Ekkja Kobe Bryant algjörlega niðurbrotin vegna frétta af myndum sem voru teknar á slysstaðnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 09:00 Vanessa Bryant missti eiginmann sinn og þrettán ára dóttur í þyrluslysinu. Hér er hún á minningarhátíðinni um feðginin. Getty/Kevork Djansezian Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant og móðir hinnar þrettán ára gömlu Gianni Bryant, fékk enn eitt áfallið þegar fréttist af myndum sem voru teknar á slysstaðnum þar sem þyrla með Kobe, Giönnu og sjö öðrum fórst. Vanessa Bryant er sögð algjörlega niðurbrotin yfir þeim fréttum að einhverjir lögreglumenn á staðnum hafi tekið myndir af aðstæðum á slysstað og af fórnarlömbunum eftir slysið. Los Angeles Times sagði frá þessu og að þessir lögreglumennirnir hafi síðan verið uppvísir að því að sýna þessar myndir á börum. Lögreglan á svæðinu skipaði sínum mönnum að eyða þessum myndum eftir að fréttist af því að borgari hafi kvartað undir að hafa séð þessar myndir hjá einhverjum þeirra á bar. Kobe Bryant's widow 'devastated' by claims deputies shared photos of crash https://t.co/F7kh7gte7f— Guardian sport (@guardian_sport) March 1, 2020 Gary Robb, lögfræðingur Vanessu Bryant, sagði frá því að skjólstæðingur sinn hafi farið til lögreglunnar 26. janúar, sjálfan slysdaginn, og beðið um það að slysstaðurinn yrði lokaður af og komið í veg fyrir allar myndatökur. „Þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir hana því hún þráði að passa upp á virðingu þeirra sem fórust og þeirra fjölskyldna. Á þeim tíma fullvissaði lögreglustjórinn Alex Villanueva að allt yrði gert til þess að passa upp á einkalíf fjölskyldnanna. Eftir okkar bestu vissu þá vann hann duglega að því að efna þau loforð,“ sagði Gary Robb, lögfræðingur Vanessu Bryant. “Babe, you take care of our Gigi. And I got Nati, Bibi, and Coco. We're still the best team.” — Vanessa Bryant » https://t.co/F9Pr2etj5Fpic.twitter.com/SegYrCJKX2— ABS-CBN Sports (@abscbnsports) February 25, 2020 Gary Robb sagði enn fremur að sá sem hafi deilt þessum myndum af brotið á ólýsanlegan hátt á velsæmi, virðingu og einkalífi fórnarlambanna og þeirra fjölskyldna. Hann kallaði eftir því að þeir sem hlut eiga að máli megi þola hörðustu refsingar í boði sem og að þeir verði nafngreindir um leið og að passa upp á það að þessar myndir berist ekki víðar. Vanessa Bryant hefur stefnt eiganda þyrlunnar sem fórst og tók með sér líf eiginmanns hennar og dóttur. Í þeirri stefnu kemur fram að flugmaðurinn Ara Zobayan af sýnt kæruleysi og vanrækslu með því að fljúga í þoku og hefði átt að hætta við flugi. Zobayan fórst með þyrlunni. Vanessa Bryant 'devastated' by report deputies shared photos of Kobe crash scene https://t.co/98kRdhD0gF— ABC7 Eyewitness News (@ABC7) March 1, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira
Vanessa Bryant, ekkja Kobe Bryant og móðir hinnar þrettán ára gömlu Gianni Bryant, fékk enn eitt áfallið þegar fréttist af myndum sem voru teknar á slysstaðnum þar sem þyrla með Kobe, Giönnu og sjö öðrum fórst. Vanessa Bryant er sögð algjörlega niðurbrotin yfir þeim fréttum að einhverjir lögreglumenn á staðnum hafi tekið myndir af aðstæðum á slysstað og af fórnarlömbunum eftir slysið. Los Angeles Times sagði frá þessu og að þessir lögreglumennirnir hafi síðan verið uppvísir að því að sýna þessar myndir á börum. Lögreglan á svæðinu skipaði sínum mönnum að eyða þessum myndum eftir að fréttist af því að borgari hafi kvartað undir að hafa séð þessar myndir hjá einhverjum þeirra á bar. Kobe Bryant's widow 'devastated' by claims deputies shared photos of crash https://t.co/F7kh7gte7f— Guardian sport (@guardian_sport) March 1, 2020 Gary Robb, lögfræðingur Vanessu Bryant, sagði frá því að skjólstæðingur sinn hafi farið til lögreglunnar 26. janúar, sjálfan slysdaginn, og beðið um það að slysstaðurinn yrði lokaður af og komið í veg fyrir allar myndatökur. „Þetta var gríðarlega mikilvægt fyrir hana því hún þráði að passa upp á virðingu þeirra sem fórust og þeirra fjölskyldna. Á þeim tíma fullvissaði lögreglustjórinn Alex Villanueva að allt yrði gert til þess að passa upp á einkalíf fjölskyldnanna. Eftir okkar bestu vissu þá vann hann duglega að því að efna þau loforð,“ sagði Gary Robb, lögfræðingur Vanessu Bryant. “Babe, you take care of our Gigi. And I got Nati, Bibi, and Coco. We're still the best team.” — Vanessa Bryant » https://t.co/F9Pr2etj5Fpic.twitter.com/SegYrCJKX2— ABS-CBN Sports (@abscbnsports) February 25, 2020 Gary Robb sagði enn fremur að sá sem hafi deilt þessum myndum af brotið á ólýsanlegan hátt á velsæmi, virðingu og einkalífi fórnarlambanna og þeirra fjölskyldna. Hann kallaði eftir því að þeir sem hlut eiga að máli megi þola hörðustu refsingar í boði sem og að þeir verði nafngreindir um leið og að passa upp á það að þessar myndir berist ekki víðar. Vanessa Bryant hefur stefnt eiganda þyrlunnar sem fórst og tók með sér líf eiginmanns hennar og dóttur. Í þeirri stefnu kemur fram að flugmaðurinn Ara Zobayan af sýnt kæruleysi og vanrækslu með því að fljúga í þoku og hefði átt að hætta við flugi. Zobayan fórst með þyrlunni. Vanessa Bryant 'devastated' by report deputies shared photos of Kobe crash scene https://t.co/98kRdhD0gF— ABC7 Eyewitness News (@ABC7) March 1, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Sjá meira