Hlutabréfaverð Icelandair tekur dýfu og nálgast vænt útboðsverð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2020 11:43 Virði hlutabréfa Icelandair hefur stefnt niður á við að undanförnu. Vísir/Vilhelm Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum í átta milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í félaginu er nú 1,05 eða rétt yfir væntu útboðsverði í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Þegar markaðir lokuðu í gær stóð gengi félagsins í 1,64 en í gærkvöldi tilkynnti félagið að tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs hafi verið uppfærð. Lækkunin í dag er helst rakin til þessarar tilkynningar þar sem fram kom að félagið hyggðist selja nýja hluti í félaginu fyrir 20 milljarða króna að nafnverði á genginu 1 króna á hlut, auk þess sem að heimild væri fyrir því að auka hlutafé um þrjá milljarða til viðbótar, þannig að stærð útboðsins væri 23 milljarðar. Það sem af líður degi hefur gengið því nálgast þetta fyrirhugaða útboðsverð. Í tilkynningu Icelandair frá því í gær sagði jafn framt að stefnt væri að því að útboðið færi fram í september, en ekki ágúst eins og áður var gert ráð fyrir. Þá kom einnig fram að viðræður við íslensk stjórnvöld um lánalínu með ríkisábyrgð, í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann, séu á lokastigi. Með fyrirvara um samþykki stjórnvalda fyrir slíkri lánalínu geri félagið þannig ráð fyrir að birta fjárfestakynningu með ítarlegum upplýsingum fyrir mögulega fjárfesta og þátttakendur hlutafjárútboðsins á næstu dögum. Markaðir Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27 Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Gengi hlutabrefa Icelandair Group hefur hríðfallið við opnun markaða í morgun. Um hádegisbilið nam lækkunin tæpum 36 prósentum í átta milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í félaginu er nú 1,05 eða rétt yfir væntu útboðsverði í fyrirhuguðu hlutafjárútboði félagsins. Þegar markaðir lokuðu í gær stóð gengi félagsins í 1,64 en í gærkvöldi tilkynnti félagið að tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs hafi verið uppfærð. Lækkunin í dag er helst rakin til þessarar tilkynningar þar sem fram kom að félagið hyggðist selja nýja hluti í félaginu fyrir 20 milljarða króna að nafnverði á genginu 1 króna á hlut, auk þess sem að heimild væri fyrir því að auka hlutafé um þrjá milljarða til viðbótar, þannig að stærð útboðsins væri 23 milljarðar. Það sem af líður degi hefur gengið því nálgast þetta fyrirhugaða útboðsverð. Í tilkynningu Icelandair frá því í gær sagði jafn framt að stefnt væri að því að útboðið færi fram í september, en ekki ágúst eins og áður var gert ráð fyrir. Þá kom einnig fram að viðræður við íslensk stjórnvöld um lánalínu með ríkisábyrgð, í samvinnu við Íslandsbanka og Landsbankann, séu á lokastigi. Með fyrirvara um samþykki stjórnvalda fyrir slíkri lánalínu geri félagið þannig ráð fyrir að birta fjárfestakynningu með ítarlegum upplýsingum fyrir mögulega fjárfesta og þátttakendur hlutafjárútboðsins á næstu dögum.
Markaðir Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43 Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27 Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Fresta hlutafjárútboðinu með fyrirvara um nýja heimild Tímalína fyrirhugaðs hlutafjárútboðs Icelandair hefur verið uppfærð, að því er fram kemur í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa félagsins. Stefnt er að því að útboðið fari fram í september. 17. ágúst 2020 22:43
Icelandair hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar Forstjóri Icelandair segir ljóst að breytingar á skimunarfyrirkomulagi á landamærunum muni draga úr ferðavilja fólks og þar af leiðandi muni ferðamönnum sem koma hingað til lands á næstunni fækka. Félagið hafi verið búið undir góðar fréttir á víxl við slæmar. 14. ágúst 2020 20:27
Mikil óvissa hjá Icelandair: „Við höfum enn súrefni“ Mikil óvissa er um hvernig ferðir Icelandair verða í haust en nú hefur félagið aðeins flogið til áfangastaða í Evrópu en ekki er tekið á móti ferðamönnum í Norður-Ameríku. 13. ágúst 2020 10:16