Ánægður Andri fimmti Íslendingurinn í efstu deild Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 08:00 Andri Fannar Baldursson í rauðum og svörtum búningi Bologna í leiknum við Udinese í gær. Þetta var fyrsti leikur hans í efstu deild á Ítalíu. vísir/getty Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. Andri Fannar kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í 1-1 jafntefli Bologna við Udinese, en Bologna var 1-0 undir þegar hann mætti inn á völlinn. Á vefmiðlinum gianlucadimarzio.com er farið fögrum orðum um innkomu þessa 18 ára gamla Blika sem þjálfarinn Sinisa Mihajlovic ákvað að veðja á í þeirri meiðslakrísu sem Bologna er í. Segir þar að Andri Fannar hafi verið sannfærandi og að hann muni án efa fá að sýna sig frekar og sanna innan tíðar. Áður hafa Albert Guðmundsson eldri, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon spilað í efstu deild Ítalíu og Andri bætist því í góðan hóp. Hann tjáði sig stuttlega við fjölmiðla eftir leikinn í gær: „Ég er virkilega ánægður með minn fyrsta leik. Ég lagði hart að mér í vikunni en átti ekki von á því að fá að spila. Þjálfarinn sagði mér bara að spila á þann hátt sem ég kann og njóta þess, ég reyndi að gera mitt besta og á endanum náðum við jafntefli á spennandi lokakafla,“ sagði Andri Fannar. „Mér líður vel í Bologna. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta á Íslandi, og líklega vegna þess að við erum víkingar þá gefumst við aldrei upp. Ef að ég verð aftur valinn til að spila þá verð ég tilbúinn og reyni að gera mitt besta fyrir liðið,“ sagði Andri Fannar. Andri kom til Bologna frá Breiðabliki í byrjun síðasta árs, fyrst að láni en var svo keyptur í ágúst. Hann náði að leika einn leik með Blikum í efstu deild áður en hann hélt til Ítalíu, og hefur einu sinni áður verið í leikmannahópi aðalliðs Bologna í alvöru leik, 2-1 sigri gegn Sampdoria í október. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum ítölsku A-deildarinnar með 34 stig, aðeins tveimur stigum frá 6. sæti og því með í baráttunni um Evrópusæti. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Hinn efnilegi Andri Fannar Baldursson varð í gær fimmti Íslendingurinn til þess að spila í efstu deild ítalska fótboltans. Andri Fannar kom inn á sem varamaður á 59. mínútu í 1-1 jafntefli Bologna við Udinese, en Bologna var 1-0 undir þegar hann mætti inn á völlinn. Á vefmiðlinum gianlucadimarzio.com er farið fögrum orðum um innkomu þessa 18 ára gamla Blika sem þjálfarinn Sinisa Mihajlovic ákvað að veðja á í þeirri meiðslakrísu sem Bologna er í. Segir þar að Andri Fannar hafi verið sannfærandi og að hann muni án efa fá að sýna sig frekar og sanna innan tíðar. Áður hafa Albert Guðmundsson eldri, Emil Hallfreðsson, Birkir Bjarnason og Hörður Björgvin Magnússon spilað í efstu deild Ítalíu og Andri bætist því í góðan hóp. Hann tjáði sig stuttlega við fjölmiðla eftir leikinn í gær: „Ég er virkilega ánægður með minn fyrsta leik. Ég lagði hart að mér í vikunni en átti ekki von á því að fá að spila. Þjálfarinn sagði mér bara að spila á þann hátt sem ég kann og njóta þess, ég reyndi að gera mitt besta og á endanum náðum við jafntefli á spennandi lokakafla,“ sagði Andri Fannar. „Mér líður vel í Bologna. Það er mikil ástríða fyrir fótbolta á Íslandi, og líklega vegna þess að við erum víkingar þá gefumst við aldrei upp. Ef að ég verð aftur valinn til að spila þá verð ég tilbúinn og reyni að gera mitt besta fyrir liðið,“ sagði Andri Fannar. Andri kom til Bologna frá Breiðabliki í byrjun síðasta árs, fyrst að láni en var svo keyptur í ágúst. Hann náði að leika einn leik með Blikum í efstu deild áður en hann hélt til Ítalíu, og hefur einu sinni áður verið í leikmannahópi aðalliðs Bologna í alvöru leik, 2-1 sigri gegn Sampdoria í október. Bologna er í 10. sæti af 20 liðum ítölsku A-deildarinnar með 34 stig, aðeins tveimur stigum frá 6. sæti og því með í baráttunni um Evrópusæti.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Andri Fannar spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bologna í dramatísku jafntefli Átján ára Íslendingur lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Bologna í dag. 22. febrúar 2020 15:58