Bíó og sjónvarp

Frum­sýningu No Time to Die frestað vegna kórónu­veirunnar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Daniel Craig fer með hlutverk Bond en Madeleine Swann fer með hlutverk Léu Seydoux.
Daniel Craig fer með hlutverk Bond en Madeleine Swann fer með hlutverk Léu Seydoux.

Framleiðendur nýjustu kvikmyndarinnar um James Bond, No Time to Die, tilkynntu í dag að þau hyggist fresta frumsýningu myndarinnar fram í nóvember.

Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19 um heimsbyggðina en kvikmyndahúsum hefur verið lokað í Kína, Suður-Kóreu, Ítalíu og Japan.

Allt eru þetta stórir markaðir fyrir bíómyndir en að því er fram kemur á vef Variety er mikilvægt fyrir framleiðendur myndarinnar að aðsóknin verði mikil alls staðar í heiminum vegna þess hversu dýr hún var í framleiðslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×