Hætta á meindýrum mistökum: Segja fyrirtækjanöfn meindýraeyða geta verið villandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2020 11:00 Mýsnar valda nú usla eins og oft áður. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, ætlar að beina málinu til Neytendastofu. Vísir/Vilhelm - Getty/Life On White Meindýraeyðar bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum eru sammála um að nöfn fyrirtækja sem taki að sér slík verkefni geti valdið ruglingi hjá neytendum. Neytendasamtökin telja að framsetning slíkra fyrirtækja sé í sumum tilfellum villandi og hyggjast beina kvörtun vegna málsins til þar til bærra yfirvalda. Umræddur reikningur sem hefur nú verið felldur niður.Helga Helgadóttir Móðir Helgu Helgadóttur brá heldur í brún fyrr í mánuðinum þegar hún varð óvænt var við mús inni á heimilinu. Áfallið var þó ekki síðra þegar hún fékk 92 þúsund króna reikninginn frá meindýraeyðinum sem stoppaði að hennar sögn við í tíu mínútur og setti niður nokkrar límgildrur. Fyrirtækið sem um ræðir gengur undir nafninu Meindýravarnir Reykjavíkur en hún áttaði sig síðar á því að ef hún hefði hringt í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar hefðu borgarstarfsmenn reynt að uppræta vandann henni að kostnaðarlausu. Þar skipti lítill munur á nafni miklu máli fyrir veski ellilífeyrisþegans. Hringdi í óðagoti Helga, sem vakti athygli á málinu á Facebook, segir að móðir sín hafi áður heyrt um þessa ókeypis þjónustu borgarinnar. Mýsla hafi hins vegar skapað óðagot og hún hringt í númerið sem hún sá koma fyrst upp. Þess ber að geta að umræddur reikningur var felldur niður og segja forsvarsmenn fyrirtækisins að um mistök hafi verið að ræða. Eftir stendur að auðvelt er að álykta að fyrirtæki sem gangi undir nafninu Meindýravarnir Reykjavíkur sé þjónusta á vegum sveitarfélagsins. Aðilarnir þrír sem koma upp þegar leitað er að Meindýravörnum Reykjavíkur á þjónustuvefnum Já.is Ekki um að ræða einsdæmi Stutt leit á þjónustuvefnum Já.is leiðir í ljós nöfn á borð við Meindýraeyðir Reykjavíkur, Meindýraeyðing Seltjarnarness, Meindýraeyðing Hafnarfjarðar, Meindýravarnir Kópavogs og Meindýravarnir Akureyrar og nágrennis. Nokkur þessara heita eru skráð á sama fyrirtækið sem ber lögheitið Meindýraeyðing Reykjavíkur. Er það einnig skráð á Já.is sem Meindýravarnir Kópavogs, Meindýraeyðing Hafnarfjarðar og Meindýraeyðing Garðarbæjar en öll nöfnin vísa á sameiginlega síðu. Ólafur Sigurðsson, eigandi fyrirtækisins, segir að það sé venja í þessum bransa og mörgum öðrum að fyrirtækjanafnið endurspegli svæðið sem það sinni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Baldur Neytendasamtökin segja nafngiftirnar vera villandi Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir samtökin hafa skoðað þessi mál og telji þessa framsetningu geta vera villandi. „Það er náttúrulega villandi ef neytandi telur sig eiga viðskipti við opinbera aðila en er svo í samskiptum við einkaaðila. Þannig að það má alveg færa rök fyrir því að þessar auglýsingar, að stilla sér svona upp nánast með sama nafni og opinber þjónusta, það er villandi og fyrirtækið heitir allt öðru nafni.“ Neytendastofa hefur eftirlit með auglýsingum fyrirtækja og viðskiptaháttum. Að sögn Breka munu Neytendasamtökin tilkynna málið til stofnunarinnar strax á morgun og óska eftir því að það verði skoðað. Meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar tekur undir Ólafur Ingi Heiðarsson, meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar, staðfestir að þeir taki að sér verkefni í heimahúsum, borgarbúum að endurgjaldslausu. Það eigi þó einungis við um ákveðin verkefni, til að mynda ef um er að ræða músa- eða rottugang. Ólafur hefur orðið var við það að nokkur fyrirtæki beri nöfn sem svipi mjög til Meindýravarna Reykjavíkurborgar og heyrt af því að sumum borgarbúum þyki þetta villandi. „Vissulega eru nöfnin svolítið villandi. Manni svona þætti vera siðferðisleg skylda einhvern veginn hjá þeim að benda fólki á þetta og flestir gera það.“ Mikki mús er ekki velkominn á öll heimili.Getty/Life on White Meindýraeyðir hjá Meindýraeyðingu Reykjavíkur kannast við rugling Ólafur Sigurðsson, eigandi Meindýraeyðingar Reykjavíkur, segist kannast við misskilninginn. „Maður er alltaf að útskýra fyrir fólki að þetta er ekki borgin, við erum einkaaðilar.“ Það sé þó ekki á hans ábyrgð ef fólk eigi til að ruglast á nöfnunum. „Meindýraeyðir Reykjavíkur er það meindýraeyðir Reykjavíkurborgar? Auðvitað ruglar fólk þessu saman. Ég get ekkert að því gert en það er ekki þar með sagt að mér sé bannað að kalla mig Meindýraeyðing Reykjavíkur eða Meindýraeyðing Kópavogs eða Meindýraeyðing Hafnarfjarðar eða Mosfellsbæjar eða whatever.“ „Ef fólk les vitlaust þá er það ekki mér að kenna sjáðu til.“ Segir að þetta sé allt skýrt Ólafur segir að skráningarnar séu skýrar á Já.is og að nafnið sé leyfilegt svo lengi sem það innihaldi ekki orðið Reykjavíkurborg. „Þetta er skýrt. Það er enginn að plata einn eða neinn. Reykjavíkurborg er með allt sitt í símaskránni.“ Hann hafnar því að það sé óeðlilegt að skrá fyrirtækið undir ólíkum heitum á Já.is þar sem það sé tengt við mismunandi sveitarfélög. Hann segir að fleiri fyrirtæki beiti svipuðum aðferðum. „Sko, þú ert að vinna á öllu svæðinu. Þetta er allt leyfilegt, það er ekkert að þessu. Ég er að vinna á öllum þessum stöðum.“ Ólafur segist ekki hafa haft vitneskju um það að Reykjavíkurborg taki að sér að bregðast við músagangi endurgjaldslaust. Hann vísi þó öllum sem glími við rottugang á borgina. Dýr Neytendur Reykjavík Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Meindýraeyðar bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum eru sammála um að nöfn fyrirtækja sem taki að sér slík verkefni geti valdið ruglingi hjá neytendum. Neytendasamtökin telja að framsetning slíkra fyrirtækja sé í sumum tilfellum villandi og hyggjast beina kvörtun vegna málsins til þar til bærra yfirvalda. Umræddur reikningur sem hefur nú verið felldur niður.Helga Helgadóttir Móðir Helgu Helgadóttur brá heldur í brún fyrr í mánuðinum þegar hún varð óvænt var við mús inni á heimilinu. Áfallið var þó ekki síðra þegar hún fékk 92 þúsund króna reikninginn frá meindýraeyðinum sem stoppaði að hennar sögn við í tíu mínútur og setti niður nokkrar límgildrur. Fyrirtækið sem um ræðir gengur undir nafninu Meindýravarnir Reykjavíkur en hún áttaði sig síðar á því að ef hún hefði hringt í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar hefðu borgarstarfsmenn reynt að uppræta vandann henni að kostnaðarlausu. Þar skipti lítill munur á nafni miklu máli fyrir veski ellilífeyrisþegans. Hringdi í óðagoti Helga, sem vakti athygli á málinu á Facebook, segir að móðir sín hafi áður heyrt um þessa ókeypis þjónustu borgarinnar. Mýsla hafi hins vegar skapað óðagot og hún hringt í númerið sem hún sá koma fyrst upp. Þess ber að geta að umræddur reikningur var felldur niður og segja forsvarsmenn fyrirtækisins að um mistök hafi verið að ræða. Eftir stendur að auðvelt er að álykta að fyrirtæki sem gangi undir nafninu Meindýravarnir Reykjavíkur sé þjónusta á vegum sveitarfélagsins. Aðilarnir þrír sem koma upp þegar leitað er að Meindýravörnum Reykjavíkur á þjónustuvefnum Já.is Ekki um að ræða einsdæmi Stutt leit á þjónustuvefnum Já.is leiðir í ljós nöfn á borð við Meindýraeyðir Reykjavíkur, Meindýraeyðing Seltjarnarness, Meindýraeyðing Hafnarfjarðar, Meindýravarnir Kópavogs og Meindýravarnir Akureyrar og nágrennis. Nokkur þessara heita eru skráð á sama fyrirtækið sem ber lögheitið Meindýraeyðing Reykjavíkur. Er það einnig skráð á Já.is sem Meindýravarnir Kópavogs, Meindýraeyðing Hafnarfjarðar og Meindýraeyðing Garðarbæjar en öll nöfnin vísa á sameiginlega síðu. Ólafur Sigurðsson, eigandi fyrirtækisins, segir að það sé venja í þessum bransa og mörgum öðrum að fyrirtækjanafnið endurspegli svæðið sem það sinni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Baldur Neytendasamtökin segja nafngiftirnar vera villandi Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir samtökin hafa skoðað þessi mál og telji þessa framsetningu geta vera villandi. „Það er náttúrulega villandi ef neytandi telur sig eiga viðskipti við opinbera aðila en er svo í samskiptum við einkaaðila. Þannig að það má alveg færa rök fyrir því að þessar auglýsingar, að stilla sér svona upp nánast með sama nafni og opinber þjónusta, það er villandi og fyrirtækið heitir allt öðru nafni.“ Neytendastofa hefur eftirlit með auglýsingum fyrirtækja og viðskiptaháttum. Að sögn Breka munu Neytendasamtökin tilkynna málið til stofnunarinnar strax á morgun og óska eftir því að það verði skoðað. Meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar tekur undir Ólafur Ingi Heiðarsson, meindýraeyðir hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar, staðfestir að þeir taki að sér verkefni í heimahúsum, borgarbúum að endurgjaldslausu. Það eigi þó einungis við um ákveðin verkefni, til að mynda ef um er að ræða músa- eða rottugang. Ólafur hefur orðið var við það að nokkur fyrirtæki beri nöfn sem svipi mjög til Meindýravarna Reykjavíkurborgar og heyrt af því að sumum borgarbúum þyki þetta villandi. „Vissulega eru nöfnin svolítið villandi. Manni svona þætti vera siðferðisleg skylda einhvern veginn hjá þeim að benda fólki á þetta og flestir gera það.“ Mikki mús er ekki velkominn á öll heimili.Getty/Life on White Meindýraeyðir hjá Meindýraeyðingu Reykjavíkur kannast við rugling Ólafur Sigurðsson, eigandi Meindýraeyðingar Reykjavíkur, segist kannast við misskilninginn. „Maður er alltaf að útskýra fyrir fólki að þetta er ekki borgin, við erum einkaaðilar.“ Það sé þó ekki á hans ábyrgð ef fólk eigi til að ruglast á nöfnunum. „Meindýraeyðir Reykjavíkur er það meindýraeyðir Reykjavíkurborgar? Auðvitað ruglar fólk þessu saman. Ég get ekkert að því gert en það er ekki þar með sagt að mér sé bannað að kalla mig Meindýraeyðing Reykjavíkur eða Meindýraeyðing Kópavogs eða Meindýraeyðing Hafnarfjarðar eða Mosfellsbæjar eða whatever.“ „Ef fólk les vitlaust þá er það ekki mér að kenna sjáðu til.“ Segir að þetta sé allt skýrt Ólafur segir að skráningarnar séu skýrar á Já.is og að nafnið sé leyfilegt svo lengi sem það innihaldi ekki orðið Reykjavíkurborg. „Þetta er skýrt. Það er enginn að plata einn eða neinn. Reykjavíkurborg er með allt sitt í símaskránni.“ Hann hafnar því að það sé óeðlilegt að skrá fyrirtækið undir ólíkum heitum á Já.is þar sem það sé tengt við mismunandi sveitarfélög. Hann segir að fleiri fyrirtæki beiti svipuðum aðferðum. „Sko, þú ert að vinna á öllu svæðinu. Þetta er allt leyfilegt, það er ekkert að þessu. Ég er að vinna á öllum þessum stöðum.“ Ólafur segist ekki hafa haft vitneskju um það að Reykjavíkurborg taki að sér að bregðast við músagangi endurgjaldslaust. Hann vísi þó öllum sem glími við rottugang á borgina.
Dýr Neytendur Reykjavík Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira