Fótbolti

Spyr hvort spænska knattspyrnusambandið vilji sjá þessa yfirburði Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni.
Kvennalið Barcelona hefur mikla yfirburði á Spáni. vísir/getty

Þjálfari Real Sociedad, Gonzalo Arconada, segir að ekkert lið í spænsku kvennadeildinni geti keppt við Barcelona.

Þetta sagði hann eftir að Sociedad tapaði fyrir Barcelona, 10-1, í spænska ofurbikarnum í gær.

Hann segir að önnur lið á Spáni eigi ekki möguleika gegn ógnarsterkum Börsungum.

„Öll liðin telja sig ekki geta keppt við Barcelona,“ sagði Arconada. 

„Spænska knattspyrnusambandið verður að ákveða hvort þetta sé það sem það vill. Barcelona var alltaf að fara að vinna þennan leik og við þurftum að þola þessa niðurlægingu.“

Barcelona er með níu stiga forskot á Atlético Madrid í spænsku úrvalsdeildinni. Börsungar hafa unnið 16 af 18 deildarleikjum sínum og gert tvö jafntefli. Markatalan er 68-6.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×