Sækja um nýtt starfsleyfi fyrir álverið í Straumsvík Atli Ísleifsson skrifar 20. ágúst 2020 07:27 Álver Rio Tinto í Straumsvík. Vísir/Vilhelm Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar er tekið fram að heimilt sé samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir að framlengja gildistíma starfsleyfis á meðan nýtt starfsleyfi sé í vinnslu. Sé það gert að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi borist útgefanda. Ennfremur er tekið fram að unnið sé úr umsókninni og að gerð starfsleyfistillögu. „Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin,“ segir á vef stofnunarinnar. Í svari Bjarna Más Gylfasonar, upplýsingafulltrúa ISAL, við fyrirspurn fréttastofu segir að ISAL sé enn í rekstri og að félagið þurfi að hafa gilt starfsleyfi. Núverandi leyfi sé að renna út. „Þetta er því bara hluti af eðlilegri starfsemi okkar og við erum að sækja um óbreytt starfsleyfi til Umhverfisstofnunnar,“ segir í svarinu. Óvissa um framtíð álversins Mikil óvissa hefur verið um framtíð álversins í Straumsvík vegna viðræðna Rio Tinto og Landsvirkjun um raforkusamning, en Rio Tinto segir núverandi samning óhagstæðan. Hefur verið haft á orði að takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins. Álframleiðandinn tilkynnti í febrúar síðastliðinn að fyrirtækið hefði hafið endurskoðun á starfsemi álversins til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar. Þar væri allt undir, þar á meðal frekari framleiðsluminnkun, en þá hafði hún þegar við minnkuð í 85 prósent framleiðslugetu, sem og möguleg lokun álversins í Straumsvík. Í júlí kærði Rio Tinto svo Landsvirkun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Landsvirkjun var sakað um að misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. „Láti Landsvirkjun ekki af skaðlegri háttsemi sinni, hefur ISAL ekki annan kost en að íhuga að segja upp orkusamningi sínum við Landsvirkjun og virkja áætlun um lokun álversins,“ segir í orðsendingu Rio Tinto vegna kvörtunarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð með svari upplýsingafulltrúa ÍSAL við fyrirspurn fréttastofu. Orkumál Umhverfismál Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Rio Tinto á Íslandi hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir álver ISAL í Straumsvík. Núverandi starfsleyfi rennur út 1. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar. Þar er tekið fram að heimilt sé samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir að framlengja gildistíma starfsleyfis á meðan nýtt starfsleyfi sé í vinnslu. Sé það gert að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn um nýtt starfsleyfi borist útgefanda. Ennfremur er tekið fram að unnið sé úr umsókninni og að gerð starfsleyfistillögu. „Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin,“ segir á vef stofnunarinnar. Í svari Bjarna Más Gylfasonar, upplýsingafulltrúa ISAL, við fyrirspurn fréttastofu segir að ISAL sé enn í rekstri og að félagið þurfi að hafa gilt starfsleyfi. Núverandi leyfi sé að renna út. „Þetta er því bara hluti af eðlilegri starfsemi okkar og við erum að sækja um óbreytt starfsleyfi til Umhverfisstofnunnar,“ segir í svarinu. Óvissa um framtíð álversins Mikil óvissa hefur verið um framtíð álversins í Straumsvík vegna viðræðna Rio Tinto og Landsvirkjun um raforkusamning, en Rio Tinto segir núverandi samning óhagstæðan. Hefur verið haft á orði að takist ekki að endursemja verði unnið að lokun álversins. Álframleiðandinn tilkynnti í febrúar síðastliðinn að fyrirtækið hefði hafið endurskoðun á starfsemi álversins til að meta rekstrarhæfi þess til framtíðar. Þar væri allt undir, þar á meðal frekari framleiðsluminnkun, en þá hafði hún þegar við minnkuð í 85 prósent framleiðslugetu, sem og möguleg lokun álversins í Straumsvík. Í júlí kærði Rio Tinto svo Landsvirkun til Samkeppniseftirlitsins þar sem Landsvirkjun var sakað um að misnotað markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði. „Láti Landsvirkjun ekki af skaðlegri háttsemi sinni, hefur ISAL ekki annan kost en að íhuga að segja upp orkusamningi sínum við Landsvirkjun og virkja áætlun um lokun álversins,“ segir í orðsendingu Rio Tinto vegna kvörtunarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð með svari upplýsingafulltrúa ÍSAL við fyrirspurn fréttastofu.
Orkumál Umhverfismál Stóriðja Hafnarfjörður Tengdar fréttir Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11 Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Álverið í Straumsvík orðið verðlaust Rio Tinto hefur niðurfært eign sína vegna álversins í Straumsvík að fullu eða um 269 milljónir dollara, sem eru rúmlega 36 milljarðar króna. 29. júlí 2020 11:11
Álverið mikilvægt en orkan fari ekki á útsölu Á sama tíma og bjóða á upp á samkeppnishæft umhverfi á að gera kröfu um að sala á orkuafurðum úr sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar sé arðbær. Þetta segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. 25. júlí 2020 13:19