Fótbolti

Courtois að þagga niður gagnrýnisraddir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Courtois tekur við knettinum í leik Real og Man City.
Courtois tekur við knettinum í leik Real og Man City. Vísir/Getty

Belgíski markvörðurinn Thibaut Courtois hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðan hann gekk í raðir Real Madrid. Hann hefur hins vegar þaggað þær niður með frammistöðu sinni á leiktíðinni til þessa en slakur leikur í El Clásico í kvöld og þær koma allar aftur.

Belginn gekk í raðir Real í kjölfar HM 2018 þar sem hann var valinn besti markvörður mótsins. Frammistöður hans í treyju Real hafa hins vegar ekki alltaf verið upp á marga fiska. Þá spilar inn í að Courtois spilaði á sínum tíma með erkifjendum og nágrönnum Real í Atletico. Menn skipta ekki þar á milli svo glatt.

Í vetur hefur frammistaða Courtois hins vegar verið frábær og hefur enginn markvörður í spænsku úrvalsdeildinni haldið jafn oft hreinu og Belginn hávaxni. Hefur hann haldið marki sínu hreinu í 11 af þeim 22 leikjum sem hann hefur spilað í deildinni. Þá hefur hann aðeins fengið á sig 14 mörk í hinum 11 leikjunum.

Real á hins vegar erfitt verkefni fyrir höndum í El Clásico í kvöld er liðið fær Lionel Messi og félaga í Barcelona í heimsókn. Eftir að hafa verið í toppsæti deildarinnar framan af leiktíð þá hefur gengi Real farið niður á við undanfarnar vikur og eru Börsungar búnir að hirða toppsætið af Zinedine Zidane og lærisveinum hans.

Þá tapaði liðið 2-1 á heimavelli gegn Manchester City í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í vikunni. Það er því allt undir í leik kvöldsins og ljóst að ef Courtois er ekki upp á sitt besta þá munu gagnrýnisraddirnar koma aftur upp á yfirborðið.

Leikur Real Madrid og Barcelona er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 20:00 í kvöld.


Tengdar fréttir

Man. City í frábærum málum frá Madrid

Englandsmeistarar Manchester City unnu 2-1 sigur gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld og eru í kjörstöðu fyrir seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sergio Ramos sá rautt í leiknum.

Veðmál Guardiola næstum búið að kosta Manchester City

Manchester City vann magnaðan 2-1 sigur á Real Madrid á útivelli í gærkvöld er liðin mættust í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Pep Guardiola gerði óvæntar breytingar fyrir leik sem voru næstum búnar að kosta City.

Ný vítaskytta Man City loksins fundin?

Helmingur vítaspyrna Manchester City á leiktíðinni hafði farið forgörðum þangað til Kevin De Bruyne steig upp og skoraði örugglega í sigri liðsins á Real Madrid í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×