Sport

Í beinni í dag: Handbolti, golf, ítalski og spænski boltinn

Sindri Sverrisson skrifar
Romelu Lukaku og Francesco Acerbi ræða málin í leik Inter og Lazio fyrr í mánuðinum.
Romelu Lukaku og Francesco Acerbi ræða málin í leik Inter og Lazio fyrr í mánuðinum. vísir/getty

Þrjú af fjórum efstu liðum ítölsku A-deildarinnar í fótbolta verða í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Þar verður einnig golf, íslenskur handbolti og spænskur fótbolti.

Lazio er í 2. sæti ítölsku A-deildarinnar og getur minnkað forskot Juventus í eitt stig með sigri á Genoa í hádeginu. Inter er sex stigum frá toppnum en mætir Sampdoria í dag, og Atalanta, sem er í 4. sæti, mætir Sassuolo eftir frábæra framgöngu sína í Meistaradeild Evrópu í nýliðinni viku.

Valsmenn freista þess að styrkja stöðu sína á toppnum í Olís-deild karla í handbolta með sigri á ÍR í Breiðholti en ÍR-ingar eru í 6. sæti, aðeins fjórum stigum á eftir Valsmönnum nú þegar líður nær úrslitakeppninni.

Á Spáni fara fram tveir lykilleikir í baráttunni um Meistaradeildarsæti í efstu deildinni í fótboltanum. Getafe tekur á móti Sevilla og í kvöld mætast Atlético Madrid og Villarreal.

Loks halda bestu kylfingar heims áfram keppni í Mexíkó þar sem draga fer til tíðinda.

Í beinni í dag:

11.20 Genoa - Lazio (Stöð 2 Sport)

13.50 Atalanta - Sassuolo (Stöð 2 Sport)

17.20 Getafe - Sevilla (Stöð 2 Sport)

18.00 Mexíkóska meistaramótið (Stöð 2 Golf)

19.20 ÍR - Valur (Stöð 2 Sport 2)

19.35 Inter - Sampdoria (Stöð 2 Sport)

19.50 Atlético Madrid - Villarreal (Stöð 2 Sport 3)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×