Fótbolti

„Ragnar hinn ryðgaði“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í leiknum í gær.
Ragnar í leiknum í gær. vísir/getty

Ragnar Sigurðsson fékk lægstu einkunn leikmanna FCK hjá miðlinum BT er dönsku meistaranir gerðu 1-1 jafntefli við Celtic í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Þetta var fyrsti leikur Ragnars með Kaupmannahafnarliðinu frá árinu 2013. Celtic komst yfir í fyrri hálfleik þar sem skoska liðið réð ferðinni. Dame N'Doye jafnaði metin fyrir heimamenn í síðari hálfleik.

Danski miðillinn BT gaf leikmönnum FCK eftir leikinn í gær og þar fékk Ragnar þrjá í einkunn en hann fékk lægstu einkunn leikmanna FCK.

„Ragnar hinn ryðgaði. Íslendingurinn sem er dýrkaður var í fyrsta sinn í mörg ár mættur í miðja vörn Kaupmannahafnarliðsins. Og bara til að ganga úr skugga um það; hann er ekki orðinn fljótari en síðast,“ sagði í umsögn BT.







„Bæði í hugsun og aðgerðum var hann sérstaklega í fyrri hálfleik sýndur hægt. Hann mun líklegast verða betri en þetta var ekki kvöld víkingsins,“ var bætt við.

Karl-Johan Johnsson fékk hæstu einkunn leikmanna FCK en markvörðurinn fékk níu í einkunn. Hann varði frábærlega endurtekið í leiknum og hélt FCK inni í einvíginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×