Tugir fyrirtækja kynntu nýjar grænar lausnir Heimir Már Pétursson skrifar 3. mars 2020 17:45 Birta Kristín Helgadóttir, verkefnisstjóri hjá Grænvangi. vísir/egill Tugir fyrirtækja buðu upp á grænar lausnir í loftlagsmálum á Loftslagsmóti Grænvangs í dag. Kynntar voru fjölbreyttar lausnir, til að mynda hvernig endurnýta má vegastikur sem falla til á þjóðvegum landsins. Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um framkvæmd loftlagsmótsins á Grand hóteli í dag fyrir Grænvang, samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins í loftslagsmálum. Það kemur á óvart hvað mörg fyrirtæki á íslandi virðast hafa lausnir til að bæta úr loftslagsmálunum. Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Grænvangi segir lausnir í boði fjölbreyttar, allt frá því að draga úr matarsóun og orkunotkun. Um þrjátíu fyrirtæki og stofnanir í leit að grænum lausnum skráðu sig til leiks og tæplega sjötíu einstaklingar og fyrirtæki sem buðu upp á lausnir. Þessir aðilar áttu með sér nokkur fimmtán mínútna stefnumót. Það er sem sagt þannig að öðrum megin er fólk að leita sér að lausnum og hinum megin er þá aðili sem hefur lausnina og kynnir hana fyrir viðkomandi. Oft eru jafn margir snertifletir og samstarfsfletir. Þannig að það eru lausnir beggja megin borðs líka,” segir Birta. Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu.vísir/egill Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu segir að þar hafi verið byggt upp fjórtán hundruð manna samfélag sem nýtir japanskar aðferðir sem félagið kenn til að breyta lífrænum úrgangi frá heimilum í áburð Félagið sé í viðræðum við sveitarfélög og fyrirtæki um samstarf en með þessari aðferð megi draga mikið úr mengun. „Þegar lífrænn úrgangur fer núna í urðun verður um það bil hvert kíló að 1,9 kílói af koltvísýringsígildum. Við erum vongóð um að við getum lækkað þessa tölu um áttatíu til níutíu prósent með þessari jarðgerðaraðferð. Næsti ávinningur eru að koma honum í nýtingu og jarðgræðslu og auka þannig getu vistkerfa til að binda meira kolefni,” segir Björk. Ástríður Birna Árnadóttir, arkítekt hjá Arkitýpa.vísir/egill Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt hjá Arkitýpa hefur ásamt samstarfskonu sinni unnið að verkefni með Vegagerðinni. En á hverju ári fellur til töluvert magn af vegastikum sem Vegagerðin vildi gjarnan koma í græna endurnýtingu. „Okkar hugmynd er að gera yfirbyggð hjólaskýli þar sem við nýtum vegastikurnar sem hálfgerða skel, eða klæðningu,” segir Ástríður Birna. Með vaxandi hjólreiðum verði þörf á yfirbyggðum skýlum fyrir hjólin og því hafi þeim þótt tilvalið að leysa málið með hringrásar hagkerfishugsun í anda vistvænni samgöngumáta. Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Tugir fyrirtækja buðu upp á grænar lausnir í loftlagsmálum á Loftslagsmóti Grænvangs í dag. Kynntar voru fjölbreyttar lausnir, til að mynda hvernig endurnýta má vegastikur sem falla til á þjóðvegum landsins. Nýsköpunarmiðstöð Íslands sá um framkvæmd loftlagsmótsins á Grand hóteli í dag fyrir Grænvang, samstarfsvettvangur ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífsins í loftslagsmálum. Það kemur á óvart hvað mörg fyrirtæki á íslandi virðast hafa lausnir til að bæta úr loftslagsmálunum. Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri hjá Grænvangi segir lausnir í boði fjölbreyttar, allt frá því að draga úr matarsóun og orkunotkun. Um þrjátíu fyrirtæki og stofnanir í leit að grænum lausnum skráðu sig til leiks og tæplega sjötíu einstaklingar og fyrirtæki sem buðu upp á lausnir. Þessir aðilar áttu með sér nokkur fimmtán mínútna stefnumót. Það er sem sagt þannig að öðrum megin er fólk að leita sér að lausnum og hinum megin er þá aðili sem hefur lausnina og kynnir hana fyrir viðkomandi. Oft eru jafn margir snertifletir og samstarfsfletir. Þannig að það eru lausnir beggja megin borðs líka,” segir Birta. Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu.vísir/egill Björk Brynjarsdóttir í Jarðgerðarfélaginu segir að þar hafi verið byggt upp fjórtán hundruð manna samfélag sem nýtir japanskar aðferðir sem félagið kenn til að breyta lífrænum úrgangi frá heimilum í áburð Félagið sé í viðræðum við sveitarfélög og fyrirtæki um samstarf en með þessari aðferð megi draga mikið úr mengun. „Þegar lífrænn úrgangur fer núna í urðun verður um það bil hvert kíló að 1,9 kílói af koltvísýringsígildum. Við erum vongóð um að við getum lækkað þessa tölu um áttatíu til níutíu prósent með þessari jarðgerðaraðferð. Næsti ávinningur eru að koma honum í nýtingu og jarðgræðslu og auka þannig getu vistkerfa til að binda meira kolefni,” segir Björk. Ástríður Birna Árnadóttir, arkítekt hjá Arkitýpa.vísir/egill Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt hjá Arkitýpa hefur ásamt samstarfskonu sinni unnið að verkefni með Vegagerðinni. En á hverju ári fellur til töluvert magn af vegastikum sem Vegagerðin vildi gjarnan koma í græna endurnýtingu. „Okkar hugmynd er að gera yfirbyggð hjólaskýli þar sem við nýtum vegastikurnar sem hálfgerða skel, eða klæðningu,” segir Ástríður Birna. Með vaxandi hjólreiðum verði þörf á yfirbyggðum skýlum fyrir hjólin og því hafi þeim þótt tilvalið að leysa málið með hringrásar hagkerfishugsun í anda vistvænni samgöngumáta.
Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira