Meirihlutinn segir Guðmund hafa ákveðið að hætta Sylvía Hall skrifar 28. febrúar 2020 18:07 Guðmundur Gunnarsson lét af störfum sem bæjarstjóri í janúar. Vísir/Egill Meirihlutinn í Ísafjarðarbæ segir að Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, hafi sjálfur ákveðið að hætta. Það hafi hann gert þegar „þörfin var hvað mest fyrir samstöðu“ hjá sveitarfélaginu líkt og segir í yfirlýsingu meirihlutans. Guðmundur Gunnarsson lét af störfum í lok janúar, aðeins tveimur vikum eftir að snjóflóð féllu á Flateyri. Tæplega mánuði síðar greindi Guðmundur frá því að fjölskyldunni liði ekki vel í sveitarfélaginu og hefðu þau ákveðið að flytja frá Ísafirði. Sjá einnig: Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Mál Guðmundar hefur jafnframt vakið mikla athygli í fjölmiðlum, enda komu starfslok hans mörgum á óvart. Í dag lýsti Guðmundur því í viðtali við Mannlíf að meirihlutinn væri líkt og plantan í „Litlu hryllingsbúðinni“ - hún væri aldrei ánægð og fengi aldrei nóg. Meirihlutinn hefur ekki tjáð sig um stafslok Guðmundar fyrr en nú. „Á undanförnum vikum hefur talsverð fjölmiðlaumræða farið fram um starfslok Guðmundar Gunnarssonar sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Ekki síst hefur þessi fjölmiðlaumræða verið að frumkvæði Guðmundar sjálfs,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans á vef Bæjarins Bestu. Guðmundur hafi óskað eftir trúnaði Í yfirlýsingunni segir að Guðmundur hafi óskað eftir því að trúnaður skyldi ríkja um ástæður starfslokanna sem hafi verið samþykkt. Meirihlutinn hafi samþykkt það og virt fram að þessu en nú finni meirihlutinn sig knúinn til þess að leiðrétta nokkrar sögusagnir eins og komist er að orði. „Þrátt fyrir margvíslegar sögusagnir, ekki síst frá Guðmundi sjálfum, er því rétt að leiðrétta nokkrar yfirlýsingar. Það er rangt sem haldið er fram að starfslokin tengist snjóflóðunum á Flateyri og Súgandafirði og það er rangt að bæjarstjóri hafi átt að vera strengjabrúða bæjarstjórnar.“ Þá telur meirihlutinn að Guðmundur hafi ekki gert sér ljóst hvert stjórnsýslulegt eðli starf bæjarstjóra er og að það hafi ekki uppfyllt væntingar hans miðað við frásagnir hans eftir starfslok. „Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur verið samstíga í störfum sínum frá upphafi kjörtímabilsins. Það á einnig við um þá ákvörðun að ráða ópólitískan bæjarstjóra. Öllum ummælum um annað er vísað til föðurhúsanna,“ segir í yfirlýsingunni. Meirihlutinn segist jafnframt harma fjölmiðlaumfjöllun um málið og ummæli Guðmundar um bæði sveitarfélagið og samfélagið sjálft. Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Meirihlutinn í Ísafjarðarbæ segir að Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar, hafi sjálfur ákveðið að hætta. Það hafi hann gert þegar „þörfin var hvað mest fyrir samstöðu“ hjá sveitarfélaginu líkt og segir í yfirlýsingu meirihlutans. Guðmundur Gunnarsson lét af störfum í lok janúar, aðeins tveimur vikum eftir að snjóflóð féllu á Flateyri. Tæplega mánuði síðar greindi Guðmundur frá því að fjölskyldunni liði ekki vel í sveitarfélaginu og hefðu þau ákveðið að flytja frá Ísafirði. Sjá einnig: Upplifa fantabrögð og flýja Ísafjörð Mál Guðmundar hefur jafnframt vakið mikla athygli í fjölmiðlum, enda komu starfslok hans mörgum á óvart. Í dag lýsti Guðmundur því í viðtali við Mannlíf að meirihlutinn væri líkt og plantan í „Litlu hryllingsbúðinni“ - hún væri aldrei ánægð og fengi aldrei nóg. Meirihlutinn hefur ekki tjáð sig um stafslok Guðmundar fyrr en nú. „Á undanförnum vikum hefur talsverð fjölmiðlaumræða farið fram um starfslok Guðmundar Gunnarssonar sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Ekki síst hefur þessi fjölmiðlaumræða verið að frumkvæði Guðmundar sjálfs,“ segir í yfirlýsingu meirihlutans á vef Bæjarins Bestu. Guðmundur hafi óskað eftir trúnaði Í yfirlýsingunni segir að Guðmundur hafi óskað eftir því að trúnaður skyldi ríkja um ástæður starfslokanna sem hafi verið samþykkt. Meirihlutinn hafi samþykkt það og virt fram að þessu en nú finni meirihlutinn sig knúinn til þess að leiðrétta nokkrar sögusagnir eins og komist er að orði. „Þrátt fyrir margvíslegar sögusagnir, ekki síst frá Guðmundi sjálfum, er því rétt að leiðrétta nokkrar yfirlýsingar. Það er rangt sem haldið er fram að starfslokin tengist snjóflóðunum á Flateyri og Súgandafirði og það er rangt að bæjarstjóri hafi átt að vera strengjabrúða bæjarstjórnar.“ Þá telur meirihlutinn að Guðmundur hafi ekki gert sér ljóst hvert stjórnsýslulegt eðli starf bæjarstjóra er og að það hafi ekki uppfyllt væntingar hans miðað við frásagnir hans eftir starfslok. „Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur verið samstíga í störfum sínum frá upphafi kjörtímabilsins. Það á einnig við um þá ákvörðun að ráða ópólitískan bæjarstjóra. Öllum ummælum um annað er vísað til föðurhúsanna,“ segir í yfirlýsingunni. Meirihlutinn segist jafnframt harma fjölmiðlaumfjöllun um málið og ummæli Guðmundar um bæði sveitarfélagið og samfélagið sjálft.
Ísafjarðarbær Vistaskipti Tengdar fréttir Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00 „Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23 Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Segir að framganga sín í tengslum við snjóflóðin hafi valdið ágreiningi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að eftir á að hyggja hefði verið betra að leggja öll spilin og segja frá því hvað nákvæmlega gerðist í aðdraganda þess að hann hætti sem bæjarstjóri. 21. febrúar 2020 11:00
„Ég er örugglega frekur karl“ Daníel Jakobsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði, segir að eftirsjá verði af Guðmundi Gunnarssyni, fyrrverandi bæjarstjóra, og fjölskyldu hans á Ísafirði. Vilji fólk hins vegar ekki búa á svæðinu þá eigi það að fara í friði. 20. febrúar 2020 12:23
Segist ekki hafa mátt taka ákvarðanir án leyfis og lýsir „skrýtnu“ símtali frá Noregi Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, lýsir meirihlutanum í bæjarstjórn sem "plöntunni í Litlu hryllingsbúðinni“; aldrei ánægð og fær aldrei nóg. 28. febrúar 2020 08:25