefa út okkar ársuppgjör. Eiginfjárstaða bankans er mjög sterk, lausafjárstaða bankans er mjög sterk og við höfum getu til að taka á móti áföllum ef þau verða. En ég legg áherslu á að þetta er tímabundið ástand sem við erum að horfa á og við munum takast á við þetta dag frá degi og styðja okkar viðskiptavini eins og hægt er. “ Hún segir bankann í góðu samstarfi við yfirvöld og Seðlabanka Íslands. „Seðlabankinn er þegar búinn að setja fram aðgerðir sem hjálpa bönkum að takast á við tímabundið minna innflæði vegna afborgana lána. Þannig að við værum í stöðu til dæmis til að fresta greiðslum þegar viðskiptavinur er í erfiðleikum. Slíka úrræði eigum við til og erum tilbúin að nota.“ Það er þó nánast ógjörningur að teikna upp sviðsmyndir eins og staðan er í dag. „Við vorum að horfa á sviðsmyndir varðandi Covid-veiruna í gær. Í nótt breyttist staðan mikið þegar fréttir bárust frá Bandaríkjunum. Þannig að í dag er ekki dagurinn til að teikna upp áreiðanlega sviðsmynd. En það er gott að staða bankans er þetta sterk til þess að við getum mætt viðskiptavinum okkar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenskir bankar Neytendur Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira