Spurt og svarað um kórónuveiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 15:30 Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Mílanó er í Lombardy-héraði, einu af fjórum héruðum á Norður-Ítalíu sem skilgreind eru sem áhættusvæði vegna kórónuveirunnar. vísir/getty Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. Yfir 80 þúsund manns eru smitaðir og hafa tæplega 3000 látist af völdum veirunnar. Þá eru sjö Íslendingar á meðal þúsund gesta sem eru í sóttkví á hóteli á Tenerife eftir að kórónuveirusmit greindist þar en alls hafa fjórir greinst með veiruna á hótelinu. Enn sem komið er hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en óvissustig er í gildi vegna veirunnar. Þá hefur enn ekki verið lýst yfir heimsfaraldri. Eins og gefur að skilja vakna ýmsar spurningar þegar veira á borð við þessa fer um heiminn en á vefsíðu landlæknisembættisins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er búið að taka saman ýmsar spurningar og svör um veiruna. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör við þeim.Hvað er kórónuveira? Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem valda ýmsum sjúkdómum hjá mönnum og dýrum, meðal annars fuglum og spendýrum. Kórónuveirur eru þekkt orsök kvefs en þær geta einnig valdið alvarlegri lungnabólgu og jafnvel dauða (aðrir faraldrar voru MERS-sýkingin í Mið-Austurlöndum frá árinu 2012 og SARS sýkingin frá Kína á árunum 2002–2003). SARS og MERS voru minna smitandi en inflúensa, en ollu faröldrum á ákveðnum svæðum og á sjúkrahúsum. Dánartíðni SARS- og MERS-sýkinganna var einnig mun hærri en fyrir inflúensu. Hvað er kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina? Um er að ræða nýja tegund kórónuveiru sem hefur ekki áður greinst í mönnum. Veiran var fyrst nefnd 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika hennar við SARS-veiruna svokölluðu hefur hún nú hlotið nafnið SARS-CoV-2. Sjúkdómurinn kallast síðan COVID-19. Veiran er ekki eins skæð og SARS eða MERS-kórónuveirur sem höfðu 10% og 35% dánartíðni, en virðist mun meira smitandi. Þessi faraldur hefur til að mynda nú þegar haft mun meiri áhrif í Kína og á heimsvísu en SARS-faraldurinn hafði. Uppruni veirunnar virðist hafa verið í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum og tengist ákveðnum matarmarkaði í borginni, sem verslaði með lifandi dýr og afurðir ýmissa dýra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan, óþekktan, millihýsil áður en smit barst í menn og loks manna á milli.Hver eru einkennin? Einkennin líkjast helst inflúensusýkingu. Hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta eru algengustu einkennin. Meltingareinkenni á borð við kviðverki, ógleði, uppköst og niðurgang eru ekki mjög áberandi með COVID-19 en þó þekkt, líkt og við inflúensu. Eins og inflúensa getur COVID-19 komið fram í alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.–8. degi veikinda.Hvernig smitast COVID-19 manna á milli? COVID-19 smitast á milli einstaklinga. Sjúkdómurinn getur borist manna á milli með snerti- og dropasmiti, svipað og inflúensa. Þetta þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og hraustur einstaklingur andar að sér dropum eða úða frá þeim veika, eða að hendur hans megnast af dropum og hann ber þær svo upp að andliti sínu. Hvað get ég gert til að forðast smit? Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti svo sem hurðahúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum, til dæmis peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta. Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, svo sem fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða viðbragðsaðila í samfélaginu þegar þeir hlúa að veikum. Við þrif eftir aðra, til að mynda í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánari upplýsingar hér. Er til bóluefni gegn veirunni? Nei. Ekki er til neitt bóluefni gegn veirunni og því er ekki hægt að bólusetja. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í Fréttablaðinu í dag að engar vonir væru bundnar við það að bóluefni verði til á næstunni. Það tekur mörg ár að búa til bóluefni sem er öruggt og virkt þannig að það er ekki inni í myndinni.Hverjir eru í mestri hættu á að fá alvarleg einkenni? Enn er ekki búið að skilgreina nákvæmlega áhættuhópa með tilliti til alvarlegrar sýkingar. Þó virðist eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á borð við háan blóðþrýsting, hjartasjúkdóma eða sykursýki oftar fá alvarlegri einkenni en aðrir.Hvaða meðferð er í boði? Engin sértæk meðferð er þekkt við sjúkdómnum en rannsóknir á ýmsum veirulyfjum hafa farið fram í Kína og er niðurstöðu beðið með eftirvæntingu. Meðferð beinist því enn sem komið er að því að sinna grunnþörfum og einkennum eftir ástandi sjúklings. Almenn aðhlynning getur einnig komið að góðu gagni. Hversu langur er meðgöngutími COVID-19 (e. incubation period)? Þegar talað er um meðgöngutíma (e. incubation period) COVID-19 er átt við þann tíma sem líður frá því að einstaklingur smitast af kórónuveirunni og þar til einkenni sjúkdómsins koma fram. Talið er að meðgöngutími COVID-19 sé á bilinu einn til fjórtán dagar, algengast eru fimm dagar. Að því er segir á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar verða þessar tölur uppfærðar þegar frekari gögn liggja fyrir.Hversu lengi lifir veiran á yfirborðsflötum? Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga. Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef.Hvað þýðir að vera útsettur fyrir smiti? Einstaklingur sem hefur umgengist veikan einstakling með COVID-19 hefur verið útsettur. Með því er átt við að hafa verið innan við einn til tvo metra frá veikum einstaklingi meðan hann var með hósta eða hnerra, eða hafa snert hann, sofið í sama rúmi, dvalið í sama húsnæði eða verið í sama farartæki. Heilbrigðisstarfsmenn sem sinna sjúklingum með COVID-19 hafa líka mögulega verið útsettir, en notkun hlífðarbúnaðar við slík störf minnkar verulega smithættu. Einkenni COVID-19 koma fram innan 14 daga frá smiti, svo aðeins þeir sem hafa verið útsettir innan 14 daga eru álitnir í hættu á að veikjast. Frá hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife sem sett var í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits. Að minnsta kosti sjö Íslendingar eru í sóttkví á hótelinu.vísir/getty Ég hef verið útsett(ur) fyrir COVID-19 smiti og er að veikjast, hvað á ég að gera? Að því er fram kemur á vef landlæknis er smithætta hérlendis hverfandi sem stendur því veiran hefur ekki greinst hér enn. Ef þú hefur verið á ferðalagi undanfarna 14 daga á svæðum þar sem sjúkdómurinn hefur komið upp, eða á einhvern hátt komist í snertingu við einstakling með sjúkdóminn, og þú hefur einkenni sem gætu tengst COVID-19 er þér bent á að hafa samband við heilsugæsluna þína eða Læknavaktina í síma 1700 til að fá nánari leiðbeiningar um smitgát og eftirlit. Ef um neyðartilvik er að ræða skal hringja í 112. Munið að nefna ferðasögu með tilliti til COVID-19 í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og 112. Ekki fara á sjúklingamóttöku, heilsugæslu, Læknavakt eða sjúkrahús án þess að hafa látið vita af þér fyrir fram. Meðan þú bíður niðurstöðu læknisskoðunar og/eða rannsókna getur verið gagnlegt að fara eftir leiðbeiningum fyrir einstaklinga í einangrun. Ef samskipti við aðra eru óhjákvæmileg er rétt að vera með grímu fyrir andlitinu eða að lágmarki nota bréf fyrir munn og nef við hósta og hnerra.Er óhætt að taka á móti pakka frá svæði þar sem veiran hefur greinst? Já. Líkurnar á að manneskja sem sé smituð af veirunni mengi vörur sem hún meðhöndlar er lág. Þá er einnig lítil hætta á því að smitast af veirunni af pakka sem hefur verið færður til, farið á milli svæða/landa og þannig verið í alls kyns aðstæðum og við margs konar hitastig. Þessi mynd er tekin á spítala í borginni Wuhan í Kína en talið er að veiran eigi uppruna sinn í þeirri borg.vísir/getty Er munur á sóttkví og einangrun? Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur (er einkennalaus). Einangrun á við sjúklinga með einkenni sjúkdóms. Hvort sem um sóttkví eða einangrun er að ræða þarf að takmarka umgengni við annað fólk, sjá nánar í leiðbeiningum til einstaklinga í sóttkví eða einangrun. Heimild sóttvarnalæknis til að grípa til slíkra ráðstafana er lögð fram í 12. grein sóttvarnalaga. Hægt er að hafa samband við Rauða krossinn varðandi aðföng eftir þörfum. Allir sem staddir eru hér á landi en þurfa að vera í sóttkví eða einangrun í heimahúsi geta haft samband við Hjálparsíma Rauða krossins í símanúmerinu 1717 eða á netspjalli á www.1717.is. Þar er hægt að óska eftir aðstoð, leita stuðnings, fá upplýsingar og ræða við einhvern í trúnaði. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og númerið er gjaldfrjálst. Sjá fleiri spurningar og svör annars veg á vef landlæknis og hins vegar á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttaskýringar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. Yfir 80 þúsund manns eru smitaðir og hafa tæplega 3000 látist af völdum veirunnar. Þá eru sjö Íslendingar á meðal þúsund gesta sem eru í sóttkví á hóteli á Tenerife eftir að kórónuveirusmit greindist þar en alls hafa fjórir greinst með veiruna á hótelinu. Enn sem komið er hefur enginn greinst með veiruna hér á landi en óvissustig er í gildi vegna veirunnar. Þá hefur enn ekki verið lýst yfir heimsfaraldri. Eins og gefur að skilja vakna ýmsar spurningar þegar veira á borð við þessa fer um heiminn en á vefsíðu landlæknisembættisins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er búið að taka saman ýmsar spurningar og svör um veiruna. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar spurningar og svör við þeim.Hvað er kórónuveira? Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem valda ýmsum sjúkdómum hjá mönnum og dýrum, meðal annars fuglum og spendýrum. Kórónuveirur eru þekkt orsök kvefs en þær geta einnig valdið alvarlegri lungnabólgu og jafnvel dauða (aðrir faraldrar voru MERS-sýkingin í Mið-Austurlöndum frá árinu 2012 og SARS sýkingin frá Kína á árunum 2002–2003). SARS og MERS voru minna smitandi en inflúensa, en ollu faröldrum á ákveðnum svæðum og á sjúkrahúsum. Dánartíðni SARS- og MERS-sýkinganna var einnig mun hærri en fyrir inflúensu. Hvað er kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina? Um er að ræða nýja tegund kórónuveiru sem hefur ekki áður greinst í mönnum. Veiran var fyrst nefnd 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika hennar við SARS-veiruna svokölluðu hefur hún nú hlotið nafnið SARS-CoV-2. Sjúkdómurinn kallast síðan COVID-19. Veiran er ekki eins skæð og SARS eða MERS-kórónuveirur sem höfðu 10% og 35% dánartíðni, en virðist mun meira smitandi. Þessi faraldur hefur til að mynda nú þegar haft mun meiri áhrif í Kína og á heimsvísu en SARS-faraldurinn hafði. Uppruni veirunnar virðist hafa verið í borginni Wuhan í Kína í desember síðastliðnum og tengist ákveðnum matarmarkaði í borginni, sem verslaði með lifandi dýr og afurðir ýmissa dýra. Veiran virðist hafa borist úr leðurblökum, trúlega með annan, óþekktan, millihýsil áður en smit barst í menn og loks manna á milli.Hver eru einkennin? Einkennin líkjast helst inflúensusýkingu. Hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir og þreyta eru algengustu einkennin. Meltingareinkenni á borð við kviðverki, ógleði, uppköst og niðurgang eru ekki mjög áberandi með COVID-19 en þó þekkt, líkt og við inflúensu. Eins og inflúensa getur COVID-19 komið fram í alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingu og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.–8. degi veikinda.Hvernig smitast COVID-19 manna á milli? COVID-19 smitast á milli einstaklinga. Sjúkdómurinn getur borist manna á milli með snerti- og dropasmiti, svipað og inflúensa. Þetta þýðir að veiran getur dreifst þegar veikur einstaklingur hóstar, hnerrar eða snýtir sér og hraustur einstaklingur andar að sér dropum eða úða frá þeim veika, eða að hendur hans megnast af dropum og hann ber þær svo upp að andliti sínu. Hvað get ég gert til að forðast smit? Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið fyrir heilbrigða til að forðast smit. Handþvottur með vatni og sápu er æskilegastur ef hendur eru óhreinar, en hendur sem virðast hreinar en hafa komið við sameiginlega snertifleti svo sem hurðahúna, eða tekið við hlutum úr annarra höndum, til dæmis peningum eða greiðslukortum má hreinsa með handspritti. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta. Grímur nýtast best þegar þeir sem eru veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, svo sem fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða viðbragðsaðila í samfélaginu þegar þeir hlúa að veikum. Við þrif eftir aðra, til að mynda í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánari upplýsingar hér. Er til bóluefni gegn veirunni? Nei. Ekki er til neitt bóluefni gegn veirunni og því er ekki hægt að bólusetja. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í Fréttablaðinu í dag að engar vonir væru bundnar við það að bóluefni verði til á næstunni. Það tekur mörg ár að búa til bóluefni sem er öruggt og virkt þannig að það er ekki inni í myndinni.Hverjir eru í mestri hættu á að fá alvarleg einkenni? Enn er ekki búið að skilgreina nákvæmlega áhættuhópa með tilliti til alvarlegrar sýkingar. Þó virðist eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma á borð við háan blóðþrýsting, hjartasjúkdóma eða sykursýki oftar fá alvarlegri einkenni en aðrir.Hvaða meðferð er í boði? Engin sértæk meðferð er þekkt við sjúkdómnum en rannsóknir á ýmsum veirulyfjum hafa farið fram í Kína og er niðurstöðu beðið með eftirvæntingu. Meðferð beinist því enn sem komið er að því að sinna grunnþörfum og einkennum eftir ástandi sjúklings. Almenn aðhlynning getur einnig komið að góðu gagni. Hversu langur er meðgöngutími COVID-19 (e. incubation period)? Þegar talað er um meðgöngutíma (e. incubation period) COVID-19 er átt við þann tíma sem líður frá því að einstaklingur smitast af kórónuveirunni og þar til einkenni sjúkdómsins koma fram. Talið er að meðgöngutími COVID-19 sé á bilinu einn til fjórtán dagar, algengast eru fimm dagar. Að því er segir á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar verða þessar tölur uppfærðar þegar frekari gögn liggja fyrir.Hversu lengi lifir veiran á yfirborðsflötum? Ekki er víst hversu lengi veiran sem veldur COVID-19 lifir á yfirborðsflötum en hún virðist haga sér eins og aðrar kórónuveirur. Rannsóknir gefa til kynna að kórónuveirur (þar með talið bráðabirgðaupplýsingar um veiruna sem veldur COVID-19) geti lifað á yfirborðsflötum allt frá fáeinum klukkutímum upp í nokkra daga. Ef þú heldur að yfirborðsflötur sé sýktur af veirunni skaltu þrífa hann með sótthreinsandi til að drepa veiruna og vernda þannig þig og aðra. Þvoðu svo hendur þínar með sótthreinsandi eða sápu og vatni. Forðastu að snerta augu, munn og nef.Hvað þýðir að vera útsettur fyrir smiti? Einstaklingur sem hefur umgengist veikan einstakling með COVID-19 hefur verið útsettur. Með því er átt við að hafa verið innan við einn til tvo metra frá veikum einstaklingi meðan hann var með hósta eða hnerra, eða hafa snert hann, sofið í sama rúmi, dvalið í sama húsnæði eða verið í sama farartæki. Heilbrigðisstarfsmenn sem sinna sjúklingum með COVID-19 hafa líka mögulega verið útsettir, en notkun hlífðarbúnaðar við slík störf minnkar verulega smithættu. Einkenni COVID-19 koma fram innan 14 daga frá smiti, svo aðeins þeir sem hafa verið útsettir innan 14 daga eru álitnir í hættu á að veikjast. Frá hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife sem sett var í sóttkví í gær vegna kórónuveirusmits. Að minnsta kosti sjö Íslendingar eru í sóttkví á hótelinu.vísir/getty Ég hef verið útsett(ur) fyrir COVID-19 smiti og er að veikjast, hvað á ég að gera? Að því er fram kemur á vef landlæknis er smithætta hérlendis hverfandi sem stendur því veiran hefur ekki greinst hér enn. Ef þú hefur verið á ferðalagi undanfarna 14 daga á svæðum þar sem sjúkdómurinn hefur komið upp, eða á einhvern hátt komist í snertingu við einstakling með sjúkdóminn, og þú hefur einkenni sem gætu tengst COVID-19 er þér bent á að hafa samband við heilsugæsluna þína eða Læknavaktina í síma 1700 til að fá nánari leiðbeiningar um smitgát og eftirlit. Ef um neyðartilvik er að ræða skal hringja í 112. Munið að nefna ferðasögu með tilliti til COVID-19 í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og 112. Ekki fara á sjúklingamóttöku, heilsugæslu, Læknavakt eða sjúkrahús án þess að hafa látið vita af þér fyrir fram. Meðan þú bíður niðurstöðu læknisskoðunar og/eða rannsókna getur verið gagnlegt að fara eftir leiðbeiningum fyrir einstaklinga í einangrun. Ef samskipti við aðra eru óhjákvæmileg er rétt að vera með grímu fyrir andlitinu eða að lágmarki nota bréf fyrir munn og nef við hósta og hnerra.Er óhætt að taka á móti pakka frá svæði þar sem veiran hefur greinst? Já. Líkurnar á að manneskja sem sé smituð af veirunni mengi vörur sem hún meðhöndlar er lág. Þá er einnig lítil hætta á því að smitast af veirunni af pakka sem hefur verið færður til, farið á milli svæða/landa og þannig verið í alls kyns aðstæðum og við margs konar hitastig. Þessi mynd er tekin á spítala í borginni Wuhan í Kína en talið er að veiran eigi uppruna sinn í þeirri borg.vísir/getty Er munur á sóttkví og einangrun? Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur (er einkennalaus). Einangrun á við sjúklinga með einkenni sjúkdóms. Hvort sem um sóttkví eða einangrun er að ræða þarf að takmarka umgengni við annað fólk, sjá nánar í leiðbeiningum til einstaklinga í sóttkví eða einangrun. Heimild sóttvarnalæknis til að grípa til slíkra ráðstafana er lögð fram í 12. grein sóttvarnalaga. Hægt er að hafa samband við Rauða krossinn varðandi aðföng eftir þörfum. Allir sem staddir eru hér á landi en þurfa að vera í sóttkví eða einangrun í heimahúsi geta haft samband við Hjálparsíma Rauða krossins í símanúmerinu 1717 eða á netspjalli á www.1717.is. Þar er hægt að óska eftir aðstoð, leita stuðnings, fá upplýsingar og ræða við einhvern í trúnaði. Hjálparsíminn er opinn allan sólarhringinn og númerið er gjaldfrjálst. Sjá fleiri spurningar og svör annars veg á vef landlæknis og hins vegar á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttaskýringar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32
Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30
Mikil óvissa meðal Íslendinga á smithótelinu á Tenerife Afar talmörkuð upplýsingagjöf. Samsetning Íslendingahópsins eru þrenn hjón og eitt barn. 26. febrúar 2020 13:16
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent