Íslenski boltinn

Toppliðin unnu öll | Kórdrengir á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Albert Brynjar Ingason var ekki á skotskónum í kvöld en það kom ekki að sök.
Albert Brynjar Ingason var ekki á skotskónum í kvöld en það kom ekki að sök. Vísir/Kórdrengir

Topplið 2. deildar karla í fótbolta unnu öll sína leiki í kvöld.

Haukar unnu 2-1 sigur á Völsung í Hafnafirði þökk sé mörkum Kristófers Þórðarsonar og Ísak Jónssonar. Selfyssingar gerðu góða ferð til Njarðvíkur og unnu þar 3-1 sigur. Arnar Sveinsson, Ingi Ingibergsson og Valdimar Jóhannsson skoruðu mörk Selfyssinga í kvöld.

Virðist liðið ekki sakna Guðmunds Tyrfingssonar sem gekk í raðir ÍA á dögunum.

Þá unnu Kórdrengir 2-1 sigur gegn Dalvík/Reyni á útivelli þökk sé tvennu Davíðs Ásbjörnssonar.

Kórdrengir eru sem fyrr á toppi deildarinnar, nú með 23 stig. Þar á eftir koma Haukar með 21 stig og Selfyssingar eru með 19 stig í 3. sæti, líkt og Þróttur Vogum en leikur þeirra gegn Kára er ekki búinn.

Staðan í deildinni.

Markarskorarar fengnir af Úrslit.net.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×