Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Andri Eysteinsson skrifar 29. febrúar 2020 10:21 Flóttafólk freistir þess nú að komast frá Tyrklandi til Grikklands. Getty/Anadolu Agency Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. Samningur milli Tyrklands og ríkja Evrópusambandsins hefur verið í gildi en tyrkir segja stuðning ESB við Tyrkland ekki nægilegan til þess að halda samningnum til streitu en BBC greinir frá. Ákvörðunin er tekin eftir árás sýrlenskra stjórnarhermanna á tyrkneska hermenn í Idlib í norðurhluta Sýrlands en 33 tyrkir létu lífið. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur staðfest ákvörðun Tyrklands.„Hvað gerðum við í gær? Við opnuðum dyrnar. Þeim verður ekki lokað vegna þess að ESB stendur ekki við loforð sín,“ sagði Erdogan. Al Jazeera greinir frá að hið minnsta 18.000 flóttamenn hafi þegar safnast saman við landamæri Tyrklands og Grikklands en þar hafa orðið átök milli grískra lögreglumanna og flóttafólks. Lögregla beitti táragasi á hópa mótmælanda sem brugðust sumir hverjir við með grjótkasti.Tæplega 3,7 milljónir Sýrlendinga dvelja nú í Tyrklandi eftir flótta frá heimalandinu og er búist við því að mikill fjöldi fólks freisti þess að komast yfir til Grikklands eða Búlgaríu.Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, hefur sagt mikinn fjölda flóttafólks hafa safnast saman við landamærin en sagði að engum yrði hleypt í landið með ólöglegum hætti.Blaðakonan Jenan Moussa greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær að flóttafólki í Istanbul væri boðið upp á rútuferðir að landamærunum. Grikkir standi þó enn í vegi fyrir því að fólk fái inngöngu í landið en tyrknesk yfirvöld hefta líka endurkomu inn í Tyrkland. Flóttamenn Grikkland Tyrkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. Samningur milli Tyrklands og ríkja Evrópusambandsins hefur verið í gildi en tyrkir segja stuðning ESB við Tyrkland ekki nægilegan til þess að halda samningnum til streitu en BBC greinir frá. Ákvörðunin er tekin eftir árás sýrlenskra stjórnarhermanna á tyrkneska hermenn í Idlib í norðurhluta Sýrlands en 33 tyrkir létu lífið. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hefur staðfest ákvörðun Tyrklands.„Hvað gerðum við í gær? Við opnuðum dyrnar. Þeim verður ekki lokað vegna þess að ESB stendur ekki við loforð sín,“ sagði Erdogan. Al Jazeera greinir frá að hið minnsta 18.000 flóttamenn hafi þegar safnast saman við landamæri Tyrklands og Grikklands en þar hafa orðið átök milli grískra lögreglumanna og flóttafólks. Lögregla beitti táragasi á hópa mótmælanda sem brugðust sumir hverjir við með grjótkasti.Tæplega 3,7 milljónir Sýrlendinga dvelja nú í Tyrklandi eftir flótta frá heimalandinu og er búist við því að mikill fjöldi fólks freisti þess að komast yfir til Grikklands eða Búlgaríu.Forsætisráðherra Grikklands, Kyriakos Mitsotakis, hefur sagt mikinn fjölda flóttafólks hafa safnast saman við landamærin en sagði að engum yrði hleypt í landið með ólöglegum hætti.Blaðakonan Jenan Moussa greindi frá því á Twitter síðu sinni í gær að flóttafólki í Istanbul væri boðið upp á rútuferðir að landamærunum. Grikkir standi þó enn í vegi fyrir því að fólk fái inngöngu í landið en tyrknesk yfirvöld hefta líka endurkomu inn í Tyrkland.
Flóttamenn Grikkland Tyrkland Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira