Smalling: Ítalía hefur gert mig að betri varnarmanni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 12:30 Chris Smalling í leik með Roma. Getty/Giuseppe Maffia Manchester United maðurinn Chris Smalling hefur átt endurnýjun lífdaga í láni hjá ítalska félaginu Roma og hefur nú sett stefnuna á að komast í enska EM-hópinn í sumar. Chris Smalling hefur ekki spilað fyrir enska landsliðið síðan 2017 en hefur vissulega minnst landsliðsþjálfarann Gareth Southgate á sig með góðri frammistöðu í ítalska boltanum. Smalling kann vel við sig á Ítalíu og segir að fjölskyldan hafi komið sér vel fyrir. Hann er líka á því að hann sjálfur sé orðinn betri leikmaður eftir að hafa spilað í ítölsku deildinni. Chris Smalling is hoping for an England recall for #EURO2020 In full: https://t.co/U9ep0Ui13I#ENG#bbcfootballpic.twitter.com/CQIGCCpHsu— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2020 „Auðvitað eru nokkur ár síðan ég spilaði með landsliðinu en metnaður minn er alltaf að komast í enska landsliðið,“ sagði Chris Smalling við breska ríkisútvarpið. Um leið og Chris Smalling missti sætið sitt hjá Manchester United var ekki möguleiki fyrir hann að halda sæti sínu í landsliðinu. Nú eru hins vegar breyttir tímar og Smalling í stóru hlutverki hjá Roma. „Ég veit að Gareth og hans menn hafa komið mætt á nokkra leiki með mér og ég held að þú sért inn í myndinni hjá þeim ef þú ert að spila fyrir stóran klúbb. Ég hef slíkar væntingar en ég reyni bara að einbeita mér að því sem er í gangi núna. Ég væri mikið til í að vera með á EM,“ sagði Smalling. Smalling hefur spilað 31 landsleik fyrir England en það er nóg af samkeppni fyrir hann um að komast í enska EM-hópinn. Þar eru menn eins og Harry Maguire hjá Manchester United, Joe Gomez hjá Liverpool, Tyrone Mings hjá Aston Villa, John Stones hjá Manchester City, Michael Keane hjá Everton og Fikayo Tomori hjá Chelsea. „Mér finnst eins og ég sé að taka inn hjá mér mikið af ítalska stílnum hvað varðar taktík og hvernig sé best að stjórna leikjum. Ég er án efa að bæta við minn leik. Mér finnst ég vera að læra mikið og bæta mig,“ sagði Smalling. EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira
Manchester United maðurinn Chris Smalling hefur átt endurnýjun lífdaga í láni hjá ítalska félaginu Roma og hefur nú sett stefnuna á að komast í enska EM-hópinn í sumar. Chris Smalling hefur ekki spilað fyrir enska landsliðið síðan 2017 en hefur vissulega minnst landsliðsþjálfarann Gareth Southgate á sig með góðri frammistöðu í ítalska boltanum. Smalling kann vel við sig á Ítalíu og segir að fjölskyldan hafi komið sér vel fyrir. Hann er líka á því að hann sjálfur sé orðinn betri leikmaður eftir að hafa spilað í ítölsku deildinni. Chris Smalling is hoping for an England recall for #EURO2020 In full: https://t.co/U9ep0Ui13I#ENG#bbcfootballpic.twitter.com/CQIGCCpHsu— BBC Sport (@BBCSport) February 21, 2020 „Auðvitað eru nokkur ár síðan ég spilaði með landsliðinu en metnaður minn er alltaf að komast í enska landsliðið,“ sagði Chris Smalling við breska ríkisútvarpið. Um leið og Chris Smalling missti sætið sitt hjá Manchester United var ekki möguleiki fyrir hann að halda sæti sínu í landsliðinu. Nú eru hins vegar breyttir tímar og Smalling í stóru hlutverki hjá Roma. „Ég veit að Gareth og hans menn hafa komið mætt á nokkra leiki með mér og ég held að þú sért inn í myndinni hjá þeim ef þú ert að spila fyrir stóran klúbb. Ég hef slíkar væntingar en ég reyni bara að einbeita mér að því sem er í gangi núna. Ég væri mikið til í að vera með á EM,“ sagði Smalling. Smalling hefur spilað 31 landsleik fyrir England en það er nóg af samkeppni fyrir hann um að komast í enska EM-hópinn. Þar eru menn eins og Harry Maguire hjá Manchester United, Joe Gomez hjá Liverpool, Tyrone Mings hjá Aston Villa, John Stones hjá Manchester City, Michael Keane hjá Everton og Fikayo Tomori hjá Chelsea. „Mér finnst eins og ég sé að taka inn hjá mér mikið af ítalska stílnum hvað varðar taktík og hvernig sé best að stjórna leikjum. Ég er án efa að bæta við minn leik. Mér finnst ég vera að læra mikið og bæta mig,“ sagði Smalling.
EM 2020 í fótbolta Ítalski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira