Síminn á ekki heima í svefnherberginu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 20:30 Ungmenni sem sækja nám í fjölbrautakerfi sofa lengur á nóttunni en jafnaldrar þeirra í bekkjakerfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður benda til þess að ungmenni verji um það bil jafnmiklum tíma á sólarhring í svefn og fer í skjánotkun. Í dag voru kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar um heilsuhegðun ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og þróun á heilbrigðisþáttum um 500 ungmenna og tengsl þeirra þátta við atgervi, andlega líðan, svefn og skólaumhverfi. „Í rauninni erum við búin að skoða árgang sem er fæddur 1999, reykvísk börn, fjórum sinnum á tíu árum á þeirra uppvaxtarárum,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Það er við sjö og níu ára aldur og aftur við fimmtán og sautján ára aldur. Þetta er eitt stærsta verkefni sem framkvæmt hefur verið í skólum á Íslandi að sögn Erlings. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.Vísir/Egill Fjöldi rannsakenda tók þátt í rannsókninni en niðurstöður hafa verið kynntar á heimasíðu verkefnisins. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ein þeirra en hún skoðaði breytinguna sem varð milli 15 og 17 ára aldurs með tilliti til svefns og hreyfingar. Sofa allt of lítið „Svefntíminn styttist. Hann var ekki nema, á skóladögum, rétt rúmir sex tímar í 10. bekk og fór eiginlega rétt undir sex tíma í framhaldsskóla á skóladögum. Sem kom okkur á óvart því við héldum að það væri eiginlega ekki hægt að sofa mikið minna en þessa sex klukkutíma,“ segir Rúna. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis er mælt með minnst átta klukkustunda nætursvefni fyrir þennan aldurshóp. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.Vísir/Egill Þá var nokkur munur á milli fjölbrautar- og bekkjarkerfis. „Þeir sem voru í bekkjakerfi sváfu styttra, svona 20-30 mínútum styttra. Helsti munurinn var að þau fóru öll að sofa á svipuðum tíma, milli eitt og tvö á nóttunni, því miður, en þeir sem voru í bekkjarkerfi þurftu að vakna fyrr til að mæta í skólann,“ segir Rúna. Síminn á ekki heima í svefnherberginu Svo virðist sem þeir sem séu í fjölbrautakerfi séu annað hvort að sleppa því að mæta snemma eða þá að velja sér áfanga sem byrja seinna á daginn. „Það hjálpaði nemendunum að fá að sofa aðeins lengur en það var aðeins meiri breytileiki í svefninum þeirra. Sem þýðir að það var ekki jafnmikill stöðugleiki, fóru ekki að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Þannig að fjölbreytin var með meiri svefn en meiri breytileika.“ Hreyfingin dróst einnig saman milli rannsókna. Á milli 15 og 17 ára breyttist hún lítið sem ekkert um helgar en á virkumdögum dróst hún saman um 19%. Niðurstöður benda einnig til þess að ungmennin verji um sex klukkutímum á dag fyrir framan skjá og að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á andlega líðan. Þeir sem hreyfa sig meira virðast þó finna fyrir minni vanlíðan en aðrir. „Þau eru auðvitað mikið við skjá og tölvu í sambandi við skóla og vinnu og fleira. En svo er síminn að taka yfir völdin hjá þeim og það er áhyggjuefni sem að þurfum auðvitað að hugsa um. Sérstaklega þegar við erum að tala um svefninn. Síminn á ekki að vera í svefnherberginu. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ungmenni sem sækja nám í fjölbrautakerfi sofa lengur á nóttunni en jafnaldrar þeirra í bekkjakerfi samkvæmt nýrri rannsókn. Niðurstöður benda til þess að ungmenni verji um það bil jafnmiklum tíma á sólarhring í svefn og fer í skjánotkun. Í dag voru kynntar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar um heilsuhegðun ungra Íslendinga. Þar var skoðuð staða og þróun á heilbrigðisþáttum um 500 ungmenna og tengsl þeirra þátta við atgervi, andlega líðan, svefn og skólaumhverfi. „Í rauninni erum við búin að skoða árgang sem er fæddur 1999, reykvísk börn, fjórum sinnum á tíu árum á þeirra uppvaxtarárum,“ segir Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Það er við sjö og níu ára aldur og aftur við fimmtán og sautján ára aldur. Þetta er eitt stærsta verkefni sem framkvæmt hefur verið í skólum á Íslandi að sögn Erlings. Erlingur Jóhannsson, prófessor í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands.Vísir/Egill Fjöldi rannsakenda tók þátt í rannsókninni en niðurstöður hafa verið kynntar á heimasíðu verkefnisins. Rúna Sif Stefánsdóttir doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ein þeirra en hún skoðaði breytinguna sem varð milli 15 og 17 ára aldurs með tilliti til svefns og hreyfingar. Sofa allt of lítið „Svefntíminn styttist. Hann var ekki nema, á skóladögum, rétt rúmir sex tímar í 10. bekk og fór eiginlega rétt undir sex tíma í framhaldsskóla á skóladögum. Sem kom okkur á óvart því við héldum að það væri eiginlega ekki hægt að sofa mikið minna en þessa sex klukkutíma,“ segir Rúna. Samkvæmt ráðleggingum landlæknis er mælt með minnst átta klukkustunda nætursvefni fyrir þennan aldurshóp. Rúna Sif Stefánsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.Vísir/Egill Þá var nokkur munur á milli fjölbrautar- og bekkjarkerfis. „Þeir sem voru í bekkjakerfi sváfu styttra, svona 20-30 mínútum styttra. Helsti munurinn var að þau fóru öll að sofa á svipuðum tíma, milli eitt og tvö á nóttunni, því miður, en þeir sem voru í bekkjarkerfi þurftu að vakna fyrr til að mæta í skólann,“ segir Rúna. Síminn á ekki heima í svefnherberginu Svo virðist sem þeir sem séu í fjölbrautakerfi séu annað hvort að sleppa því að mæta snemma eða þá að velja sér áfanga sem byrja seinna á daginn. „Það hjálpaði nemendunum að fá að sofa aðeins lengur en það var aðeins meiri breytileiki í svefninum þeirra. Sem þýðir að það var ekki jafnmikill stöðugleiki, fóru ekki að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Þannig að fjölbreytin var með meiri svefn en meiri breytileika.“ Hreyfingin dróst einnig saman milli rannsókna. Á milli 15 og 17 ára breyttist hún lítið sem ekkert um helgar en á virkumdögum dróst hún saman um 19%. Niðurstöður benda einnig til þess að ungmennin verji um sex klukkutímum á dag fyrir framan skjá og að skjánotkun hafi neikvæð áhrif á andlega líðan. Þeir sem hreyfa sig meira virðast þó finna fyrir minni vanlíðan en aðrir. „Þau eru auðvitað mikið við skjá og tölvu í sambandi við skóla og vinnu og fleira. En svo er síminn að taka yfir völdin hjá þeim og það er áhyggjuefni sem að þurfum auðvitað að hugsa um. Sérstaklega þegar við erum að tala um svefninn. Síminn á ekki að vera í svefnherberginu.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira