Stórleik á Ítalíu frestað á síðustu stundu Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2020 21:18 Óvissa ríkti um þátttöku Cristiano Ronaldo í leiknum annað kvöld, vegna veikinda móður hans, en nú hefur leiknum verið frestað. vísir/getty Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á ítalskt íþróttalíf og í dag, sólarhring fyrir seinni leik Juventus og Milan í undanúrslitum bikarsins, var ákveðið að fresta leiknum. Nokkrum klukkustundum fyrr hafði liðsrúta AC Milan komið til Tórínó. Áður hafði verið ákveðið að leikurinn færi fram án áhorfenda, en þeirri ákvörðun var breytt á sunnudag og ákveðið að leyfa stuðningsmönnum að mæta nema að þeir kæmu frá þeim svæðum Ítalíu þar sem kórónuveiran er útbreiddust. Enn varð svo breyting á í dag eins og fyrr segir. Ekki er ljóst hvenær leikurinn fer fram en leikjadagskráin er orðin þétt á Ítalíu eftir frestun leikja í ítölsku A-deildinni í síðustu tveimur umferðum. Ekki hefur verið ákveðið hvort spilað verði í deildinni um helgina. Staðan í bikareinvígi Milan og Juventus er 1-1. Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Inter og Napoli þar sem Napoli er 1-0 yfir. Ekki stendur til að fresta seinni leik liðanna sem fram fer á fimmtudagskvöld. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Leik Juventus og AC Milan í ítölsku bikarkeppninni, sem um tíma stóð til að færi fram fyrir luktum dyrum, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Kórónuveiran hefur haft mikil áhrif á ítalskt íþróttalíf og í dag, sólarhring fyrir seinni leik Juventus og Milan í undanúrslitum bikarsins, var ákveðið að fresta leiknum. Nokkrum klukkustundum fyrr hafði liðsrúta AC Milan komið til Tórínó. Áður hafði verið ákveðið að leikurinn færi fram án áhorfenda, en þeirri ákvörðun var breytt á sunnudag og ákveðið að leyfa stuðningsmönnum að mæta nema að þeir kæmu frá þeim svæðum Ítalíu þar sem kórónuveiran er útbreiddust. Enn varð svo breyting á í dag eins og fyrr segir. Ekki er ljóst hvenær leikurinn fer fram en leikjadagskráin er orðin þétt á Ítalíu eftir frestun leikja í ítölsku A-deildinni í síðustu tveimur umferðum. Ekki hefur verið ákveðið hvort spilað verði í deildinni um helgina. Staðan í bikareinvígi Milan og Juventus er 1-1. Í hinu undanúrslitaeinvíginu eigast við Inter og Napoli þar sem Napoli er 1-0 yfir. Ekki stendur til að fresta seinni leik liðanna sem fram fer á fimmtudagskvöld.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15 Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30 Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Stórleik Juventus og Inter Milan frestað vegna kórónuveirunnar Stórleikur helgarinnar í ítalska boltanum átti upprunalega að fara fram fyrir luktum dyrum. Honum hefur nú verið frestað. 29. febrúar 2020 12:15
Leikmönnum Juventus skipað að vera heima hjá sér Ítalska knattspyrnufélagið Juventus hefur frestað æfingum og sent alla leikmenn U23 ára liðs síns í sóttkví eftir að þrír leikmenn C-deildarliðsins Pianese, síðasta lið sem U23 ára lið Juventus mætti, greindust með kórónuveiruna. 1. mars 2020 15:30
Enginn fótbolti í Sviss og leikjum í ICC aflýst Leikjum á undirbúningsmóti sem mörg af þekktustu knattspyrnuliðum heims hafa tekið þátt í, til að mynda Manchester United, Juventus, Real Madrid og Bayern München, hefur verið aflýst vegna kórónuveirunnar. 2. mars 2020 20:30