Erlent

29 ára karl­maður á­kærður fyrir mosku­árásina í Lundúnum

Eiður Þór Árnason skrifar
Árásarmaðurinn er sagður hafa vanið komur sínar í moskuna um nokkurra mánaða skeið.
Árásarmaðurinn er sagður hafa vanið komur sínar í moskuna um nokkurra mánaða skeið. Vísir/Ap

29 ára karlmaður sem er sakaður um að hafa stungið bænakallara í mosku í London á fimmtudag hefur verið ákærður fyrir grófa líkamsárás og vörslu eggvopns.

Mál árásarmannsins sem er sagður heita Daniel Horton verður tekið fyrir af dómstól í Lundúnum. Breska lögreglan segist ekki telja að árásin hafi verið tengd hryðjuverkum.

Horton er sagður hafa ráðist á Raafat Maglad á meðan bænastund stóð yfir í London Central moskunni nálægt Regent's Park.

Maglad, sem er um sjötugt, var fluttur á sjúkrahús með stungusár en var en fljótlega útskrifaður. Hann sneri aftur í moskuna á föstudag, innan við sólarhring eftir árásina. Hann segist hafa fyrirgefið árásarmanninum.

Vitni segja að um hundrað gestir hafi verið í moskunni þegar Horton lét til skarar skríða á fimmtudag og stakk Maglad í öxlina. Um tuttugu moskugestir eru sagðir hafa stokkið á árásarmanninn til að stöðva hann.

Vitni að árásinni segja að Horton hafi vanið komur sínar í moskuna um nokkurra mánaða skeið.

Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, og Boris Johnson forsætisráðherra hafa fordæmt árásina. Aukin löggæsla er nú á svæðinu í kjölfar atviksins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×