Spilað þvert á vilja íþróttamálaráðherra | Leikmönnum var snúið við í göngunum Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2020 12:00 Mikið óvissuástand ríkti fyrir leik SPAL og Parma en nú hefur verið ákveðið að leikurinn fari fram. vísir/getty Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. Íþróttamálaráðherrann, Vincenzo Sapdafora, gaf frá sér yfirlýsingu aðeins skömmu áður en fyrsti leikur dagsins átti að hefjast, á milli Parma og SPAL. Leikmenn stóðu hreinlega í göngunum og voru á leið inn á völl en var gert að snúa við. Áður hafði verið sett á áhorfendabann á fótboltaleikjum á Ítalíu, og í nótt var sett á strangt ferðabann víða um Norður-Ítalíu. Leik Parma og SPAL var fyrst frestað um 30 mínútur og svo 15 mínútur, en nú á leikurinn að hefjast kl. 12.45, þvert á vilja íþróttamálaráðherra. „Það er ekkert vit í því að á meðan að við biðjum fólkið í landinu um gríðarlegar fórnir til að hefta útbreiðslu veirunnar, þá setjum við heilsu leikmanna, þjálfara, dómara og stuðningsmanna, sem munu auðvitað koma saman til að horfa á leikina, bara til að vernda hagsmuni þeirra sem eru í kringum íþróttina,“ sagði Sapdafora og sagði það skyldu forseta ítalska knattspyrnusambandsins að grípa inn í. Fimm leikir eru á dagskrá í ítölsku A-deildinni í dag, meðal annars stórleikur Juventus og Inter sem ætlunin er að verði í beinni útsendingu kl. 19.45 á Stöð 2 Sport. Serie A have decided to PLAY the match Parma-Spal and also the other today’s matches (also Juventus-Inter). #SerieA#Covid19— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 8, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Hlutirnir hafa verið fljótir að breytast í ítölskum íþróttaheimi síðustu daga og nú hefur íþróttamálaráðherra landsins kallað eftir því að hlé verði gert á keppni í ítölsku A-deildinni í fótbolta, vegna kórónuveirunnar. Íþróttamálaráðherrann, Vincenzo Sapdafora, gaf frá sér yfirlýsingu aðeins skömmu áður en fyrsti leikur dagsins átti að hefjast, á milli Parma og SPAL. Leikmenn stóðu hreinlega í göngunum og voru á leið inn á völl en var gert að snúa við. Áður hafði verið sett á áhorfendabann á fótboltaleikjum á Ítalíu, og í nótt var sett á strangt ferðabann víða um Norður-Ítalíu. Leik Parma og SPAL var fyrst frestað um 30 mínútur og svo 15 mínútur, en nú á leikurinn að hefjast kl. 12.45, þvert á vilja íþróttamálaráðherra. „Það er ekkert vit í því að á meðan að við biðjum fólkið í landinu um gríðarlegar fórnir til að hefta útbreiðslu veirunnar, þá setjum við heilsu leikmanna, þjálfara, dómara og stuðningsmanna, sem munu auðvitað koma saman til að horfa á leikina, bara til að vernda hagsmuni þeirra sem eru í kringum íþróttina,“ sagði Sapdafora og sagði það skyldu forseta ítalska knattspyrnusambandsins að grípa inn í. Fimm leikir eru á dagskrá í ítölsku A-deildinni í dag, meðal annars stórleikur Juventus og Inter sem ætlunin er að verði í beinni útsendingu kl. 19.45 á Stöð 2 Sport. Serie A have decided to PLAY the match Parma-Spal and also the other today’s matches (also Juventus-Inter). #SerieA#Covid19— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 8, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30 Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00 Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Liðsfélagi Birkis vill algjört fótboltahlé | Fæ ekki að sjá börnin mín út af þessari veiru Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli, liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Brescia, segir ekki nóg að leikir á Ítalíu verði spilaðir fyrir luktum dyrum vegna kórónuveirunnar. Gera ætti algjört hlé á fótboltaiðkun í landinu. 8. mars 2020 10:30
Í beinni í dag: Juventus og Inter mætast loks fyrir luktum dyrum Stórleikur í ítalska boltanum í dag þar sem engir áhorfendur verða á svæðinu. 8. mars 2020 06:00
Segir Emil og Birki ekki fá neina sérmeðferð þegar kemur að sóttkví Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson leika með ítölskum liðum sem eru staðsett á skilgreindum hættusvæðum vegna Covid-19. 7. mars 2020 20:01