Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Kristján Már Unnarsson skrifar 27. febrúar 2020 11:45 Jóna Kristín Sigurðardóttir, frá Karlsstöðum í Berufirði, starfar núna sem gæðamatsmaður í Búlandstindi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti vorið 2014 að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. Saga endurreisnarinnar og hvernig nýjum stoðum var hleypt undir samfélagið á sunnanverðum Austfjörðum er rakin í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Við erum bara í góðum málum í dag. Þökk sé eldislaxinum. Við hefðum ekki neitt ef við hefðum ekki laxeldið. Það er bara þannig. Þetta er lífæðin okkar hérna,“ segir Jóna Kristín Sigurðardóttir, gæðamatsmaður í Búlandstindi, sem er meðal þeirra sem rætt er við. Jóna Kristín er frá Karlsstöðum í Berufirði en hefur búið á Djúpavogi í þrjátíu ár. Francisco Vides er í hópi margra erlendra starfsmanna en hann flutti til Íslands alla leið frá Mið-Ameríku, frá Hondúras. Hann talar íslensku og segist ekki vera á leið til baka, fjölskyldunni líði vel á Djúpavogi, hann sé að verða Íslendingur. Francisco Gomez Vides, starfsmaður Búlandstinds, flutti frá Hondúras en býr á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búlandstindur er núna í jafnri eigu þriggja aðila, tveggja laxeldisfyrirtækja; Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis, og Ósness, sem er í hefðbundnum fiskveiðum. Slátrun og vinnsla á eldislaxi er nýr grunnur starfseminnar. Jafnframt sinnir Búlandstindur hefðbundinni vinnslu á þorski og öðrum botnfiski. Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds, lýsir því markmiði fyrirtækisins að verða sláturhús fyrir allt fiskeldi á Austurlandi. Árið 2019 fóru um tvöþúsund tonn af veiddum bolfiski í gegnum húsið en 7-8 þúsund tonn af eldislaxi og gerir hann ráð fyrir að laxinn tvöfaldist á þessu ári. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Umsvifin í höfninni hafa líka breyst. Komin er ný tegund skipa, sem sérhæfð eru til að þjóna fiskeldinu, eins og brunnbátur á stærð við togara, sem sækir laxinn í kvíarnar. Það er liðin tíð á Djúpavogi að togarinn komi með mesta aflann til vinnslu í landi, núna er það brunnbáturinn. Þátturinn er sá fyrri af tveimur frá Djúpavogi og verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Seinni þátturinn verður svo frumsýndur næstkomandi mánudag kl. 19.10. Hér má sjá kafla úr fyrri þættinum: Djúpivogur Fiskeldi Sjávarútvegur Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti vorið 2014 að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. Saga endurreisnarinnar og hvernig nýjum stoðum var hleypt undir samfélagið á sunnanverðum Austfjörðum er rakin í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Við erum bara í góðum málum í dag. Þökk sé eldislaxinum. Við hefðum ekki neitt ef við hefðum ekki laxeldið. Það er bara þannig. Þetta er lífæðin okkar hérna,“ segir Jóna Kristín Sigurðardóttir, gæðamatsmaður í Búlandstindi, sem er meðal þeirra sem rætt er við. Jóna Kristín er frá Karlsstöðum í Berufirði en hefur búið á Djúpavogi í þrjátíu ár. Francisco Vides er í hópi margra erlendra starfsmanna en hann flutti til Íslands alla leið frá Mið-Ameríku, frá Hondúras. Hann talar íslensku og segist ekki vera á leið til baka, fjölskyldunni líði vel á Djúpavogi, hann sé að verða Íslendingur. Francisco Gomez Vides, starfsmaður Búlandstinds, flutti frá Hondúras en býr á Djúpavogi með fjölskyldu sinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búlandstindur er núna í jafnri eigu þriggja aðila, tveggja laxeldisfyrirtækja; Fiskeldis Austfjarða og Laxa fiskeldis, og Ósness, sem er í hefðbundnum fiskveiðum. Slátrun og vinnsla á eldislaxi er nýr grunnur starfseminnar. Jafnframt sinnir Búlandstindur hefðbundinni vinnslu á þorski og öðrum botnfiski. Elís Hlynur Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds, lýsir því markmiði fyrirtækisins að verða sláturhús fyrir allt fiskeldi á Austurlandi. Árið 2019 fóru um tvöþúsund tonn af veiddum bolfiski í gegnum húsið en 7-8 þúsund tonn af eldislaxi og gerir hann ráð fyrir að laxinn tvöfaldist á þessu ári. Elís Grétarsson, framkvæmdastjóri Búlandstinds ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Umsvifin í höfninni hafa líka breyst. Komin er ný tegund skipa, sem sérhæfð eru til að þjóna fiskeldinu, eins og brunnbátur á stærð við togara, sem sækir laxinn í kvíarnar. Það er liðin tíð á Djúpavogi að togarinn komi með mesta aflann til vinnslu í landi, núna er það brunnbáturinn. Þátturinn er sá fyrri af tveimur frá Djúpavogi og verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Seinni þátturinn verður svo frumsýndur næstkomandi mánudag kl. 19.10. Hér má sjá kafla úr fyrri þættinum:
Djúpivogur Fiskeldi Sjávarútvegur Um land allt Vinnumarkaður Tengdar fréttir Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45 Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45 Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24 Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Engin uppgjöf á Djúpavogi og fiskvinnslan endurreist Tekist hefur að endurheimta tvo þriðju hluta þeirra fiskvinnslustarfa sem töpuðust á Djúpavogi þegar Vísir í Grindavík ákvað að loka í fyrra. 27. ágúst 2015 20:45
Tekist á um stóraukið laxeldi á Austfjörðum Áform um stóraukið laxeldi gætu hleypt miklum þrótti í atvinnulíf á Austurlandi. Handhafar laxveiðihlunninda óttast hins vegar umhverfisslys. 22. september 2016 21:45
Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar. 26. febrúar 2020 09:24
Íbúar Djúpavogs í stríð við stjórnvöld: "Við neitum að gefast upp“ Sveitastjórn Djúpavogs fer óhefðbundnar leiðir til þess að mótmæla áhrifum fiskveiðistjórnunarkerfisins á sveitarfélagið. Tveir kvikmyndagerðarmenn, sem ólust þar upp, hafa nú gert áhrifaríkt myndband sem sýnir samstöðu íbúa Djúpavogs í baráttunni gegn stjórnvöldum. 20. maí 2014 14:01
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30