Afsanna rætnar samsæriskenningar um aldur drengsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. febrúar 2020 23:35 Viðbrögðin við myndbandinu af Quaden hafa verið gífurleg. Fjölmiðlar hafa í gær og í dag afsannað rætnar samsæriskenningar um aldur Quaden Bayles, níu ára þolanda eineltis sem hlotið hefur gríðarlegan stuðning eftir að myndband af honum fór eins og eldur í sinu um netheima. Móðir Quadens birti myndbandið á Facebook-síðu sinni í vikunni. Þar má heyra Quaden segja að hann vilji deyja sökum eineltis sem hann hefur þurft að þola um árabil. Quaden er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia), algengustu tegund dvergvaxtar. Eftir að myndbandið birtist fór Quaden að berast stuðningur úr öllum áttum. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna, úr röðum almennra netverja sem og Hollywood-stjarna, og myllumerkið #StopBullying varð vinsælt á Twitter. Sjá einnig: Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Strax sama dag og myndbandið fór í dreifingu hófu að birtast færslur á samfélagsmiðlum, þar sem Quaden var sagður hafa blekkt netheima. Hann væri í raun átján ára, vel efnuð Instagram-stjarna. Því til sönnunar var m.a. bent á myndir úr afmælisveislu, sem birtar höfðu verið á Instagram-reikningi Quadens, þar sem átján ára afmæli virtist fagnað. Quaden reyndist þó aðeins gestur í þeirri veislu, ekki afmælisbarnið. wtf is this ? hes 18? and an actor? #QuadenBayles pic.twitter.com/301MlLdTma— shanrrr (@shanohni) February 21, 2020 Fjölmiðlar og aðrir samfélagsmiðlanotendur afsönnuðu fljótt umræddar samsæriskenningar. Þannig var vísað í myndir á Facebook-síðu móður hans sem teknar voru árið 2011, þar sem sést vel að Quaden var aðeins nokkurra mánaða. Þá hefur einnig verið bent á ýmiss konar fjölmiðlaumfjöllun um Quaden í gegnum árin. Quaden var þannig sagður fjögurra ára þegar tekið var viðtal við hann á áströlsku sjónvarpsstöðinni Network 10 árið 2015. Það kemur heim og saman við aldur hans nú. “Don't believe everything you read on the internet” says the people who believe #QuadenBayles is 18 because of some Facebook post with no actual proof. Just search a bit deeper and you'll find the truth. Stop spreading lies. He's 9. pic.twitter.com/ovQezLvv4t— (@Trashnaldo) February 21, 2020 Quaden fékk í dag að leiða ruðningslið Indigenous All Stars inn á leikvanginn í leik liðsins gegn New Zealand Maoris. Leikmenn Indigenous All Stars voru einmitt á meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við hann í gær. Quaden virtist hæstánægður með hlutskipti sitt á leikvanginum í dag; hélt í hönd fyrirliðans á leið inn á völlinn og stillti sér upp á ljósmyndum með liðinu. Ástralía Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Fjölmiðlar hafa í gær og í dag afsannað rætnar samsæriskenningar um aldur Quaden Bayles, níu ára þolanda eineltis sem hlotið hefur gríðarlegan stuðning eftir að myndband af honum fór eins og eldur í sinu um netheima. Móðir Quadens birti myndbandið á Facebook-síðu sinni í vikunni. Þar má heyra Quaden segja að hann vilji deyja sökum eineltis sem hann hefur þurft að þola um árabil. Quaden er með brjóskkyrkingu (anchondroplasia), algengustu tegund dvergvaxtar. Eftir að myndbandið birtist fór Quaden að berast stuðningur úr öllum áttum. Skilaboðum hefur rignt yfir fjölskylduna, úr röðum almennra netverja sem og Hollywood-stjarna, og myllumerkið #StopBullying varð vinsælt á Twitter. Sjá einnig: Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Strax sama dag og myndbandið fór í dreifingu hófu að birtast færslur á samfélagsmiðlum, þar sem Quaden var sagður hafa blekkt netheima. Hann væri í raun átján ára, vel efnuð Instagram-stjarna. Því til sönnunar var m.a. bent á myndir úr afmælisveislu, sem birtar höfðu verið á Instagram-reikningi Quadens, þar sem átján ára afmæli virtist fagnað. Quaden reyndist þó aðeins gestur í þeirri veislu, ekki afmælisbarnið. wtf is this ? hes 18? and an actor? #QuadenBayles pic.twitter.com/301MlLdTma— shanrrr (@shanohni) February 21, 2020 Fjölmiðlar og aðrir samfélagsmiðlanotendur afsönnuðu fljótt umræddar samsæriskenningar. Þannig var vísað í myndir á Facebook-síðu móður hans sem teknar voru árið 2011, þar sem sést vel að Quaden var aðeins nokkurra mánaða. Þá hefur einnig verið bent á ýmiss konar fjölmiðlaumfjöllun um Quaden í gegnum árin. Quaden var þannig sagður fjögurra ára þegar tekið var viðtal við hann á áströlsku sjónvarpsstöðinni Network 10 árið 2015. Það kemur heim og saman við aldur hans nú. “Don't believe everything you read on the internet” says the people who believe #QuadenBayles is 18 because of some Facebook post with no actual proof. Just search a bit deeper and you'll find the truth. Stop spreading lies. He's 9. pic.twitter.com/ovQezLvv4t— (@Trashnaldo) February 21, 2020 Quaden fékk í dag að leiða ruðningslið Indigenous All Stars inn á leikvanginn í leik liðsins gegn New Zealand Maoris. Leikmenn Indigenous All Stars voru einmitt á meðal þeirra sem lýstu yfir stuðningi við hann í gær. Quaden virtist hæstánægður með hlutskipti sitt á leikvanginum í dag; hélt í hönd fyrirliðans á leið inn á völlinn og stillti sér upp á ljósmyndum með liðinu.
Ástralía Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Gífurlegur stuðningur við ungan þolanda skelfilegs eineltis Myndband sem móðir ungs drengs með dvergvöxt birti í vikunni hefur farið eins og eldur um sinu og vakið gífurlega athygli. 21. febrúar 2020 11:00