Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2020 23:17 Frá kauphöllinni í New York í dag. AP/Richard Drew Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. Dow Jones vísitalan lækkaði um rúm þúsund stig, en það samsvarar 3,6 prósentum. Svipuð lækkun varð á öðrum vísitölum og segja sérfræðingar að dagurinn hafi verið sá versti í tvö ár. Hlutabréf tæknifyrirtækja og fjármálastofnana lækkuðu hvað mest í virði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lækkunin á mörkuðum í Evrópu var að mestu leiti meiri en í Bandaríkjunum og þá sérstaklega á Ítalíu, þar sem minnst sjö hafa dáið vegna veirunnar. Þar var lækkunin tæp sex prósent. Um það bil 77 þúsund manns hafa smitast af veirunni í Kína og nærri því 2.600 dáið. Smitum hefur þó fjölgað hratt utan landamæra Kína og sendi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin frá sér þau skilaboð í gær að heimsbyggðin þurfi að undirbúa sig fyrir mögulegan heimsfaraldur kórónaveirunnar. Rúmlega 1.200 smit hafa verið staðfest í um þrjátíu löndum. Þar af hafa rúmlega tuttugu dáið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir fjárfesta hafa sýnt mikið andvaraleysi á undanförnum vikum, þrátt fyrir skýr merki um að efnahagur Kína, sá næst stærsti í heiminum, hafi orðið fyrir miklu höggi. Þar að auki hafi birgðakeðja heimsins orðið fyrir truflunum. Hann sagði markaði hafa tekið kipp niður á við í janúar en fljótt hafi rétt úr kútnum. Það hafi verið til marks um að ekki væri talið að Covid-19 kórónaveiran kæmi verulega niður á hagnaði fyrirtækja. Nú sé verið að endurskoða það viðhorf. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. Dow Jones vísitalan lækkaði um rúm þúsund stig, en það samsvarar 3,6 prósentum. Svipuð lækkun varð á öðrum vísitölum og segja sérfræðingar að dagurinn hafi verið sá versti í tvö ár. Hlutabréf tæknifyrirtækja og fjármálastofnana lækkuðu hvað mest í virði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Lækkunin á mörkuðum í Evrópu var að mestu leiti meiri en í Bandaríkjunum og þá sérstaklega á Ítalíu, þar sem minnst sjö hafa dáið vegna veirunnar. Þar var lækkunin tæp sex prósent. Um það bil 77 þúsund manns hafa smitast af veirunni í Kína og nærri því 2.600 dáið. Smitum hefur þó fjölgað hratt utan landamæra Kína og sendi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin frá sér þau skilaboð í gær að heimsbyggðin þurfi að undirbúa sig fyrir mögulegan heimsfaraldur kórónaveirunnar. Rúmlega 1.200 smit hafa verið staðfest í um þrjátíu löndum. Þar af hafa rúmlega tuttugu dáið. Sérfræðingur sem BBC ræddi við segir fjárfesta hafa sýnt mikið andvaraleysi á undanförnum vikum, þrátt fyrir skýr merki um að efnahagur Kína, sá næst stærsti í heiminum, hafi orðið fyrir miklu höggi. Þar að auki hafi birgðakeðja heimsins orðið fyrir truflunum. Hann sagði markaði hafa tekið kipp niður á við í janúar en fljótt hafi rétt úr kútnum. Það hafi verið til marks um að ekki væri talið að Covid-19 kórónaveiran kæmi verulega niður á hagnaði fyrirtækja. Nú sé verið að endurskoða það viðhorf.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Fjöldi smitaðra utan Kína tvöfaldast á einni viku Óttast er að heimsfaraldur verði vegna nýju kórónaveirunnar, sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Fjöldi smita utan meginlands Kína hefur meira en tvöfaldast á einni viku. 24. febrúar 2020 21:00