Sport

Sendur í leyfi fyrir að kalla leikstjórnanda „helvítis dverg“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Baker Mayfield hefur ekki alveg náð að standa undir væntingum.
Baker Mayfield hefur ekki alveg náð að standa undir væntingum. vísir/getty

Starfsmaður á útvarpsstöð ESPN í Cleveland missti sig algjörlega á dögunum og hefur nú verið sendur í leyfi. Ekki er víst að hann fái að koma til baka úr því leyfi.

Sá heitir Tony Grossi og hann kallaði leikstjórnanda Cleveland Browns, Baker Mayfield, „helvítis dverg“ í útsendingu. Það fór ekki vel ofan í mannskapinn.

Verið var að ræða leikstjórnendur sem Cleveland hefði getað fengið frekar en Heisman-verðlaunahafann sem Browns valdi númer eitt í nýliðavalinu 2018.

„Carson Wentz, DeShaun Watson, Patrick Mahomes og nú Joe Burrow. Hvað erum við svo með? Helvítis dverg,“ sagði Grossi heitur en það voru hans síðustu orð í útvarpinu í bili.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×