Anníe Mist byrjuð aftur: Ferðalagið til baka verður erfitt en þess virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir leyfði fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast vel með sér á meðgöngunni og hún ætlar líka að sýna frá því hvernig henni gengur að koma til baka eftir barnsburðinn. Mynd/Instagram Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gladdi sitt fólk á Instagram með að sýna þeim að hún sé byrjuð á löngu en um leið erfiðu ferðalagi sínu til baka inn í sportið sitt. Anníe Mist Þórisdóttir varð móðir fyrir einni og hálfri viku og eins og hefur komið fram var fæðingin mjög erfið. Anníe Mist missti mikið blóð og þurfti hjálp við einföldustu hluti fyrstu dagana á eftir. Þeir sem þekkja Anníe Mist vita hins vegar að þar fer mikil baráttukona sem kallar ekki allt ömmu sína. Anníe Mist hefur glatt fylgjendur sína á Instagram með því að sýna þeim að hún er byrjuð að hreyfa sig aftur. Dóttir hennar, sem er strax orðin fræg í CrossFit heiminum sem Frederiksdottir, kom í heiminn mánudaginn 10. ágúst eða fyrir tíu dögum síðan. „Dagurinn í dag var fyrsti dagurinn minn sem ég hreyfi mig eitthvað. Ferðalagið til baka verður erfitt en þess virði,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram og þar mátti sjá myndir af henni gera léttar æfingar á dýnunni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Today was my first day back! The journey will be hard but it will be worth it ?? #enjoythenourney #excited #onestepatatime A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 18, 2020 at 3:34pm PDT Eins og Anníe Mist sagði frá í færslu á Instagram síðu sinni þá var fæðingin henni mjög erfið, það erfiðasta sem þessi mikla afrekskona hefur gengið í gegnum á sinni ævi og þá er nú mikið sagt. Hún kláraði sig í fæðingunni og átti mjög erfitt með allar hreyfingar þrátt fyrir að vera í frábæru formi eftir stífar æfingar á meðgöngunni. Sumir fylgjendur hennar hafa smá áhyggjur að Anníe sé að byrja of snemma en það má lesa það úr því sem hún sýnir af sér á samfélagsmiðlum að hún ætlar að fara hægt og rólega af stað. Anníe Mist æfði mikið nánast fram á síðasta dag meðgöngunnar þó auðvitað átti bumban eftir að hafa mikil áhrif á það sem hún gat gert. Anníe Mist sýndi myndband af sér í CrossFit Reykjavík í gær en tók það fram að hún væri að fara rólega af stað.Skjámynd/Instagram Anníe Mist er með bæði með myllumerkin „að njóta ferðalagsins“ og „eitt skref í einu“ sem eru góðar fréttir. Það verður athyglisvert að sjá hvernig gengur hjá henni að koma til baka en hún hefur alltaf talað um það að ætla að keppa aftur í CrossFit eftir barnsburðarleyfið. Hún var mætt aftur í CrossFit Reykjavík í gær og þar hefur örugglega rignt yfir hana hamingjuóskum frá æfingafélögum og öðrum sem þekkja þessa glaðlyndu og drífandi afrekskonu. CrossFit Tengdar fréttir Anníe missti meira en tvo lítra af blóði í fæðingunni: Erfiðasta sem ég hef gert Anníe Mist Þórisdóttir segir að hún verði lengi að ná sér eftir fæðingu dóttur sinnar fyrir viku síðan. Hún lýsti fæðingunni í pistil á Instagram. 17. ágúst 2020 08:30 Frederik sáttur með Anníe Mist: Stelpan mín er sterkari en allir Frederik Ægidius er á því að afrekskonan Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið sitt mesta afrek á ævinni um síðustu helgi. 14. ágúst 2020 08:30 CrossFit heimurinn bregst við: „Spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir“ Fjallið og sú hraustasta í heimi voru meðal þeirra fjölmörgu sem óskuðu Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius til hamingju með fæðingu dóttur þeirra en margar CrossFit stjörnur eru í þeim hópi. 12. ágúst 2020 08:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir gladdi sitt fólk á Instagram með að sýna þeim að hún sé byrjuð á löngu en um leið erfiðu ferðalagi sínu til baka inn í sportið sitt. Anníe Mist Þórisdóttir varð móðir fyrir einni og hálfri viku og eins og hefur komið fram var fæðingin mjög erfið. Anníe Mist missti mikið blóð og þurfti hjálp við einföldustu hluti fyrstu dagana á eftir. Þeir sem þekkja Anníe Mist vita hins vegar að þar fer mikil baráttukona sem kallar ekki allt ömmu sína. Anníe Mist hefur glatt fylgjendur sína á Instagram með því að sýna þeim að hún er byrjuð að hreyfa sig aftur. Dóttir hennar, sem er strax orðin fræg í CrossFit heiminum sem Frederiksdottir, kom í heiminn mánudaginn 10. ágúst eða fyrir tíu dögum síðan. „Dagurinn í dag var fyrsti dagurinn minn sem ég hreyfi mig eitthvað. Ferðalagið til baka verður erfitt en þess virði,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á Instagram og þar mátti sjá myndir af henni gera léttar æfingar á dýnunni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Today was my first day back! The journey will be hard but it will be worth it ?? #enjoythenourney #excited #onestepatatime A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 18, 2020 at 3:34pm PDT Eins og Anníe Mist sagði frá í færslu á Instagram síðu sinni þá var fæðingin henni mjög erfið, það erfiðasta sem þessi mikla afrekskona hefur gengið í gegnum á sinni ævi og þá er nú mikið sagt. Hún kláraði sig í fæðingunni og átti mjög erfitt með allar hreyfingar þrátt fyrir að vera í frábæru formi eftir stífar æfingar á meðgöngunni. Sumir fylgjendur hennar hafa smá áhyggjur að Anníe sé að byrja of snemma en það má lesa það úr því sem hún sýnir af sér á samfélagsmiðlum að hún ætlar að fara hægt og rólega af stað. Anníe Mist æfði mikið nánast fram á síðasta dag meðgöngunnar þó auðvitað átti bumban eftir að hafa mikil áhrif á það sem hún gat gert. Anníe Mist sýndi myndband af sér í CrossFit Reykjavík í gær en tók það fram að hún væri að fara rólega af stað.Skjámynd/Instagram Anníe Mist er með bæði með myllumerkin „að njóta ferðalagsins“ og „eitt skref í einu“ sem eru góðar fréttir. Það verður athyglisvert að sjá hvernig gengur hjá henni að koma til baka en hún hefur alltaf talað um það að ætla að keppa aftur í CrossFit eftir barnsburðarleyfið. Hún var mætt aftur í CrossFit Reykjavík í gær og þar hefur örugglega rignt yfir hana hamingjuóskum frá æfingafélögum og öðrum sem þekkja þessa glaðlyndu og drífandi afrekskonu.
CrossFit Tengdar fréttir Anníe missti meira en tvo lítra af blóði í fæðingunni: Erfiðasta sem ég hef gert Anníe Mist Þórisdóttir segir að hún verði lengi að ná sér eftir fæðingu dóttur sinnar fyrir viku síðan. Hún lýsti fæðingunni í pistil á Instagram. 17. ágúst 2020 08:30 Frederik sáttur með Anníe Mist: Stelpan mín er sterkari en allir Frederik Ægidius er á því að afrekskonan Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið sitt mesta afrek á ævinni um síðustu helgi. 14. ágúst 2020 08:30 CrossFit heimurinn bregst við: „Spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir“ Fjallið og sú hraustasta í heimi voru meðal þeirra fjölmörgu sem óskuðu Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius til hamingju með fæðingu dóttur þeirra en margar CrossFit stjörnur eru í þeim hópi. 12. ágúst 2020 08:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Anníe missti meira en tvo lítra af blóði í fæðingunni: Erfiðasta sem ég hef gert Anníe Mist Þórisdóttir segir að hún verði lengi að ná sér eftir fæðingu dóttur sinnar fyrir viku síðan. Hún lýsti fæðingunni í pistil á Instagram. 17. ágúst 2020 08:30
Frederik sáttur með Anníe Mist: Stelpan mín er sterkari en allir Frederik Ægidius er á því að afrekskonan Anníe Mist Þórisdóttir hafi unnið sitt mesta afrek á ævinni um síðustu helgi. 14. ágúst 2020 08:30
CrossFit heimurinn bregst við: „Spenntur fyrir hönd heimsins að við eigum núna eina Frederiksdóttir“ Fjallið og sú hraustasta í heimi voru meðal þeirra fjölmörgu sem óskuðu Anníe Mist Þórisdóttur og Frederik Ægidius til hamingju með fæðingu dóttur þeirra en margar CrossFit stjörnur eru í þeim hópi. 12. ágúst 2020 08:30