Losun Kína dregst saman tímabundið vegna kórónuveirunnar Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 10:33 Dregið hefur úr mengun og framleiðslu í Kína vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í Wuhan í desember. Vísir/EPA Samdráttur í framleiðslu og minni eftirspurn eftir orku vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hefur dregið úr losun Kína á gróðurhúsalofttegundum um fjórðung. Innspýting kínverskra stjórnvalda til að bregðast við faraldrinum gæti þó aukið losunina og eytt ávinningnum. Alls hafa nú um 80.000 manns smitast af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í desember og á þriðja þúsund manns hafa látist. Langflest smitin hafa greinst í Kína og hefur faraldurinn valdið verulegri röskun á daglegu lífi, ferðalögum og viðskiptum. Faraldurinn hefur leitt til þess að framleiðsla hefur dregist saman og eftirspurn eftir orku sömuleiðis. Þannig hefur kolanotkun í orkuverum í Kína verið sú lægsta í fjögur ár undanfarnar vikur og stálframleiðsla hefur ekki verið minni í fimm ár. Innanlandsflugferðum hefur fækkað um 70% borið saman við janúar og svifryksmengun hefur dregist saman um meira en þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Í greiningu vefsíðunnar Carbon Brief sem birtist í síðustu viku er áætlað að framleiðsla í mikilvægustu atvinnugreinum Kína hafi dregist saman um 15-40% vegna aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirunni. Líklegt sé að þetta hafi leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda hafi dregist saman um fjórðung undanfarnar tvær vikur á undan. Losunin væri alla jafna að aukast eftir nýárshátíðarhöld Kínverja. Sé miðað við losun Kína á sama tímabili í fyrra gæti losunin nú hafa dregist saman um hundrað milljón tonn koltvísýrings, um 6% af heildarlosun heimsbyggðarinnar á því tímabili. Kína er stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Viðbrögð stjórnvalda gætu aukið losun aftur og enn meira Áhrif faraldursins á losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni eru líkleg til að vera tímabundin. Kínversk stjórnvöld hafa hvatt héraðsstjórnir til þess að blása lífi í hagkerfið aftur. Hugmyndir hafa verið um að stjórnvöld hraði vinnu við stórtækar framkvæmdir og auki opinber útgjöld og lánveitingar banka. Aukning í losun vegna slíkra efnahagslegra hvata gæti þannig vegið alfarið upp á móti samdrætti nú. Það sama var uppi á teningnum eftir fjármálakreppuna og niðursveiflu í kínverska hagkerfinu árið 2015. Kína Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Samdráttur í framleiðslu og minni eftirspurn eftir orku vegna aðgerða til að takmarka útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hefur dregið úr losun Kína á gróðurhúsalofttegundum um fjórðung. Innspýting kínverskra stjórnvalda til að bregðast við faraldrinum gæti þó aukið losunina og eytt ávinningnum. Alls hafa nú um 80.000 manns smitast af nýju afbrigði kórónuveirunnar sem kom fyrst upp í borginni Wuhan í Kína í desember og á þriðja þúsund manns hafa látist. Langflest smitin hafa greinst í Kína og hefur faraldurinn valdið verulegri röskun á daglegu lífi, ferðalögum og viðskiptum. Faraldurinn hefur leitt til þess að framleiðsla hefur dregist saman og eftirspurn eftir orku sömuleiðis. Þannig hefur kolanotkun í orkuverum í Kína verið sú lægsta í fjögur ár undanfarnar vikur og stálframleiðsla hefur ekki verið minni í fimm ár. Innanlandsflugferðum hefur fækkað um 70% borið saman við janúar og svifryksmengun hefur dregist saman um meira en þriðjung frá sama tímabili í fyrra. Í greiningu vefsíðunnar Carbon Brief sem birtist í síðustu viku er áætlað að framleiðsla í mikilvægustu atvinnugreinum Kína hafi dregist saman um 15-40% vegna aðgerða stjórnvalda gegn kórónuveirunni. Líklegt sé að þetta hafi leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda hafi dregist saman um fjórðung undanfarnar tvær vikur á undan. Losunin væri alla jafna að aukast eftir nýárshátíðarhöld Kínverja. Sé miðað við losun Kína á sama tímabili í fyrra gæti losunin nú hafa dregist saman um hundrað milljón tonn koltvísýrings, um 6% af heildarlosun heimsbyggðarinnar á því tímabili. Kína er stærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Viðbrögð stjórnvalda gætu aukið losun aftur og enn meira Áhrif faraldursins á losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni eru líkleg til að vera tímabundin. Kínversk stjórnvöld hafa hvatt héraðsstjórnir til þess að blása lífi í hagkerfið aftur. Hugmyndir hafa verið um að stjórnvöld hraði vinnu við stórtækar framkvæmdir og auki opinber útgjöld og lánveitingar banka. Aukning í losun vegna slíkra efnahagslegra hvata gæti þannig vegið alfarið upp á móti samdrætti nú. Það sama var uppi á teningnum eftir fjármálakreppuna og niðursveiflu í kínverska hagkerfinu árið 2015.
Kína Loftslagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira