Fótbolti

Sjáðu marka­súpuna á Old Traf­ford og rauða spjaldið furðu­lega

Anton Ingi Leifsson skrifar

Manchester United var í miklu stuði á Old Trafford í kvöld. Liðið skoraði fimm mörk í 5-0 sigri á Club Brugge í Evrópudeildinni.

Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli en United gekk á lagið eftir að Simon Deli hafi gert sig sekan um ansi klaufaleg mistök þegar hann fékk dæmt á sig víti eftir að hafa varið knöttinn.

Deli er ekki markvörður heldur varnarmaður Brugge og var þar af leiðandi sendur í sturtu. Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnunni, Odion Ighalo skoraði sitt fyrsta mark fyrir United og Scott McTominay er kominn til baka aftur og bætti við marki fyrir hlé.







Fred skoraði tvö mörk í síðari hálfleik en öll mörkin úr leiknum má sjá í glugganum hér efst í fréttinni. Rauða spjaldið má sjá hér að neðan.

Dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun. Hefst útsendingin klukkkan tólf.

Klippa: Rauða spjaldið á Deli

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×