Viðskipti erlent

Óvænt frumsýning Samsung á Óskarnum

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Það kom mörgum á óvart að sjá Samsung frumsýna nýjan síma í auglýsingahléi Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Nýi síminn hefur ekki verið kynntur formlega.
Það kom mörgum á óvart að sjá Samsung frumsýna nýjan síma í auglýsingahléi Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Nýi síminn hefur ekki verið kynntur formlega. Vísir/Getty

Auglýsing Samsung vakti athygli á Óskarnum. Þar frumsýndi Samsung óvænt nýjan síma sem líkja má við samanbrotið lítið veski. Já, síminn er brotinn saman. Mikil leynd hefur hvíld yfir símanum til þessa en gert er ráð fyrir að síminn verði formlega kynntur síðar í dag á stórum viðburði sem Samsung stendur fyrir.

Nafn símans var ekki gefið upp en er þó af erlendum miðlum talið vera Galaxy Z Flip.

Síminn virðist geta opnað sig sjálfur og líkist einna helst mjög lítilli fartölvu við notkun. Þar virðist Samsung horfa til þess að auðvelda notendum notkun símans fyrir videosímtöl. 

Auglýsinguna má sjá hér og hún er 28 sekúndur.


Tengdar fréttir

Innkalla alla Galaxy Fold

Suðurkóreski tæknirisinn Samsung hefur innkallað alla þá Galaxy Fold-snjallsíma sem sendir höfðu verið til gagnrýnenda og tæknibloggara.

Galaxy Fold fær misgóðar viðtökur

Það er óhætt að segja að síminn fái misgóðar viðtökur og hafa nokkur tæki af þeim fáu sem voru send út brotnað eða bilað. Blaðamennirnir eru þó flestir sammála um að samanbrjótanlegir símar séu framtíðin.

Segjast hafa selt milljón Fold-síma

Þrátt fyrir að útgáfa Samsung Galaxy Fold hafi einkennst af vandræðum og að síminn samanbrjótanlegi sé mjög kostnaðarsamur hefur Samsung selt milljón eintaka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×